19.8.2014 | 11:49
Hið dapra réttarkerfi
Enn og aftur kemur fram hjá Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrrverandi Hæstaréttardómara að hann treystir ekki dómstólum á Íslandi. Í grein Jóns Steinars í Morgunblaðinu hinn 19. Ágúst 2014 kemur fram að:
"Að afnvel þó að við blasi að þessi ákæra þoli ekki málsmeðferð og vísa beri henni frá dómi er því miður ekki hægt að treysta því að dómstólar standi sig í því. Af hverju ætli það sé? Kannski gefst tækifæri til að víkja að því síðar."
Orð fyrrverandi Hæstaréttardómara lýsa slíkri vantrú á heiðarlegri starfsemi hins íslenska réttarkeris að eftir er tekið. Þessi ummæli Jóns Steinars og fleiri ummæli sem höfð hafa verið eftir honum eru lýsandi dæmi um það siðleysi sem á sér stað hjá stórum hluta dómarastéttarinar.
Er þar komin skýring á spurningu lögmanna við umræður um niðurstöður dómstóla :"hver var dómarinn", þegar niðurstaða dóms er ekki samkvæmt gildandi lögum að þeirra mati.
Í íslensku réttarkerfi er það talið skipta miklu máli hvaða dómari eða hvaða dómarar fá mál til úrlausnar. Kemur það skýrt fram í afgreiðslu dómara þegar þeir leggjast svo lágt að notað fölsuð skjöl til að styðjast við í úrskurðum sínum þrátt fyrir að augljóst sé að um fölsuð gögn sé að ræða.
Hin auðvirðulega afstaða innan réttarkerfisins að hindra leiðréttingu á dómsmálum þar sem skriflegar sannanir eru fyrir hendi, að dómsúrskurður sé byggður á fölsuðum gögnum, fellur undir yfirhylmingu og hindrun réttvísinnar og er þar með brot á hegningarlögum.
Það að Innanríkisráðuneytið , Ríkissaksóknari og lögreglan standi fremstir í flokki við að hylma yfir augljós réttarfarsafglöp sem fellur undir réttarfarsnauðgun, þegar notuð eru fölsuð gögn af dómara, er með slíkum ólíkindum að vandfundið er í siðuðu ríki sem telur sig vera framarlega hvað varðar heiðarlegar niðurstöður dómstóla. Íslenskt réttarkerfi er svo rotið að því má líkja við það sem viðgekkst á tímum Nasista og í Sovétríkjum auk annarra einræðisríkja.
Má alveg spyrja að því hvort dómarar þiggi mútur frá fjármálamönnum samfélagsins þegar ljóst er að vel efnaðir málsaðilar njóta góðrar þjónustu dómara þegar notuð eru fölsuð gögn sem stuðst er við í uppkvaðningu dóma og efnamennirnir hagnast á niðurstöðum.
Það er orðið auðvirðilegt þjóðfélag sem rekur þegnana út í það að taka refsivaldið í eigin hendur þegar það er látið líðast eins og viðgengist hefur að dómarar fari ekki að gildandi lögum heldur hygli auðmönnum í landinu með utanlaga dómum.
Þegar þannig er komið fyrir samfélagi manna er stutt í að Brevik-aðferðin verði notuð.
Vegna ritskoðunar hjá Morgunblaðinu verður þetta birt á BLOGGINU.
Reykjavík 19. Ágúst 2014
Kristján Guðmundsson
Fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.