Hlýnun jarðar.

 

Fréttin á mbl.is 23-09-2018   VLJA SPORNA VIÐ BRÁÐNUN

Hvenær ættla aðilar Morgunblaðsins að færa lesendum blaðsins sannar fréttir af ástandi loftslags á jörðinni? 

Grein þessi á mbl.is er ósannindavaðall sem er í anda þess sem varað hefur verið við um rangan og ósannan fréttaflutning fjölmiðla.

Meðal-gáfaður maður veit það að flatarmál Bretlandseyja er umtalsvert minna en einn hundraðasti af flatarmáli sjávar (hafanna) á jörðinni. Þar af leiðandi þyrfti umræddur ísfláki, sem óttast er að losni frá Suðurskautslandinu, að vera langt yfir 100 metra fyrir ofan yfirborð sjávar til þess að valda eins metra hækkun yfirborðs sjávar eða sjávardýpi við bráðnun. Er þá ekki tekið með sú aukning ísmagns á Suðurskautinu sem verður á meðan Thwaites-jökulstykkið væri að bráðna, sem gæti tekið mörg ár, og yrði tilfærsla á vökva úr sjónum inn á jökulinn.

Frétt þessi er BULL og í anda þeirra sem eru verkefnalausir og bera rangar upplýsingar til fjöldans í von um að fá fjármagn til verkefna sem hafa engan annan tilgang en skaffa viðkomandi atvinnuleysingja launaða vinnu við framkvæmdir sem yrðu einskis virði.

Er kominn tími til þess að ráðandi aðilar hjá Morgunblaðinu færi lesendum þess sannar fréttir en sleppi því að birta falsfréttir eins og þessa frétt.

Spyrja má hvort ráðamenn Morgunblaðsins séu ábyrgir fyrir fréttaflutningi sem er ósannur eins og þessi frétt er?

Reykjavík 24. september 2018

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


mbl.is Vilja sporna við bráðnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband