Vísir.is

Sjónvarpsrásin vísir.is sýndi á miðvikudags kvöldi 6. mars sjónvarpsþátt um eldsvoðann í m.s. Dettifossi er varð árið 2010. það er virðingarvert að minnast atvika er valda mikilli hættu en æskilegt er að þeir sem fjalla um málið (spyrill) hafi smá þekkingu á atburðarás.

Sá sem hefur stjórnað gerð þáttarins hefur haft mjög takmarkaða þekkingu á aðstæðum og atburðarrás um borð í skipi.

Í þættinum kom fram möguleiki á notkun CO2 eða svokallaðri kolsýru til að slökkva eldinn. Einnig var minnst á að einhver hafi séð um að losa sjó úr skipinu sem notaður var til slökkvistarfa.

Þáttastjórnandinn hafði ekki þekkingu til að spyrja að því hvort einhver skipverja hafi verið í vélarrúmi og hvernig staða hans hafi verið varðandi það að komast upp úr vélarrúminu. Staðreyndin er sú að vélstjóri var í vélarrúmi og óljóst um möguleika hans til að komast upp. Þar af leiðandi var notkun kolsýru til slökkvistarfa varhugaverð nema til að drepa vélstjórann.

Vélstjórinn sá um að dæla sjó til slökkvistarfa og að dæla sjónum sem rann niður í vélarrúmið útbyrðis. Er óljóst hve mikill sjór fór niður í vélarrúmið á meðan á slökkvistarfi stóð. Allar upplýsingar úr vélarrúmi vantar í þættinum. Er æskilegt að lítilsháttar þekking manna á málefnum sem fjallað er um í æsifréttastíl sé fyrir hendi.

Hefði mátt spyrja nánar út í þá atburðarás er skipverjar voru í hættu á þilfari vegna sjógangs er þrír þeirra urð fyrir öldu er kom inn á skipið og þeir voru hætt komnir

Ekki má gleyma því að engar upplýsingar komu fram í þættinum um hver var orsök eldsvoðans en rannsókn fór fram á því er skipið var komið í höfn.

Það þarf lítilsháttar grunn þekkiingu á störfum á sjó til að fjalla um mál svo að vel sé.

Reykjavík 9. mars 2024

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


Bloggfærslur 9. mars 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband