27.6.2024 | 10:00
Lögreglan á Íslandi.
Er Ísland orðið að fasista ríki þar sem lögreglan ræður ríkjum samkvæmt valdboði og ókurteisi við þegnana?
Ef að hringt er í lögregluna 444-1000 er svarað efir dúk og disk eins og gamalt orðtæki segir. Sá sem hringir fær ekki að vita við hvern hann talar og getur því ekki nafngreint þann sem fær þær upplýsingar sem gefnar eru af þeim sem hringir. Ef boðin sem viðkomandi íslenskur þegn gefur upp komast ekki til skila og gufa upp hjá lögreglunni er engin leið til aðfinna hvar málið hefur endað.
Ef koma þarf kæru vegna brota á lögum samkvæmt ákvæðum laga er samkvæmt heimasíðu lögreglunnar eftirfarandi texti frá heimasíðu lögreglu: Ef þú villt leggja fram kæru vegna brots er hægt að panta tíma með því að senda okkur tölvupóst í netfangið: kaerumottaka@lrh.is , með því að hringja í síma 444-1000 eða senda okkur beiðni hér: Ósk um tíma hjá kærumóttöku
Ef notuð er leiðin sem gefin er upp að hringja í 444-1000 svarar nafnlaus kvenmaður og neitar að gefa upp nafn en krefst þess að fá allar upplýsingar um hvað málið snúist. Þetta kvennsnifti kann enga mannasiði með slíkri framkomu. Það að krefjast allra upplýsinga um hvað kærumál snýst og leynast á bak við nafnleynd er vísbending um hið fasistíska stjórnarfar sem lögreglan er komin út í.
Er staðan í þjóðarbúinu er orðin slík að það séu allt glæpamenn sem búa í landinu nema þeir sem vinna hjá lögreglunni og því þurfi að beita hinum fasistísku lögregluaðgerðum gegn þegnunum. Það að fá ekki að vita nafn þess sem upplýsingar eru afhentar til og hafa þar með enga möguleika á að fylgjast með hvað verður um þær upplýsingar sem gefnar eru þá er þjóðfélagið komið í fasista og nasista stjórnarstefnu.
Því er haldið fram á tilli dögum lögreglunnar að lögreglan sé fyrir þegnana þó að í reynd sé hún orðin andstæðingur þeirra með þeirri lítilsvirðingu sem sýnd er með þeirri framkomu er þegnarnir fá með því sem hér er getið.
Þess skal getið sérstaklega að ekkert hefur heyrst frá lögreglunni þótt liðin sé vika (7dagar) frá því fyrst var óskað eftir að koma kæru að hjá lögreglunni. Hringt var miðvikudaginn 19. júní 2024.
Reykjavík 27. júní 2024
Kristján S. Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)