4.12.2014 | 10:16
Meindýr glæpaverka 2. Hluti.
Í lögum er gert ráð fyrir að þegnar samfélagsins fari að gildandi lögum, sem löggjafarasamkoman hefur sett, í samskiptum sínum. Eru viðurlagaákvæði í lögunum ef út af er brugðið og refsivaldið á að vera í höndum stjórnvalda sem eru þjóðkjörnir.
Einn hængur er á framkvæmd mála og það er ef lögbrotið er framkvæmt af embættismanni í stétt dómara. Í lögum eru skýr ákvæði um það að dómarar skuli aðeins fara að gildandi lögum í landinu við uppkvaðningu dóma. En vandamálið hefst eftir lögbrot dómara við uppkvaðningu dóms sem ekki stenst lög, utanlagadóm. Er ekkert embætti til sem þorir að taka á augljósum lögbrotum sem framin eru af dómara.
Þrátt fyrir ákvæði í lögum um að lögbrot skuli kærð til lögreglu eða Ríkissaksóknara sem eigi að vera skylt að rannsaka málin fást mál ekki rannsökuð af tilgreindum aðilum ef kæran er beint að dómara fyrir lögbrot við notkun falsaðra gagna við styrkingu á dómsniðurstöðu.
Innanríkisráðherra og rannsóknaraðilar skjóta sér á bak við eigin mat á lögum og taka þar með í sínar hendur dómsvald sem ekki er gert ráð fyrir að sé í höndum lögreglu og Ríkissaksóknara og hylma yfir lögbrot dómara.
Dómari sem ekki fer að lögum er lögbrjótur (hann nauðgar réttarfarinu) en ekkert vald í þjóðfélaginu þorir að framfylgja ákvæðum laga um lögbrot dómara og slík mál fást ekki rannsökuð. Hefur hvarflað að manni að samtrygging ráðamanna samfélagsins sé svipuð og var í gildi fyrr á öldum þegar öll gagnrýni á stjórnendur voru afgreidd með fangelsun eða lífláti þess er vogaði sér að gagnrýna siðlaust framferði ráðamanna.
Einn dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, Sigurður T. Magnússon, datt í fúapytt lögbrota af hálfu dómara í máli er hann var settur til að úrskurða í (E-13455 / 2002).
Einn verktaki sem skipaður hafði verið af Héraðsdómi Reykjavíkur til að meta kostnað við ákveðna framkvæmd verks, verks sem talið var innan hans verkskunnáttu en honum mistókst að framkvæma matið tvívegis. Matsbeiðendum var stefnd af fyrirtækinu Garðyrkja ehf.til greiðslu fyrir ólöglegar matsgerðir Þegar stefna fyrirtækisins lá fyrir var þess krafist af matsbeiðanda að málinu yrði vísað frá dómi þar sem aldrei hefðu verið nein viðskipti við umrætt fyrirtæki Var dómaranum bent á að umrætt fyrirtæki kæmi umræddri matsbeiðni ekkert við, reikningur frá óþekktu fyrirtæki yrði ekki greiddur. Fyrirtæki hefði ekki bestu vindund eins og kveðið er á um í lögum né komið fyrir dóm sem vitni.
Var dómaranum bent á að fyrirtæki sem slíkt hefði enga dómgreind og gæti því ekki borið ábyrgð á matsgjörð. Var dómaranum bent á að ef forstjóri H.f Eimskipafélags Íslands hefði verið skipaður matsmaður hefði ekki haft neina þýðingu að senda reikning frá fyrirtækinu H.F. Eimskipafélagi Íslands fyrir verk sem forstjórinn hefði verið skipaður af Héraðsdómi til að framkvæma.
Dómarinn S.T.Magnússon brást ókvæða við og sagði að það gilti allt annað ef forstjóri Eimskip hefði verið skipaður. Ekki fékkst virðingarlaus dómari til að gera grein fyrir í hverju mismunurinn lægi. Dómari Sigurður Tómas Magnússon, án virðingar, sagði að það væri algengt að reikningar fyrir matsgjörðir væru sendir í nafni fyrirtækja sem matsmenn störfuðu hjá og væri horft fram hjá því. Dómarinn neitaði að svara spurningu um það hvort umrætt fyrirtæki hefði bestu vitund eins og kveðið er á um í lögum að matsmaður þurfi að hafa.
Það er ítrekað hér að dómarar fara út fyrir ramma laganna með þessu framferði sínu sem umræddur dómari viðurkenndi að væri gert --- og væri horft fram hjá því. Hann meinti: Þetta væri ekki samkvæmt lögum en við skikkjuklæddu dómararnir þurfum ekki að fara að lögum, það erum við sem ráðum.
Dómarinn heimilaði málarekstur án þess að farið væri að gildandi lögum heldur geðþótta ákvörðun hans.
Komst ekkert að í höfði dómarans annað en borga, borga borga. Ætlaði dómarinn að kúga matsbeiðendur til að borga, sem er brot á lögum um dómara og störf þeirra og aðeins til að sýna vald sitt.
Eftir allmarga þingfundi í dómssal þar sem aðal tuggur dómarans voru að matsbeiðandi væri skyldugur til að borga fyrir matsgjörðina áður en hún yrði lögð fram og hann krefðist þess að greiðsla yrði innt af hendi.
Hvergi í lögum um dómara er þess getið að þeir (dómarar) eigi að standa í innheimtustörfum fyrir málsaðila. Þeirra starf felst aðeins í því að úrskurða hvort umrædd aðgerð sé samkvæmt lögum eða ekki. Allt annað yfirklór er starfsvettvangur réttarfarsnauðgara. Manna sem fara ekki að lögum í starfi sínu.
Að lokum eftir margra mánaða þóf og ókurteisi af hálfu dómarans S.T.Magnússonar, sem yrði of langt mál að skrá, var matsgjörðin lögð fram.
Í dómþingi þegar matsgjörðin að lokum sá dagsins ljós varð dómaranum orðfall í þó nokkurn tíma en hélt síðan áfram með fyrri háttsemi sína og ókurteisi. Tilkynnti hann síðan um fyrirtökudag málsins eftir marga mánuði frá umræddum þingfundi.
Í dómssal þegar málið var tekið fyrir hóf lögmaður matsmannsins sinn málflutning af krafti.
Hafði þess verið krafist að matsmaður yrði kallaður fyrir til að svara spurningum varðandi matið. Að lokum var samþykkt að hann yrði sem vitni í málinu.
Strax við fyrstu fimm spurningar sem lagðar voru fyrir matsmanninn, og hann neitaði að svara þeim, varð dómaranum ljóst að matsmaður var kominn í stöðu grunaðs manns en slíkir þurfa ekki að svara spurningum. Dómarinn stöðvaði því frekari yfirheyrslu yfir matsmanninum.
Eftir málflutning lögmannsins var undirrituðum gefinn tími til andsvara. Var undirritaður með sögu málsins skráða á mörgum blöðum af A-4 stærð og hóf lesturinn. Þegar lokið var við 2 blaðsíður (um ¼ partur af því sem skráð var) stöðvað dómarinn málflutninginn og spurði hvort hann gæti ekki fengið að afrita það sem undirritaður væri með skráð.
Dómaranum var svarað að ef það væri skylda samkvæmt lögum að afhenda dómaranum það sem skráð væri yrði það gert, ef ekkert slíkt ákvæði væri í lögum fengi dómarinn ekkert.
Síðan var flutningi haldið áfram. Þegar kom að því að eiginkonan flytti sitt mál og dómaranum varð ljóst að hún myndi lesa aftur það sem undirritaður hafði lesið upp fyrir hann brást hann við á þann hátt (að sýna vald sitt) að það væri óþarfi. Jafnframt gat hann þess að eiginkonan mætti yfirgefa dómsal þótt þingfundi væri ekki lokið. Var þetta þvert á það sem hann hafði krafist á fyrri þingfundum og bókað þar, að eiginkonan yrði að vera viðstödd annars yrði um útivist að ræða. Sýnir þetta valdshroka hinna skikkjuklæddu.
Niðurstaða málsins varð sú að úrskurðað var að umrædd matsgjörð væri á engan hátt samkvæmt matsbeiðni og væri því einskis nýt í dómsmáli. Matsmaðurinn hefði eftir alvarlega áminningu frá dómara (sem skipaði hann til verksins) við afhendingu á fyrri matsgjörð vegna sama efnis hefði hann átt að vanda sig sérstaklega við matsgjörðina en hún væri ekki á neinn hátt nothæf. Matsgjörðin var ekki í neinu samræmi við matsbeiðnina.
Vorum við hjónin sýknuð af öllum kröfum matsmannsins en dómarinn gat þess sérstaklega í dómsorðum að varnaraðilar hafi ekki haft fullnægjandi gögn undir höndum í upphafi málaferla þ.e. matsgjörðina. Með því viðurkenndi dómarinn sína óbilgirni og heimsku að heimila málarekstur að tilefnislausu því það var hverjum meðal manni ljóst að matsgjörðin stæðist ekki skoðun. Virðingarlaus dómari eyddi margra mánaða vinnu aðila (meira en ár) við rekstur máls sem stóðst ekki skoðun og ástæðulaus málarekstur.
Sigurður Tómas Magnússon virðingarlaus dómari lauk sinni málsmeðferð með því að svipta málsaðila málsvarnarlaunum frá þeim sem stefndi að tilefnislausu. Samkvæmt lögum á málsaðili rétt á málsvarnarlaunum frá hendi þess sem fer halloka í málarekstri og ekki hvað síst tilefnislausum málaferlum. Ósvífni dómarans var kórónuð með yfirlýsingu hans eftir að hafa lesið upp dómsorðin, að stefndu gætu ekki áfrýjað dómnum til Hæstaréttar á grundvelli málsvarnarlauna.
Virðingarlaus dómari taldi vænlegra að fara þessa leið vegna þarfar sinnar til að refsa (hefnda) þeim sem stóðu á móti geræðis aðgerðum hans. Honum hafði verið tilkynnt að málinu yrði áfrýjað til Hæstaréttar og síðan til Æðsta-æðsta-dómstóls ef þörf krefði.
Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur er því ræningi og mannréttindaþjófur auk þess sekur skóggöngumaður, og hefur stöðu slíkra manna (skóggöngumanna) frá fyrri öldum.
Fleiri greinar um meindýr glæpaverka hins íslenska réttarkerfis (réttleysis) fylgja í kjölfarið. Ummæli Jóns Steinars Gunnlaugssonar fyrrum Hæstaréttardómara um réttarkerfið ætti að vekja þegna þessa lands til umhugsunar um mannréttindi og gildi þeirra réttinda. Ráðamenn Morgunblaðsins hafna að birta greinar frá undirrituðum svo farin er þessi leið við birtingu.
Reykjavík 3. desember 2014
Kristján Guðmundsson
Árskógum 6
109 Reykjavík
Athugasemdir
nákvæmlega allir landsmenn sitja ekki við sama borð skv. lögum hér á landi þar sem geðþóttaákvörðun dómsvalds og valdhafa vegur þyngra og nær það yfir dauða mál nr...2013 héraðsdómur Reykjavíkur í máli þar sem mannréttindadómstóll Evrópu hefur dæmt í 2 sambærilegum málum gegn ísl. ríkinu. dómsmálaráðuneyti/valdstjórnin komu í veg fyrir áfrýjun til hæstaréttar þar með er dómsvald íslands að koma í veg fyrir rétt
Elsabet Sigurðardóttir, 4.12.2014 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.