Rafræn skilríki.

Stjórnvöld eru að knýja í gegn að landsmenn fái sér rafræn skilríki frá einkafyrirtæki. Það sérkennilega við tilurð þessa búnaðar er að þróun hans fór fram á kostnað fjármálaráðuneytis til margra ára. Þegar kom að því að þessi hugbúnaður færi að komast á nothæft stig hætti starfsmaðurinn hjá hinu opinbera að nafninu til og hóf sjálfstæðan rekstur með afkvæmi ráðuneytisins eða sem kostað var af ráðuneytinu.

Verður það að teljast undarlegt að aðili sem er óháður opinberum rekstri sé heimilað að stunda það að gefa landsmönnum kost á skilríki sem hið opinbera á að sjá um.

Ef af þessu siðleysi ef ekki lögbroti verður að einkaaðili annist útgáfu á skilríkjum fyrir landsmenn eins og hin rafrænu skilríki eiga að vera má spyrja hvaða öryggi er í slíkum skilríkjum. Samkvæmt upplýsingu frá tölvusérfræðingum er takmarkað öryggi í svona skilríkjum og hægt að misnota þau.

Hugsanlega verður aðal starfi réttarkerfisins í framtíðinni að skera úr um það hvort gjörðir með rafrænum skilríkjum hafi verið gerðar af viðkomandi persónu, sem skráð var fyrir skilríkjum í upphafi, eða af einhverjum öðrum sem hefur aðgang að þessum búnaði.

Að auki er rétt að geta þess að þetta einkafyrirtæki hefur boðað í smáa letri samnings að tekið verði gjald fyrir notkun skilríkja í framtíðinni. Er þar kominn nýr skattur á landsmenn sem rennur til einkaaðila en ekki til félagslegra aðgerða. Slíkir skattar hafa tilhneigingu til að hækka eftir gróðafýsn eigenda eins og gerðis með sölu símans og bankanna.

Auk framangreindra ábendinga þá er með þessum búnaði hægt að þurrka út tilvist viðkomandi persónu úr opinberu samfélagi og persónan verður ekki til sem aðili að þjóðfélaginu. Þetta er auðvelt og gefur illkvittnum mönnum tækifæri á að gera fólki illmögulegt að lifa eðlilegu lífi því það finnist ekki á skrá samfélagsins.

Þeir sem yrðu fyrir slíkri árás með þessum búnaði fengju ekki aðgang að bönkum, greiðslukortum, opinberri þjónustu s.s. læknishjálp o.fl. og öllu sem því tengist. Viðkomandi væri talinn dauður og ekkert þýddi að koma og flagga andlitinu. Hið opinbera skrifræði hefði aflífað persónuna þótt viðkomandi væri líkamlega lifandi. Með þessari aðferð sparaðist eftirlaun því ekki þarf að greiða þau eftir að viðkomandi er þurrkaður út af hinni opinberu skrá yfir landsmenn.

Verður það að teljast umhugsunarefni að ríkisvaldið skuli knýja á varðandi þessi skilríki með vísan til þess sem komið hefur fram varðandi leiðréttingu á okurlánum, sem bankaræningjarnir leiddu yfir þjóðina 2008, og að þegnarnir fái ekki leiðréttingu á okrinu nema hafa slík skilríki.

Lengi hefur verið talað um að „Sam frændi“ hafi eftirlit með okkur. Með tilkomu þessara skilríkja er kominn einn hlekkurinn í fangabúða festingarnar og eftirlitið af hálfu þess opinbera, íslenskra stjórnvalda, og auðkýfingunum til viðbótar við plastkortin eins og Kretitkort og debitkort. Næsta skref þess opinbera í eftirliti með þegnunum er að skylda alla til að hafa myndavélar í híbýlum sínum svo að eftirlitið verði fullkomið.

Kristján S. Guðmundsson fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband