26.11.2024 | 15:53
Afrek flóttakonunnar úr starfi Landlæknis má sjá á svari frá embættinu.
Á einu ári hefur kvörtunarmálum vegna lélegrar þjónustu heilbrigðiskerfisins og slóðaskapar Landlæknis A. M. fjölgað úr 400 málum í 500 mál. Sennilega hefur starf frúarinnar farið í kosningarundirbúning til Alþingis en ekki til þess sem hún var ráðin til að sinna, þ.e. Heilbrigðismálum landsmanna.
Ef störf hennar verða samkvæmt því komist hún til starfa á þingi er ekki glæsileg framtíð þingsins.
Um 500 skussa læknisverk eru órannsökuð hjá embætti Landlæknis og er skiljanlegt að frúin flýi starfið sem hún ræður ekki við eða var hún aðeins í þessu embætti til að hindra alla rannsókn á afglöpum eða skussaverkum í heilbrigðisþjónustu við landsmenn. Svarbréf frá embætti Landlæknis fylgir hér með.
=======================
Sæll Kristján
Því miður er um sama svar og 13.8. sl.
Kvörtunarmál þitt nr. 2211057 barst embætti landlæknis 8.11.2022. Málið er á lista yfir mál í álitsritun og þar kemur fram niðurstaða landlæknis. Í forgangi eru mál frá 2020-2021 auk fjölda annarra verkefna sem sérfræðingar á sviði eftirlits og gæða vinna á hverjum degi. Ólíklegt er að álit landlæknis í kvörtunarmáli þínu verði tilbúið fyrr en á næsta ári.
Embættið bendir á að yfir 500 kvörtunar- og athugasemdamál eru nú til úrvinnslu hjá embætti landlæknis, sjá tölfræði kvartana- og athugasemdamála. Umtalsverðar tafir eru á allri málsmeðferð vegna málafjölda og manneklu. Málsmeðferð getur tekið allt að fjögur ár eins og staðan er í dag, allt eftir umfangi mála. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi staða kann að valda.
Með góðri kveðju,
Ásdís
Ásdís Þórbjarnardóttir
Hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur
Teymistjóri á sviði eftirlits og gæða heilbrigðisþjónustu
asdis.b.thorbjarnardottir@landlaeknir.is
________________________________________
Eins og svar frá embætti Landlæknis gefur upp er ekki von til þess að heilbrigðisþjónusta verði fyrir sjúklinga næstu árin.
Störf Landlæknis hafa miðast við að hindra það að upplýsingar berist til almennings um skjalafals lækna er á ser stað í skráningu í svokallaða sjúkraskrá.
Reykjavík 26. nóvember 2024
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)