Gæluverkerfni Landlæknis

Landlækni hunsar að rannsaka kærur á hendur skottulæknum heilbrigðiskerfsins er kostað hefur alvarlega skerðingu á heilsu sjúklinga en leikur sér að tölum er varðar sjálsvíg og tengd atvik eins og eiturlyfja neyslu landsmanna.

Landlæknir hefur gaman að smjatta á því sem kallað er sjálfsvíg en hefur ekkert hugleitt hvað mörg sjálfsvíg eru framkvæmd hjá aðilum er gripa til óyndisúrræða eftir skottulæknaafglöp.

Landlækni hefði verið nær að sinna kærumálum sjúklinga og rannsaka strax kærurnar en ekki taka upp varðhundsverkefnið og verja skottulæknana með slóðaskap í starfi.

Það getur ekki verið eðlilega vinnubrögð hjá embætti Landlæknis að geyma í fjögur ár að rannsaka kærur sjúklinga vegna afglapa eða kunnáttuleysis skottulæknanna.

Landlæknir getur ekki verið að hugsa um að þjónusta heilbrigðiskerfisins sé í lagi þegar hún hunsar það að koma í veg fyrir frekari mistök í heilbrigðisþjónustunni og rannsaka kærur er embættinu berast.

Samkvæmt skriflegu svari frá embætti Landlæknis eru yfir 400 kærumál hjá ambættinu órannsökuð.

Verður það að teljast undarlegt að heilbrigðisráðuneytið geri ekkert til að starfsemi Landlæknis sé samkvæmt lögum því telja verður það ólöglegt að það taki meira en fjögur ár að afgreiða kærumál sjúklinga.

Reykjavík 9. nóvember 2024

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


Bloggfærslur 9. nóvember 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband