23.11.2012 | 16:23
Íslenskt réttarfar á liðnum áratugum
Að gefnu tilefni með vísan til ótta stjórnenda fjölmiðla í landinu við ákvæði íslenskra miðaldaákvæða hegningalaga greinar 228 til 242 er fjalla um það að segja sannleikann um framferði valdamanna í íslensku þjóðfélagi verða hér rakin nokkur tilvik um mannréttindabrot (mannorðsmorð og mannréttindaþjófnað) sem framin hafa verið af hálfu dómara við dómstóla á Íslandi. Upplýsingar þessar hafa ekki fengist birtar í fjölmiðlum.
- Mál nr. 15/1991 við Hæstarétt Íslands. Dómararnir Guðrún Erlendsdóttir, Pétur Kr. Hafstein og Guðmundur Jónsson.
Málavextir voru þeir að lagður var virðisaukaskattur á undirritaðan þvert ofan í gildandi lög í landinu þar sem ekki var um neina virðisaukaskattskylda starfsemi að ræða því undirritaður vann sem framkvæmdastjóri Rannsóknarnefndar sjóslysa og var því opinber starfsmaður. Eftir viðtal við Skattstjórann í Reykjavík þar sem leitað var skýringa á tilurð skattálagningar baðst skattstjórinn afsökunar á mistökum starfsmanna sinna og gaf skriflega viðurkenningu varðandi viðtal er undirritaður átti við hann.
Þrátt fyrir það fór tollstjóraembættið út í innheimtu á umræddri kröfu sem endaði sem fjárnám að kröfu Jóns H.B. Snorrasonar sem annaðist innheimtu fyrir Tollstjóraembættið. J.H.B. Snorrason skráði á skjal sem hann afhenti Borgarfógeta að hann hefði komið að umræddri eign á tilteknum degi og tíma sem fjárnámið var gert í og falsaði þar með skjalið því aldrei kom umræddur J.H.B. Snorrason að umræddri eign á þeim tíma.
Er upplýstist um gerræðisaðgerð J.H.B.S. og þinglýsingu fjárnámsins á grundvelli falsaðra gagna og tilbúinnar fjárkröfu var málinu áfrýjað til Hæstaréttar Íslands. Í fyrstu var af hálfu Hæstaréttar neitað að taka málið fyrir en með þrjósku og þrautseigju fékkst það tekið fyrir. Þá brá svo við að dómstóllinn fékkst ekki til að taka á málinu á grundvelli falsaðra gagna um fjárkröfu sem átt sér enga stoð í gildandi lögum í landinu. Hæstiréttur braut mannréttindi á þolanda fjárnámsins og dæmdi fjárnámið ógilt á grundvelli opinbers samfaraleyfis J.H.B.S. en hann var giftur dóttir tollstjórans í Reykjavík. Dómstóllin fékkst ekki til að taka á málinu á grundvelli ólöglegrar skattainnheimtu og falsaðra gagna sem lögð voru fram í málinu. Með úrskurði dómsins var J.H.B.S. dæmdur óhæfur til að annast innheimtuna vegna tengsla við tollstjórann en eftir stóð að fjárkrafan hélt fullu gildi sínu og var ekki dæmd ólögleg þrátt fyrir að enginn lagabókstafur væri á bak við kröfuna.
Þau stjórnsýsluvandræði er voru á vanhæfi J.H.B.S. til að annast innheimtuna kom undirrituðum ekki við en var vandamál er laut að lélegri stjórnsýslu í landinu þar sem einkavinavæðingin ræður ríkjum. Það er ekki sama hver falsar skjöl í íslensku samfélagi.
Er þetta framferði af hálfu Hæstaréttar Íslands eitt af þeim svívirðingum er embættið hefur sýnt Íslendingum og leitt hefur til þess að álit Íslendinga á Hæstarétti og íslensku réttarfari er eins lítið og fram hefur komið á undanförnum árum.
Af framansögðu var dómur Hæstaréttar brot á ákvæðum laga um að allir þegnar samfélagsins skuli vera jafnir fyrir lögum og úrskurðurinn hneyksli í íslensku réttarfari. Umræddur dómur er auðvirðileg leið réttarins til að hylma yfir ólöglegar aðgerðir (aðgerðir sem ekki eru byggðar á gildandi lögum í landinu) af hálfu starfsmanna opinberrar stofnunar.
Ofanritaður úrskurður Hæstaréttar er mannréttindaþjófnaður. Mannréttindi þolanda ólöglegrar skattaálagningar og ólöglegs fjárnáms eru ekki virt af Hæstarétti Íslands.
Afrit af hinu falsaða skjali J.H.B.S.
2. Mál nr. tvö varðar beiðni um sjópróf fyrir hönd Rannsóknarnefndar sjóslysa vegna atviks er varð um borð í togara Samherja frá Akureyri og fram átti að fara 4. janúar 1993.
Samkvæmt ákvörðun nefndarinnar á fundi var ákveðið að fara fram á framhalds sjópróf er fram færi hjá Héraðsdómi Reykjaness. Var boðað til sjóprófs eins og lög gera ráð fyrir og aðilum tilkynnt um það. Tímasetning sjóprófs var seinni part dags. Um morguninn hringdi útgerðarstjórinn og tilkynnti undirrituðum að hann skyldi vera vel undir búinn og passa sig vel á þeirri ósvífni að boða til sjóprófs vegna málsins. Skömmu eftir símtal forstjóra útgerðarinnar hringdi lögmaður útgerðarinnar Gísli B. Garðarsson og tilkynnti undirrituðum að hann skyldi vera vel undirbúinn án þess að geta frekar um hvað fælist á bak við hótun hans.
Sjóprófið hófst á tilsettum tíma hjá Héraðsdómi Reykjaness. Eftir setningarformála dómarans og taka átti til við hið umbeðna sjópróf dró lögmaðurinn upp tvö skjöl og lagði fyrir dómarann. Lýsti lögmaðurinn því yfir að undirritaður ætti í einkastríði við útgerðina og hann væri með yfirlýsingar tveggja nefndarmanna í Rannsóknarnefnd sjóslysa að ekki hefði verið fjallað um umrætt atvik í nefndinni.
Dómarinn krafði undirritaðan um skýringar á þessu varðandi yfirlýsingar nefndarmanna. Þar sem undirritaður hafði fyrirmæli um að tjá sig aldrei um lagaleg atriði í yfirheyrslum krafðist hann þess að gert yrði réttarhlé eins og fyrirmælin hljóðuðu upp á svo gefa mætti formanni nefndarinnar færi á að mæta á staðinn og taka til varna í málinu. Um var að ræða falskar yfirlýsingar umræddra nefndarmanna.
Þar sem dómarinn taldi sig hafa allt í höndum sér til að refsa undirrituðum neitaði hann að gera réttarhlé og kvað upp úrskurð um að þar sem um væri að ræða ágreining við útgerðina yrði sjóprófsbeiðninni hafnað. Dómarinn treysti sér til að kveða upp úr um að ég ætti í ágreiningi við útgerðina og hefði þar með gerst brotlegur í opinberu starfi að hefja aðgerðir í óþökk nefndarinnar. Er um að ræða gróft mannréttindabrot og mannorðsmorð af hálfu dómarans Guðmundar L. Jóhannessonar.
Hinir seku nefndarmenn sem gáfu falskar yfirlýsingar til að friðþægja útgerðarforstjórann gáfu síðan skriflegar yfirlýsingar um að fyrri yfirlýsingar þeirra, um að ekki hafi verið fjallað um umrædda málsmeðferð, þ.e. að boða til framhaldssjóprófs, hafi verið vegna misminnis.
Vegna þeirrar hneisu og skammar er leitt hefði af sér fyrir nefndina við að áfrýja málinu til Hæstaréttar neitaði formaðurinn Ragnhildur Hjaltadóttir að nokkuð yrði gert frekar í málinu. Þar sem hún hafði forræði málsins var ekki leið fyrir mig til að áfrýja málinu samkvæmt orðum lögspekinganna er leitað var til. Hver sem er getur ímyndað sér andrúmsloft í nefnd þar sem aðilar að nefnd eru reiðubúnir til að gefa falskar yfirlýsingar og bera síðan fyrir sig minnisleysi. Það voru hæg heimatökin að leita upplýsinga hjá formanninum eða skrifstofu nefndarinnar um staðreyndir í málinu auk þess sem nefndarmenn fengu alltaf afrit fundargerða eftir hvern fund og þar af leiðandi litlar líkur á að mistök hafi átt sér stað.
Fram kemur í úrskurði dómara vegna sjóprófsbeiðninnar: "að vegna ágreinings við útgerðina".
Helstu atriði málsins:
1. Lögmaðurinn (G.B.G.) sem lagði fram fölsuðu gögnin sagði að framkvæmdastjóri nefndarinnar ætti í einkastríði við útgerðina.
2. Hvern er dómarinn að ásaka um ágreining við útgerðina?
3. Er dómarinn að ásaka Ragnhildi Hjaltadóttir formann nefndarinnar um ágreining við útgerðina?
4. Er dómarinn að ásaka annan hvorn nefndarmanna um ágreining við útgerðina, sem ekki sendu falska yfirlýsingu?
5. Ekki er dómarinn að ásaka þá tvo nefndarmenn í sameiningu sem ekki gáfu fölsuðu yfirlýsingarnar. Eða hvað?
6. Dómarinn neitaði að fresta þinghaldi og gefa formanninum Ragnhildi Hjaltadóttur (núverandi ráðuneytisstjóra í Innanríkisráðuneyti) kost á að mæta í þinghaldið.
7. Dómarinn hunsaði það að fá skýringu á fundarsamþykkt vegna málsins.
8. Eftir stendur framlag undirritaðs við að fylgja fyrirmælum formannsins.
9. Dómarinn tók fölsuð gögn og úrskurðaði á grundvelli þeirra en vildi ekki heyra sannleikann.
Með vísan til 143. greinar Almennra hegningarlaga var þarna um að ræða refsivert athæfi að gefa falskar yfirlýsingar skriflega og gátu varðað allt að 4 ára fangelsi eða lengri refsingu. Sjá ennfremur 148. gr. sömu laga um aðild útgerðarmannsins og lögmannsins G.B.G. Einnig ber að huga að 155. grein sömu laga um notkun falsaðra skjala. Opinbert skjala er falsað skjal sem lagt er fram í dómi. Að auki ber að geta 236. greinar sömu laga varðandi aðdróttanir G.B.G. lögmanns, forstjóra útgerðarinnar og dómarans Guðmundar L. Jóhannessonar í garð starfs er undirritaður hafði með höndum fyrir Rannsóknarnefnd sjóslysa.
Með vísan til ofanritaðs er rétt að huga að áminningarorðum G.L.J. dómara til vitna við yfirheyrslur.
Áminningarræða hans G.L.J. er eftirfarandi:
Þú ert áminntur um sannsögli. Þér ber að skýra satt og rétt frá og skilja ekkert undan. Rangur framburður gefinn fyrir dómi vísvitandi eða af gáleysi er refsiverður og getur varðað fangelsi allt að sex árum. Hann er siðferðislega ámælisverður og getur valdið viðkomandi álitshnekki og hneisu.
Ekki fór G.L.J. eftir eigin varnaðarorðum varðandi vísvitandi eða gáleysi við þjösnaskap er hann sýndi við málsmeðferð.
Niðurstaðan er íslenskt réttarfar í raun. Mannorðsmorð og mannréttindaþjófnaður verður ævarandi fylgifiskur til vansæmdar Guðmundi L. Jóhannessyni dómara við Héraðsdóm Reykjaness.
- Mál E-8318/2007 mál Björgólfs Guðmundssonar gegn undirrituðum vegna blaðagreinar um misnotkun á lífeyrissjóði H.F. Eimskipafélags Íslands.
- Mál E-8319/2007 mál Landsbankans gegn undirrituðum vegna blaðagreinar um misnotkun á fjármagni lífeyrissjóðs.
Þar sem umrædd mál eru byggð á sama grunni verða þau tekin sem eitt í skýringum.
Vegna afstöðu dómarans í að hunsa að boða undirritaðan í þinghald þrátt fyrir ábendingar þar um var málið rekið af dómaranum á fölsuðu skjali. Dómarinn sagðist hafa boðað með bréfi en bréfið var aldrei borið út eins og lög gera ráð fyrir. Fyrir hendi er skrifleg afsökunarbeiðni frá Íslandspósti til Póst og fjarskiptastofnunar en málið var kært þangað. Þar kemur fram að vegna mistaka af hálfu póstþjóns við útburð bréfsins hafi því ekki verið komið til skila.
Málið er að Íslandspóstur var að taka í notkun búnað til rafrænnar undirskriftar við móttöku á pósti og var neitað að afhenda bréfið þar sem ekki var samþykkt að skrifa á hinn rafræna fölsunarbúnað eftir að skrifað hafði verið undir á fylgibréf er fylgdi póstinum (bréfinu). Umræddur fölsunarbúnaður er þannig að fyrirtækið Íslandspóstur getur framvísað að því sagt er löglegri undirskrift úr tölvu hvenær sem sendandi póstsins krefst þess. Með því er hægt að nota umrædda rafræna undirskrift, hvenær sem er, til að falsa hvers konar skjal sem viðkomandi hefur áhuga á. Undirritun á hverskonar skjal er því hægt að falsa löngu eftir að viðkomandi er látinn.
Málin voru því rekin af dómaranum Ásgeir Magnússon, kt. 230953-5899, til heimilis að Eiðsmýri 12, 170 Seltjarnarnesi, án þess að stefndi í málunum fengi að koma að vörnum.
Þess má geta hér að viðkomandi dómari hafði verið staðinn að því fyrr við meðferð málanna að bóka í gerðarbók dómsins ósannindi sem ekki voru annað en beinar falsanir og honum bent á það. Er bókanir voru bornar undir tvo fyrrverandi dómara við íslenska dómstóla sögðu þeir báðir, þetta er ekki fölsun en afar illa fram sett, óheppileg og mislukkuð bókun.
Bréf frá Póst og fjarskiptastofnun og fylgigögn eru sönnun fyrir þeim lögbrotum er téður dómari lét eftir sér að framkvæma í trausti þess að hann væri ósnertanlegur í starfi. Þar sem undirrituðum hefur verið neitað um afhendingu á bréfi eða afriti af umræddu bréfi, af hálfu Héraðsdóms Reykjavíkur, sem sagt var að sent hefði verið í pósti frá Héraðsdómi Reykjavíkur er engin vitneskja fyrir hendi um innihald bréfsins. Fyrir hendi er skrifleg viðurkenning frá Póst og fjarskiptastofnun í svari frá Íslandspósti um að bréf sem sent var frá embætti Héraðsdóms Reykjavíkur til undirritaðs hafi ekki verið borið út samkvæmt lögum vegna mistaka starfsmanna.
Dómarinn boðaði ekki til þinghalds eins og lög gera ráð fyrir heldur studdist við falsað skjal frá Íslandspósti til að útiloka undirritaðan frá málsvörn.
Dómarinn var staðinn að því að bóka ósannindi í gerðarbók dómsins gegn betri vitund og segir það allt um málsmeðferð hans.
Með gjörðum þessum gerðist téður dómari mannorðsmorðingi og mannréttindaþjófur sem á sér engar málsbætur.
Því má bæta við, að hugsanlegt er að hægt hefði verið að minnka tveggja milljarða tap lífeyrissjóðsins Kjalar ef málin hefðu verið rekin samkvæmt gildandi lögum á Íslandi og hægt að koma á framfæri þeim upplýsingum er fyrir hendi voru. Lán til Björgólfs Guðmundssonar frá lífeyrissjóðnum Kili án nokkurrar tryggingar er ein vísbending um þá spillingu er átti sér stað í Landsbankanum í ólöglegri meðferð Björgólfs Guðmundssonar og Landsbankans á Lífeyrissjóði H.F. Eimskipafélags Íslands.
Þegar Björgólfur Guðmundsson og félagar ákváðu að leggja H.F. Eimskipafélags Íslands niður (aflífa óskabarn þjóðarinnar), og höfðu lagt fyrirtækið niður, féll úr gildi samkomulag frá árinu 1957, um stofnun Lífeyrissjóðs H.F. Eimskipafélags Íslands, hvað varðar afskipti, Björgólfs og leppa hans, af stjórn lífeyrissjóðsins. Öll afskipti Björgólfs Guðmundssonar af lífeyrissjóðnum eftir að fyrirtækið var lagt niður fellur undir ólöglegt athæfi því hann hafði engin lögleg stjórnartök á sjóðnum samkvæmt þeim samningi er gerður var 1957. Öll afskipti leppa (aðila að stjórn lífeyrissjóðsins) Björgólfs Guðmundssonar af Lífeyrissjóði H.F. Eimskipafélags Íslands eftir að, óskabarn þjóðarinnar, H.F. Eimskipafélag Íslands, var lagt niður og afskráð af firmaskrá fellur því undir valdarán ef ekki þjófnað.
Eins og fram hefur komið við hrun bankans var æra stjórnenda Landsbankans ekki meira virði en svo að þeir voru reknir frá bankanum með skömm, vegna bankaráns samkvæmt upplýsingum í fjölmiðlum, skömmu eftir uppkvaðningu dóma í þessum málum. Asi dómarans að hindra málsvörn í málunum og koma í veg fyrir að upplýsingar um ástand í fjármálum bankans sýnir hvers konar réttarfar hefnigjarnra dómara er látið viðgangast á Íslandi.
Af framanrituðu eru ekki í gildi ákvæði stjórnarskrár Lýðveldisins Ísland um að allir skuli vera jafnir fyrir lögunum. Er augljóst að geðþóttaákvarðanir og hefndaraðgerðir af hálfu dómara í íslensku réttarkerfi er ráðandi afl við dómsuppkvaðningu.
Mannorðsmorð og mannréttindaþjófnaður eru aðalsmerki íslensks réttarfars.
Hér með eru hinum brotlegu sökudólgum sem hér eru ásakaðir um utanlagadóma, réttarmorð og mannréttindabrot gefið færi á að nýta sér ákvæði 228. greinar Almennra hegningarlaga (laga frá miðöldum) til og með 242. greinar sömu laga til málshöfðunar á hendur undirrituðum í skjóli þess að lagaleg misnotkun réttarfars á Íslandi eru lögleg samkvæmt ákvörðunum dómara sjálfra sem fá að dæma í eigin sök.
Fleiri mál um misnotkun dómara á stöðu sinni til utanlaga dóma, réttarmorða og mannréttindabrota gagnvart þegnum þessa lands fylgja eftir skamman tíma.
Kristján Guðmundsson
Rauðagerði 39
108 Reykjavík
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.