Fjármál íslenska ríkisins

Fjármál íslenska ríkisins eru byggð upp á margs konar greiðslum til samfélagsins. Ein tegund þessara greiðslna eru svokölluð aðflutningsgjöld sem greiða þarf vegna innflutnings á varningi.

Útreikningar á þessum tekjulið ríkisfjármála er falið fólki sem fengið hefur sérstakt leyfi stjórnvalda til slíkra útreikninga og er í fæstum tilvikum í þjónustu innflutningsaðila fyrir utan útreikninginn.

Svo bar við að einn innflutningsaðila sem hefur notið þjónustu aðila, sem hlotið haf sérstakt leyfi stjórnvalda til slíkra útreikninga á aðflutningsgjöldum og greitt til ríkisins samkvæmt því, fékk bakreikning tæpum tveimur árum seinna að upphæð 15,00 Kr. -„fimmtán krónur“- sem vangoldin aðflutningsgjöld.

Bakreikningi þessum fylgdu hefðbundnar hótanir af hálfu ríkisvaldsins um lokun á afgreiðslu til fyrirtækisins o.fl. Hefðbundnar hótanir agavalds ríkisins vegna 15,00 króna.

Spyrja má:

1. Hver var kostnaður ríkisvaldsins við útreikning í þessu máli auk þess að skrifa bréf og greiða póstkostnað?

2. Eru mörg mál á ári sem eru svipaðs eðlis í innheimtu hjá ríkinu?

Sú skýring sérfræðings í útreikningum varðandi svona mál er að þarna hafi verið um fjölda liða í útreikningi og einhverjir liðir hafi verið undir 50 aurum og þá fellt niður þar sem allt skal reiknast í heilum krónum. Þegar endurskoðendur ríkisins endurreikni þá sé önnur reiknisaðferð notuð.

Á þessum vinnubrögðum sem þarna koma fram í starfsemi ríkisins er ljóst að með störfum hjá ríkinu er verið að fela atvinnuleysi í landinu með starfsfólki sem skráð er til vinnu sem er einskis virði.

Kostnaður ríkisins í þessu máli var margfaldur á víð það sem ríkisvaldið taldi sig hafa farið á mis við vegna illa orðaðra laga og reglna sem fara á eftir. Menn sem fá starfsleyfi hins opinbera til þessara útreikninga hafa fengið rangar upplýsingar frá stjórnvöldum um hvernig á að vinna verkin.

Er ekki kominn tími til að þeir sem annast setningu laga og reglna, sem þegnarnir eiga að fara eftir, hafi vit á því sem þeir eru að gera.

Reykjavík 25. ágúst 2018

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband