Jafnrétti – kvennréttindi

Eitt stærsta vandamál nútímaþjóðfélags er hin svokallaða jafnréttisbarátta kvenna.

Svo virðist sem þessi barátta sé í gangi hjá litlum hluta af kvennmönnum.

Í prófkjöri hinna pólitísku flokka á Íslandi hefur það komið fram að konur eiga ekki fylgi að fagna í pólitík þrátt fyrir að talið sé að helmingur mannkyns séu konur og jafnvel rétt yfir 50%. Þessi frammistaða kvenna í umræddri baráttu um sæti í mjúkum stólum Alþingis hefur leitt í ljós að konur kjósa ekki konur til trúnaðarstarfa eins og pólitík er sögð vera.

Þrátt fyrir þá staðreynd að konur eiga ekki stuðning kynsystra sinna þá er það ofbeldi karlkynsins sem ræður samkvæmt skoðunum hinna baráttuglöðu kvenna. Ekki verður annað séð en vandamál þeirra kvenna sem telja sig standa í kvennréttindabaráttunni sé ekki vandamál karlpeningsins heldur vantrú kvenna á getu kynsystra sinna. Ef rétt er frá skýrt að konur eða kvennkynsverur séu 50,5% af mannkyninu er erfitt að sjá að það sé vandi eða yfirgangur karla sem leitt hefur í ljós vanmat á getu kvenna í þeim kosningum er fram hafa farið um sæti á listum stjórnmálaflokkanna.

Vonska þeirra kvenna sem sagt hafa skilið við stjórnmálaflokk, sem þær töldu sig tilheyra, samkvæmt eigin skoðunum, fara fram á forréttindi. Forréttindi þessi felast í því að karlar eigi að kjósa konur til starfa innan hinna pólitísku flokka. Það eigi þeir að gera þótt þeir treysti ekki konum til starfans. Allt þetta eigi að vera samkvæmt jafnréttinu að mati baráttukvenna.

Þrátt fyrir fyrirspurnir til margra hefur enginn, hvorki karl eða kona, getað gefið skýringu á því hvað sé átt við með orðinu jafnrétti. Hvað felist í orðinu jafnrétti.

Eitt af þeim grundvallar atriðum jafnréttinda er það að tvær persónur standa jafnfætis í því að velja þá eða þær persónur sem viðkomandi vill að sinni störfum fyrir sig.

Margar konur eru skarpgreindar og duglegar til margra starfa en þær njóta ekki stuðnings eigin kynsystra vegna skoðana sinna á málum.

Hin svokallaða jafnréttisbarátta kvenna er forréttindabarátt eins og kröfur baráttukvenna eru í dag. Konur eiga engan rétt frekar en karlar og ekki er hægt að krefjast þess að kona sé kosin eingöngu vegna þess að hún er kona. Í kosningum er verið að kjósa persónur eftir mati hvers kjósanda og á meðan konur treysta ekki konum til trúnaðarstarfa er ekki réttlætanlegt að ásaka karlpeninginn fyrir ofbeldi. Sú staðreynd liggur fyrir að margir karlar kjósa konur til trúnaðarstarfa og því er það augljóst að fleiri konur kjósa karla frekar en konur.

Þessi svokallaða kvennréttindabarátta á ekki fylgi marga karla vegna þess að barátta margra kvenna er forréttindabarátta. Þessi barátta á ekki að vera um það hvaða kynfæri viðkomandi frambjóðandi hafi sem valinn er. Valið snýst um það hverjum kjósandinn treystir til þess að berjast fyrir skoðunum sínum (kjósandans) er varða eigin velferð og þjóðarinnar.

Reykjavík 26. september 2016

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband