Heiðarleiki dómstóla.

Umræður hafa verið í fjölmiðlum varðandi heiðarleika dómstóla og eru ráðherrar komnir inn í þá umræðu.

Þykir dómsmálaráðherra illa vegið að réttarkerfinu með ummælum sem fallið hafa.

Dómsmálaráðherra ætti að skoða betur þá glæpi sem fram fara í lítilsvirtu dómskerfi.. Það mál sem leitað er til dómstóla með til úrlausnar og varðar alvarleg mistök lækna auk þess fölsun skjakla sem kallast sjúkraskrár skuli fengið í hendur starfandi dómara sem hefur það aukastarf að vera Formaður nefndar sem annast eftirlit með siðferði lækna í starfi.

Þessi dómari fékk í hendur mál er varðaði alvarleg læknamistök og skjalafals af hálfu tveggja lækna. Dómarinn notaði sér á gæpsamlegan hátt starf sitt sem dómara og vísaði máli sjúklingsins frá dómi.

M.ö.o. Dómarinn var tekinn við starfi til að verja glæpsamlegt athæfi lækna sem er skjalafals fyrir utan alvarleg mistök í starfi sem læknar.

Undirritaður hefur skrifað fjölda greina um glæpi sem framdir hafa verið af valdagráðugum dómurum. Greinar þessar haf verið birtar opinberlega í fjölmiðlum og sendar dómstólum og dómsmálaráðuneytinu og víðar.

Öll málin hafa verið þögguð niður með aðgerðarleysi af hálfu hins virðingarlausa réttarkerfis.

Eitt óheiðarlega afgreitt mál fyrir dómstólum nægir til þess að réttarkerfið er virðingarlaust.

Reykjavík 15. mars 2025

Kristján S. Guðmundsson

Kt. 2209342769


Bloggfærslur 15. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband