Hrunið og ræningjastarfsemi.

Stöðugt kemur betur og betur í ljós hið sérstaka innræti þeirra er stjórna íslenska ríkinu.

Eftir að milljörðum hafði verið stolið af hinum almennu borgurum á Íslandi við svokallað bankahrun sem var skipulagður innanhúss þjófnaður, en kallað gjaldþrot, kemur sífellt í ljós hvernig stjórnvöld (ríkisstjórn) og Alþingi stunda arðrán af borgurunum.

Hið skipulagða gjaldþrot bankanna sem var ekkert annað en innanbúðar bankarán er nú farið að sýna sitt rétta andlit. Þegar ljóst er orðið að eigur sem hirtar voru af eigendum sínum á Íslandi fyrir hönd bankans hafa þær verið seldar með miklum hagnaði svo skiptir milljörðum íslenskra króna. Þá stendur ekki til að skila því fjármagni til þeirra sem því var stolið af heldur skal greiða útvöldum starfsmönnum hins svokallaða þrotabús, t.d. Landsbankans, umtalsverðum fjárhæðum sem þóknun.

Stjórnvöldum sem eiga að sjá um að skipulagðir þjófnaðir fái ekki þrifist á landinu horfa með velþóknun á þann þjófnað sem er í undirbúningi við útdeilingu á hundruðum milljóna til manna sem hafa verið á fullum ofurlaunum við störf sin í sambandi við hreinsun eftir hið skipulagða gjaldþrot (bankarán).

Það væri nær fyrir stjórnvöld að vakna til lífsins og sjá til þess að þeir fjölmörgu Íslendingar sem fóru illa út úr hinu skipulagða bankaráni Landsbankans, og töpuðu umtalsverðum fjárhæðum, fái hluta af tapinu til baka því þeir eiga þetta fé en ekki starfsmenn þrotabúsins.

Verði þessu fé ekki skilað til þeirra sem töpuðu á bankaráninu verður þar um þjófstolið fé að ræða og þiggjendur verða því þjófsnautar.

Reykjavík 15. júlí 2017

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heir Heir ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.7.2017 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband