Íslenskan og hámenntaðir Íslendingar.

Sjónvarp Íslendinga eða þeir sem stjórna því eru verstu óvinir íslenskrar tungu. Eins og áður hefur verið bent á eru kort og geðveikt gaman auk orðsins geggjað vandamál sjónvarpsins og þá einkum þeirra hámenntuðu. Ekki eru þetta einu vandamál sjónvarpsins í niðurrifi íslenskunnar.

Nýlega varð einum veðurvita sjónvarpsins alvarlegur fótaskortur á tungunni þegar hann hafð orð á því að lægð er var vestur eða suðvestur af landinu væri stranda glópur.

Eins og á um of marga Íslendinga virðist skorta skilning á hvað orðið stranda glópur merki (þýði).

Orðið stranda glópur er mjög gamalt í íslenskri tungu og í upphafi var það haft um skipverja á skipi sem ekki mætti til skips fyrir tiltekinn burt farar tíma skipsins sem gefinn hafði verið upp með margra klukkustunda fyrirvara. Skipinu var siglt á tilsettum tíma og glópurinn skilinn eftir á ströndinni.

Sá sem er stöðvaður á ferð sinni af völdum aðgerða annarra en hans eigin getur því ekki verið glópur eins og fjölmiðlafréttamenn kalla slíkt fólk. Glóparnir eru fréttamennirnir.

Orðið glópur merkir að viðkomandi sem fær slíka umsögn sé auli, asni eða ekki andlega heilbrigður. Þar með er orðið undarlegt ef lágþrýstings loftbóla sem kallast lægð geti verið auli, asni eða ekki andlega heilbrigð. Væri vel gert ef hinn hámenntaði veðurfræðingur sem viðhafði þessi ummæli um lægðina gæfi skýringu á þessari nýju merkingu orðsins „glópur“.

Veðurfræðingar Sjónvarpsins hafa ekki gefið skýringu sína á hvað orðið KORT merkir í þeirra fræðigrein. Fyrir eldri Íslendinga er orðið kort í veðurfregnum ljótasta klámyrði.

Reykjavík 26. maí 2024

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


Tungumálið íslenska og fjölmiðlafólk.

Íslenskt mál er brotið niður af vanhugsandi fjölmiðlafólki og viðmælendum þeirra sem með vanhugsuðum orðum sem í aldanna rás hefur haft aðra merkingu en nútíma fjölmiðlafólk vill hafa.

Er þar fyrst að nefna orðin geggjað og geðveikt gaman. Þessi orð hafa verið tengd við andlega vanheilsu og haft neikvæða merkingu. Nú eru þessi orð með nýja merkingu og eiga að tákna eitthvað stórfenglegt. Er þetta vísbending um niðurbrot íslenskrar tungu og eyðilegging á gömlu máli sem Íslendingar hafa verið stoltir af. Með sömu öfugþróun í merkingu orða sem þróast hefur síðustu ár er Íslenskan glötuð.

Mest áberandi um geggjað fólk eru þeir sem stunda íþróttir því þar virðist allt vera geggjað eða það sé geðveikt gaman.

Að auki má benda á bullorða notkun fjölmiðlamanna og ekki síst þeirra sem flytja veðurfregnir að tala sífellt um KORT þó ekki sé nein vitræn merkin í þeim boðskap.

Í veðurfréttum er sífellt tuðað um að þessi og hin veðrabreytingin sé í kortum og gömul og gróin orðasambönd eins veðurhorfur og veðurútlit eru orðin að korti í munni veðurfræðinga. Ekki er þar með lokið öllu um kortabullið því í fréttum er farið að tala um flestar fyrirhugaðar framkvæmdir eða aðgerðir að þær séu í kortunum. Er þar svo komið að fréttir eru orðan lítt eða ill skiljanlegar því allt er í kortum.

Einn ósómi fréttamanna er þegar þess er getið að hitt og þétta sé í pípunum sem er álíka vanhugsað og að snúa málum í kort.

Íslenskt sjónvarp og fréttamiðlar eiga að vera hornsteinn tungumálsins íslensku. Áður voru sérstakir eftirlitsaðilar hjá fjölmiðlum sem fylgdust með því að málfarsbull færi ekki í gegn en svo virðist sem slíkt sé aflagt.

Er það einnig undarlegt að íslenskufræðingar þegja þunnu hljóði því sumir þeirra segja hreint út að bullið sem fram kemur sé þróun málsins. Þróun málsins er eðlileg með tilkomu nýrra orða með þróun tækninnar en það er öfugþróun þegar merking orða verður allt önnur en sú merking sem orðin höfðu í íslenskri tungu sbr. geðveiki og kort.

Væri gott að heyra frá eða geta lesið athugasemdir íslenskufræðinga um þessa bullorða framsetningu fjölmiðlafólks.

Eru þeir sem þykjast berjast fyrir varnir íslenskrar tungu sáttir við merkingar bull gamalla íslenskra orða eins og fram hefur komið í fjölmiðlum (útvarpi, sjónvarpi og prentmiðlum)?

Reykjavík 18. maí 2024

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


Forsetaframbjóðandi og Persónuverndarfulltrúi.

Í viðtalsþætti við forsetaframbjóðandann komu sérkennilegar yfirlýsingar fram. Frambjóðandinn gaf yfirlýsingar um að hún fylgdi lögum og reglum samfélagsins af hálfu Persónuverndar.

Þessi yfirlýsing var gefin eftir að af hálfu stofnunar Persónuverndar var ekki tekið mark á frásögn í erindi sem stofnuninni var sent um að brotin væri mannréttindi á sjúklingum á Íslandi með ákvæði laga nr. 55/2009 þar sem heilbrigðisstéttum er veitt heimild til að skrá hvaða bull og ósannindi sem þeim dettur í hug og eigna sjúklingi sem frásögn. Mótmæli sjúklinga gegn ósannindum sem bókuð eru í sjúkraskrá kallast af Landlækni sem ORÐ gegn ORÐI sem þýðir að sjúklingur er að segja ósannindi.

Þetta sýnir að Persónuvernd er skrípaorð og er ekki til varnar PERS‘ONUM.

Í lögum er þess krafist að fyrir hendi séu sannanir fyrir því sem skráð er í skjöl sem skylt er að skrá samkvæmt lögum. Læknir sem skráir í sjúkraskrá ósannindi sem sögð eru vera höfð eftir sjúklingi fellur undir skjalafals.

Persónuvernd fór eftir ákvæðum laga nr.55/2009 við úrskurð sinn þrátt fyrir að um væri að ræða mannréttindabrot af hálfu læknis við skjalafals. Þar með er Persónuvernd ekki til varnar íslenskra þegna heldur að leggja blessun sína yfir afglöp er framin voru á Alþingi.

Frambjóðandinn ræddi um verndun íslenskrar tungu en varð á að nota orð sem hún vissi ekki hvað stæði fyrir. Frúin sagði að Ísland væri úti í BALLARHAFI. Þarna varð frúnni fótaskortur á málflutningi sínum og hefur ekki þrátt fyrir menntun sína grennslast fyrir um hvað orðið þýðir.

Þar sem undirritaður hefur nokkrum sinnum bent opinberlega á merkingu orðsins Ballarhaf.

Undirrituðum er kunnugt um að orðið var til á árunum 1940- 1950 og merkti þá kynfæri konu. Er erfitt að sjá að Ísland rúmist á milli fóta konu. Undirritaður heyrði þetta orð fyrst er frásagnaraðili flutti klámvísu þar sem orðið kom fram.

Það skal tekið fram að undirritaður var skipverji á skipi er þetta orð heyrðist og óskaði eftir því að flytjandi vísunnar sýndi sér á sjókorti hvar þetta Ballarhaf væri og fékk þá skýringuna hvað orðið merkti.

Norður Atlantshaf sem umlykur Íslands hefur aldrei borið þetta nafn og er ekki til skráð í kort s.s. landakort né sjókort.

Er vonandi að orðið heyrist ekki framar með rangri merkingu.

Reykjavík 17 maí 2024

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


Tilraundýr heilbrigðiskerfisins.

Við kynni af heilbrigðiskerfinu kemur upp sú staða að upplýst er að sjúklingar á Íslandi séu tilraunadýr fyrir erlendar lyfjaverksmiðjur.

Þrátt fyrir fjölda laga er sett hafa verið varðandi lækna og heilbrigðisþjónustu er engin lagagrein sem hefur það hlutverk að verja sjúklinga fyrir mistökum og misbeitingu lyfja.

Lyfjum er ávísað af læknum á ábyrgð sjúklinga en ekki lækna. Staðfest er að læknar fara ekki að lögum varðandi tilkynningar um eitrunaráhrif lyfja sem kallað er aukaverkanir lyfja.

Skiptinga heilbrigðiskerfisins í sjálfstæðar deildir s.s. Landlæknir, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingar Íslands, heilsugæslur o.fl. þá er það gert til þess að hver deild fyrir sig geti vísað á bug öllum kvörtunum um mistök vegna vanrækslu og sagt að þetta (kvörtun, kæran) heyri ekki undir deildina sem kvörtun er beint að.

Sjúklingum er bent á af Heilbrigðisráðuneytinu að beina kvörtun sinni til embættis Landlæknis. Það embætti svarar sjúklingum með því orðalagi að kæran sé bara ORÐ gegn ORÐI læknisins og embætti Landlæknis hafi ekki afgreitt á fimmta hundrað kærur frá sjúklingum.

Á sama tíma gerir Lyfjastofnun ekkert í því að stöðva notkun á eiturlyfi sem lækningalyfi sem þekkt er fyrir alvarlegar eitranir (aukaverkanir) sem hafa valdið mjög alvarlegum heilbrigðisskaða sjúklinga. Þekktar hættulegar og alvarlegar aukaverkanir lyfsins eru að verða 50 ára gamlar og skráðar viðvaranir er fylgja lyfinu hafa ekki verið fullkomnari en það að heimilislæknar hunsa það þegar sjúklingar kvarta við þá.

Læknar skálda upp að um sé að ræða aðra sjúkdóma en aukaverkanir lyfja því þeir forðast alla umræðu um aukaverkanir lyfja. Gengur það svo langt að læknir neitar að viðurkenna mistök sín um ranga sjúkdómsgreiningu eftir úrskurð sérfræðings og heldur áfram að skrá í sjúkraskrána bullið sitt (ranga sjúkdómsgreiningu).

Þrátt fyrir skráningu lyfjaverslunarinnar LYFJU á athugasemdum vegna lyfs þess sem hér er fjallað um að nauðsyn sé á skipulögðu reglulegu eftirliti með sjúklingum sem þetta lyf er ávísað á fara læknar ekki eftir því. Þrátt fyrir að Lyfjastofnun hafi fengið upplýsingar um hið alvarlega tilvik aukaverkana sem kostað hefur heilsu sjúklings alvarlegan skaða hefur stofnunin ekki stöðvað notkun eiturlyfsins. Má draga þá ályktun að lyfjaframleiðendur borgi undir borðið til lækna og íslensks heilbrigðiskerfis til að halda eiturlyfjum inni á markaði þrátt fyrir eitrunaráhrifin.

Íslenskir sjúklingar verða að bera heilsuskaða sinn sjálfir. Eftir heimsókn sjúklings á bráðamóttöku Landspítalans vegna illþolanlegra verkja af völdum aukaáhrifa eiturlyfsins. Var úrskurður lækna þar að ekkert væri hægt að gera. Þeir hefðu engin ráð til að bæta ástand sjúklingsins.

Er það undarlegt að læknar geti stjórnað þeim upplýsingum um lyfja afgreiðslur eftir því hve alvarleg mistök þeirra eru eins og fram er komið í þessu máli. Það að læknar geti gefið fyrirmæli til lyfjaverslana um að strika út afgreiðslur (ávísanir ) á lyf þegar þeir eru komnir í vandræði með rangar sjúkdómsgreiningar er vægt sagt undarlegt eins og komið hefur fram í þessu máli.

Skráningar í sjúkraskrá af hálfu lækna sem að málinu hafa komið hafa verið umskráðar til að sverta málstað sjúklingsins og þrátt fyrir ákvæði laga um rétt sjúklings fær hann ekki aðgang að sjúkraskrá. Af hálfu embættis Landæknis er ekki veitt aðstoð. Samkvæmt ákvæði laga nr. 55/2009 skulu allar breytingar sem gerðar eru á sjúkraskrá vera rekjanlegar.

Embætti Landlæknis hunsar óskir sjúklingsins um aðstoð við að skoða sjúkraskrá þrátt fyrir að sjúklingur hafi fengið ábendingu frá Heilbrigðisráðuneytinu um rétt sinn og að snúa sér til embættis Landlæknis. Sem dæmi um framkomu starfsmanna Landlæknis þá hefur borist skriflega frá embættinu fyrirspurn um það hvaða það væri sem óskað væri eftir. Þeta er skriflegt frá embættinu þrátt fyrir að skírt og skorinort orðalag í erindinu til embættisins sé um hvers óskað er aðstoðar við af hálfu Landlæknis.

Er þessi dularfulla ósk frá embætti Landlæknis vegna þess að allir starfsmenn embættisins eru ekki læsir á íslenska tungu og þurfa að tefja tímann með útúrsnúningum og vanvita spurningum.

Í ljósi þeirra staðreynda að embætti Landlæknis er ekki fyrir þá þegna þjóðfélagsins sem þurfa á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda.

Það að embætti Landlæknis skuli ekki rannsaka strax kvartanir sjúklings en afgreiða strax með að ORÐ sjúklings séu bara ORÐ gegn orði læknis og þar með gefa það upp að ORÐ sjúklings séu ósannindi. Svívirðilegir lög brjótar viðurkenna aldrei rangar gjörðir sínar eða mistök. Það gera óheiðarlegir læknar ekki sem staðnir eru að alvarlegum mistökum í læknisfræðinni. Bara það að læknir grípi til örþrifaráða og falsi skráningu í sjúkraskrá til að bæta málsstað sinn sýnir hve alvarleg mál geta orðið.

Lög nr. 55/2009 eru stórhættuleg fyrir sjúklinga og vekja upp drauga í huga hættulegra lækna sem stunda skottlækningar.

Samkvæmt fréttum er haft eftir heilbrigðisráðherra að ef öryggi sjúklinga sé ógnað er það skylda stjórnvalda að bregðast við slíku. Ekki hefur verið brugðist við þeirri ógn er sjúklingum stafar af ósannindaskráningum í sjúkraskrár þrátt fyrir ábendingar þar um. Þar af leiðandi er stefnt að stjórnlausri ógn gagnvart sjúklingum með ósannindaskráningum í sjúkraskrár.

Tillögur og ábendingar um breytingar á lögum nr. 55/2009 sem sendar hafa verið til ráðherra fyrir ári.

1. Læknir eða heilbrigðisstarfsmaður skal skrá strax að loknu viðtali eða skoðun á sjúklingi í sjúkraskrá. Skráning aðila í sjúkraskrá það sem haft er eftir sjúklingi skal vera sannleikur um frásögn sjúklings en ekki skáldskapur. Í sjúkraskrá skal skrá tímann þegar viðtal eða skoðun fer fram og tímann þegar skráningu er lokið.

2. Það sem skráð er í sjúkraskrá skal senda viðkomandi sjúklingi á rafrænan hátt í gegnum heilsuvera.is og eigi síðar en 24 tímum eftir að samskiptum aðila líkur. Skal hver sjúklingur hafa aðgang að sjúkraskrá sinni með aðgangi að heilsuvera.is

3. Sjúklingur eða umboðsmaður hans á rétt á að gera athugasemdir ef skráning er talin röng og skal þá skráningin leiðrétt samkvæmt athugasemd sjúklings eða umboðsmanns sjúklings. Tímalengd sem sjúklingur eða umboðsmaður hafa til að gera athugasemdir ræðst af ástandi sjúklings t.d. eftir aðgerð en skal gerð eins fljótt og kostur er og ástand sjúklings leifir.

4. Breyta skal ákvæðum laga um sjúkraskrá í þá veru að aðeins sé ein sjúkraskrá fyrir hvern sjúkling en ekki óteljandi fjöldi skráa eins og nú er.

5. Ef sjúklingur telur skráningu í sjúkraskrá ranga og gerir skriflega athugasemd skal setja athugasemdina inn í sjúkraskrá þar sem talin rangyndi eru skráð og skal hafa annan lit á letrinu t.d. rauðan ef skráin er svört.

6. Ekki skal vera möguleiki fyrir neinn skráningaraðila að breyta skráningu sem þegar hefur verið færð inn nema sem innfærslu sem viðbót og kemur þá fram sem framhald á áður skráðu efni með annarri leturgerð en grunntextinn eða öðrum lit á texta.

Er æskilegt að allar stofnanir heilbrigðiskerfisins hreinsi út hjá sér og svari erindum sjúklinga innan 96 klukkustunda frá því erindi berst ef frá eru taldir laugard. sunnud. og aðrir helgidagar.

Heilbrigðisráðherra er spurður:

1. Hvert er vald og ábyrgð heilbrigðisráðherra í svona málum?

2. Eru sjúklingar aðeins tilraunadýr heilbrigðiskerfisins?

3. Er ráðherra í skottulæknaleik?

Reykjavík 6. maí 2024

Kristján S. Guðmundsson

Fv. skipstjóri


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband