13.8.2014 | 09:36
Ritskoðun fjölmiðla
Þrátt fyrir skýr ákvæði laga um tjáningarfrelsi er viðhöfð ritskoðun hjá fjölmiðlum.
Ekki haf fengist birtar greinar er innihalda gagnrýni á réttarkerfið í landinu vegna brota stjórnvalda á mannréttindum þegnanna nema eftir geðþótta þeirra sem ráða fjölmiðlum.
Eftir margra ára baráttu fyrir því að mannréttindi séu virt í landinu með ritun greina um lögbrot af hálfu dómara og fleiri hefur lítið miðað. Þrátt fyrir að fyrirliggjandi séu skrifleg sönnunargögn um að lögbrot hafi verið framin hefur ekkert gengið því stjórnendur fjölmiðla heimila ekki birtingu.
Rannsókn á kærumálum á hendur réttarkerfinu hefur verið hafnað af því valdi sem á að aðstoða þegnana vegna lögbrota gegn kærendum. Þrátt fyrir ákvæði í lögum um lögreglu að þegnarnir eigi að beina kærum sínu til lögreglunnar sem eigi að rannsaka mál ef kærandi fer fram á það neitar lögreglan allri rannsókn.
Í bakmálsgrein umræddra laga um lögreglu er annað ákvæði er gefur lögreglunni rétt til að meta það hvort mál skuli rannsökuð og að hafna rannsókn. Þetta ákvæði gefur lögreglunni dómsvald og er fyrsta dómstig í rotnu réttarkerfi. Þetta hefur leitt til þess að lögreglan og ríkissaksóknari hafa hafnað rannsókn á málum er varða lögbrot af hálfu dómara hins íslenska réttarkerfis auk eins af æðstu mönnum lögreglunnar.
Hefur verið farið fram á það við innanríkisráðuneytið að skipuð verði nefnd óháðra aðila til að rannsaka umræddar kærur þar sem lögregla og ríkissaksóknari eru vanhæfir til að annast slíkar rannsóknir vegna tengsla. Fulltrúar innanríkisráðuneytis hafa hafnað beiðni um skipun á óháðum aðilum til að annast rannsókn málanna.
Með framferði sínu af hálfu lögreglu, Ríkissaksóknara og Innanríkisráðuneytisins eru þessir aðilar orðnir lögbrjótar hvað varðar yfirhylminga á lögbrotum. Lögbrot (yfirhylmingin og að hindra réttvísina) sem eru refsivert athæfi samkvæmt ákvæðum hegningarlaga.
Eftir að undirritaður hóf að ganrýna réttarkerfið og framferði dómara hafa margir komið fram á ritvöllin og tjáð sig um réttarfarsafglöp sem framin hafa verið af íslenskum dómstólum. Ekki óvirðulegri maður en fyrrverandi Hæstaréttardómari Jón Steinar Gunnlaugsson hefur tjáð sig um það siðleysi sem á sér stað inna réttarkerfisins.
Margir aðilar hafa tjáð sig á síðustu mánuðum um meint lögbrot af hálfu réttarkerfisins og þar á meðal stór útgerðarmaður frá Akureyri, lögmaður o.fl. Of langt mál yrði að tíunda öll þau mál sem kvartað hefur verið undan af kærendum.
Það sem vekur mesta undrun er að umræddir meintir lögbrjótar innan réttarkerfisins hafa ekki þorað að ákæra undirritaðan fyrir meiðyrði þrátt fyrir að nöfn þeirra og ákæruatriði hafi verið birt opinberlega.
Ástæða þess að þeir hafa ekki þorað að fara út í málaferli þrátt fyrir að eiga vísan stuðning sinna samstarfsaðila innan réttarkerfisins þá óttast þeir að réttarfarsleg afglöp þeirra verði á vitorði flestra þegna þessa lands eftir málarekstur.
Verður það að teljast all undarlegt að í þjóðfélagi sem talið er vera lýðræðisþjóðfélag í efsta gæðaflokki sem mannréttindaþjóðfélag jarðarinnar þá skuli ákveðinn starfshópur (dómarar o.fl.) vera undanskyldir ákvæða hegningalaga hvað varðar ábyrgð á gerðum sínum og lögbrotum.
Stétt dómara er eina stéttin í landinu sem getur framið lögbrot án þess að þurfa að standa til ábyrgðar á afglöpum sínum. Skýr ákvæði eru í gildandi lögum um að dómari skuli aðeins kveða upp dóm samkvæmt ákvæðum gildandi laga fyrir þegna landsins. Fari dómari út fyrir ramma gildandi laga er hann orðinn lögbrjótur af verstu tegund og eru Vítisenglar þjóðhetjur á móti lögbrjótum dómarastéttarinnar.
Ef dómari fer ekki að lögum er sá samfélagsþegn sem verður fyrir skaða, af völdum lögbrots dómara, réttlaus því framkvæmdavaldið sem á að annast það að farið sé að lögum stundar það að hylma yfir lögbrot dómaranna. Hvort sú yfirhylming aðilanna sé innlegg hjá dómurunum, að þeir fái mildari meðferð verði þeim á á öðrum sviðum, m.ö.o. mútur til dómaranna, verða menn að gera upp við sig.
Eitt er víst að verði ekki breyting á framferði þeirra sem hylma yfir lögbrot dómara og annarra æðstu manna ríkisins svo að réttlætið nái fram að ganga yfir alla lögbrjóta hvort sem það eru dómarar eða aðrir þá eru viðvörunarorð frúarinnar, Kristínar E. Magnúsdóttur, sem birtust á síðum Fréttablaðsins um að Breivik birtist ef ekki er um jafnræði að ræða á meðal þegnanna.
Fróðlegt væri að fá vitneskju um það hvort Innanríkisráðherra yrði sáttur við að Breivíks aðferðin yrði notuð við hús ráðuneytis hennar eða hvort hún vill friðsamlega lausn mála allra landsmanna vegna meintra lögbrota af hálfu dómara o.fl. æðstu manna samfélagsins.
Það er ekki í verkahring Innaríkisráðherra að stunda yfirhylmingar á lögbrotum æðstu manna samfélagsins. Uppreisnir almennings gegn ráðandi valdhöfum hafa í gegnum árhundruð verið afleiðingar af óréttlæti valdhafanna.
Reykjavík 12. ágúst 2014
Kristján S. Guðmundsson
fv. Skipstjóri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.