Lög um eignarrétt á landi.

Af hálfu stjórnvalda hefur komið upp umræða um breytingar á lögum um eignarrétt á landi (þurrlendi) á landsvæði Íslands. Er það löngu tímabært og komið tilvalið tækifæri til að allir Íslendingar verði jafnir gagnvart lögum.

Setja þarf lög er tryggja eignarrétt Íslendinga yfir þeim auðæfum er felast í þeim hluta þurrlendis jarðar er talið er tilheyra Íslandi eins og gert var með lögum um yfirráð ríkisvaldsins yfir hafsvæðinu umhverfis landið þótt alvarlegir gallar hafi komið fram í framkvæmd þeirra laga sem þarf að lagfæra varðandi rétt útgerðarmann til framsals á veiðiréttindum. Í nýjum lögum þurfa að koma fram eftirfarandi atriði.

1. gr. laganna hljóði svo: Allt þurrlendi Íslands, þ.m.t. allar eyjar og sker er falla þar undir svo og öll auðæfi (verðmæti) í jörðu eða jarðvegi landsins auk svokallaðra vatnsréttinda og veiðiheimilda í ám og vötnum svo og jarðvarmi er eign Íslendinga (íslenska ríkisins). Komi til stækkunar þurrlendis Íslands við eldgos eða aðrar hreyfingar jarðskorpunnar fellur það þurrlendi sjálfkrafa undir þjóðareign Íslendinga. Þeir sem eru þinglýstir eigendur að einhverjum landspildum er tilheyra Íslandi við gildistöku laganna fá búseturétt á jörðum án leigugjalds til 25 ára frá gildistöku laganna en án hlunninda í veiðirétti í ám og vötnum eða villtum dýrastofnum, vatnsréttinda til annarra nýtingar s.s. raforkuframleiðslu, jarðvarma svo og málma eða nýtingu annarra verðmætra efna sem finnast í jörðu. Heimilt skal að semja við leigjendur lands um nýtingu fallavatna er renna um landið sem getur nýst þeim við t.d. fiskeldi.

2.gr. Hvað varðar eignarréttarákvæði stjórnarskrár hins íslenska lýðveldis um vernd eignarréttar er það fellt úr gildi hvað varðar eignarrétt á landi. Núverandi ákvæði um eignarrétt á landi er byggt á þeim grunni þegar hernaðarofbeldi var stór þáttur í samskiptum landsmanna og jarðarbúa.

3.gr. Ábúendur jarða sem skráðar eru í eigu annarra en ríkisins fyrir gildistöku laganna fá 25 ára rétt til búsetu eftir gildistöku laganna á jörðu og nýtingu jarða til búreksturs án allra ítaka s.s. vinnslu jarðefna, jarðvarma, málma í jörðu, vatnsréttinda , veiðar villtra dýrategunda. Íslenska ríkisvaldið fær heimild til að leigja og innheimta leigu (greiðslu) fyrir afnot af landi eftir stærð þess og notagildi þeirra landeigna sem skráðar voru í eigu annarra en ríkisvaldsins fyrir gildistöku laganna eftir að 25 ár eru liðin frá gildistöku laganna. Í leigu jarðar felst nýtingarréttur leigutaka á landinu til hvers konar starfsemi sem fellur innan gildandi laga á Íslandi. Leigutími verður samkomulag á milli leigutaka og stjórnenda þeirrar stofnunar er fer með málefni ríkisjarða með opinn möguleika á framlengingu leigusamnings að ósk leigutaka. Eftir gildistöku laga þessara verða allar jarðir á landinu ríkisjarðir. Skipa skal þrjá menn til að ákvarða sanngjarnt leiguverð fyrir jarðirnar sem skal vera bundið viðmiðunarvísitölu eftirlauna ríkisstarfsmanna. Ákvæði þetta á við um allar jarðir og tekur strax gildi fyrir þær jarðir sem eru í eigu ríkisins fyrir gildistöku laganna en eftir 25 ár á öðrum jörðum.

4.gr. Mannvirki s.s. hús o.fl. sem reist er á leigujörð telst eign leigjanda jarðar og má hann selja það til þess er tekur við leigu jarðarinnar eða annarra með þeim kvöðum er fylgja leigu á jörð.

5.gr.  Eftir gildistöku laga þessara er öll sala eða framsalsleiga á búseturétti jarða ólögleg nema með milligöngu starfsmanna þeirrar ríkisstofnunar sem fer með málefni jarðanna. Brot á ákvæði þessarar greinar um ólöglegt framsal jarðar varðar sektum er nema tveggja ára leiguverði jarðar og riftun búsetusamnings.

((Með lögum þessum er svokallaður eignarréttur einstaklinga eða fyrirtækja á landi afnuminn. Það sem kallað hefur verið eignarréttur á landi er arfur frá gamalli tíð þegar valdarán í skjóli ofbeldismanna réði því hvað talinn var eign sem menn sölsuðu undir sig með ofbeldi og oft í skjóli hernaðar. Það sem réttlætir þennan gjörning um eignarnám á landi er framferði stjórnvalda á Íslandi við tilkomu Surtseyjar þar sem landnám einstaklinga var bannað svo og rétt ríkisvaldsins til þess að eigna ríkinu allsherjar eignarétt yfir hafsvæðinu umhverfis ísland til nýtingar við fiskveiðar svo og vinnslu jarðefna af hafsbotni. Ekki er um eignaupptöku að ræða við þessa lagasetningu heldur leiðréttingu á valdníðslu ofbeldis manna á fyrri öldum)).

Engin persóna á land nema sem sameigandi landsmanna í ríkiseign og er þegn viðkomandi ríkis, Íslands. Er þarna aðeins um formbreytingu á því sem kallað hefur verið eign og ekki kemur til þess að neinar bætur verði greiddar fyrir formbreytinguna. Eignaréttur á landi með valdboði einstaklinga eða ofbeldi fyrri alda er liðin tíð og á sér enga stoð í raunveruleikanum í nútíma samfélagi. Eignarréttur í formi yfirráða yfir verðmætum með aðstoð ofbeldis hefur aldrei verið viðurkenndur eignarréttur eins og eignarnám á landi er byggt upp á. Speki indíána Bandaríkja Norður Ameríku þar sem þeir segjast ekki eiga neitt land heldur hafa það að láni er grundvöllur siðmenningar án ofbeldis.

Hin sérkennilega krafa sumra landsmanna að þeir eigi öll verðmæti sem finnast í eða á því landsvæði sem þeir telja sig eiga er arfleið frá ofbeldistímum fyrri alda þegar valdarán viðgekkst. Svokölluð vatnsréttindi sem menn vilja eigna sér í vatnsföllum eða jarðvarma er sambærilegur ofbeldiseignarréttur og svokallað landnám. Sá vökvi sem fellur til jarðar úr skýjum yfir landi getur aldrei talist eign einstaklings eða einstaklinga sem telja sig eiga lítinn jarðarskika.

Auk þess má geta þess að svokallaður landbúnaður hefur síðustu 100 árin verið rekinn með ríflegum styrk frá landsmönnum öðrum en þeim sem stunda landbúnað svo að það rýrir enn frekar hinn svokallaða lögverndaða eignarrétt á landi.

Ljóst er að hugmynd þessi mun gæta mikillar mótspyrnu frá auðvaldssinnum sem vilja verja vald auðvalds í samskiptum þegnanna og berjast geng öllu sem kallað er jafnræði eða jafnrétti á meðal þegnanna gagnvart lögum.

Reykjavík 11. ágúst 2019

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef svona lög yrðu sett yrði næsta skref að eigendur lands færu í mál við ríkið vegna þess að lögin væru skýrt brot á stjórnarskrá. Og það er enginn vafi á að landeigendur myndu vinna slíkt mál. Eignaupptaka af þessum toga þekkist í rauninni hvergi nema í kommúnistaríkjum og að einhverju leyti undir nasistum, hvað gyðinga varðaði. Eftir að lögleg stjórnvöld komust aftur til valda í þeim ríkjum var auðvitað fyrsta verk þeirra að skila þeim eignum sem kommúnistar/nasistar höfðu rænt.

Þorsteinn Siglaugsson, 12.8.2019 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband