Hvað eru lög?

Spurning þessi er sett fram vegna svara sem fengist hafa frá stjórnendum hins íslenska rollu-lýðveldis. Ísland er ekki bananalýðveldi heldur rollulýðveldi.

Eftir leit að svörum við hvernig túlka beri ýmis ákvæði gildandi laga og fá svör um það að ekki sé hægt að gefa tæmandi svör við spurningum fer málið að vandast.

Eru lög til að fara á einn veg eftir þeim í daga en á annan hátt á morgun?

Ætlast er til þess að hinn almenni borgari fari eftir því sem talið er gildandi lög í landinu en þegar óskað er skýringa frá stjórnvöldum á óskýru orðalagi í lögum er fátt um svör.

Þegar svar frá ríkjandi stjórnsýslustofnunum við fyrirspurn þegnanna er svarið að það sé ekki í verkahring viðkomandi stofnunar að svara þegnunum að stofnunin veiti ekki almenna lögfræðiþjónustu. Af hálfu stofnunarinnar er bent á að leita til lögmanna til þess að fá spurningum svarað en þó sé ljóst að ekki er hægt að svara öllum spurningunum með afgerandi hætti.

Þeim er ljóst sem lifað hafa í rollulýðveldinu Íslandi að skoðanir lögfræðinga á merkingu orðanna hljóðan í gildandi lögum í landinu eru eins margar og fjöldi lögmanna er.

Því er spurt hvaða skýring er sú rétta?

M.ö.o. þá þarf hinn almenni þegn að ráða lögmann sem krefst margfaldra launa hins almenna borgar fyrir hverja klukkustund sem viðkomandi lögmaður ákveður auk þess að hafa sjálfdæmi í því að ákveða tímalengd sem hann telur sig þurfa til verksins.

Hvað eru lög ef greiða þarf stórar fjárhæðir til þess að fá að vita hvað felst í lögunum?

Að auki er það svo samkvæmt svari frá ríkisembætti að lögin séu svo óljós að ekki er hægt að svara spurningum með afgerandi hætti. Embætti þar sem starfsmenn þess embættis fara út í fjárnám hjá borgurunum á grundvelli falsaðra gagna sem lögð eru fram og þegnarnir réttlausir.

Í ljósi þessa sem hér er komið fram að samþykkt laga af Alþingismönnum, fyrir þegnana að fara eftir, er með slíkum vanköntum að vonlaust er að fara eftir þeim þar sem túlkanir á því hvað sé rétt og hvað rangt í framkvæmd eða gjörðum þegnanna viti enginn.

Því er spurt er réttarfarið í landinu í samræmi við ofangreindar upplýsingar. Svarið er:

„Já“. Lög á Íslandi eru samin sérstaklega til þess að hægt sé að teygja þau og toga til að þjóna ákveðnum valdaklíkum í landinu og er ein valdaklíkan (Mafían) notuð til þess að úrskurða (dæma) t.d. að bankarán sem framið er af innanbúðar stjórnendum sé löglegt bankarán á sama tíma sem utangarðsmaður er ákærður fyrir að stela blóðmörskepp vegna hungurs.

Valdaklíkurnar eru fleiri en ein og það gert til að villa um fyrir hinum almenna borgara. Hverjar eru svo þessar valdaklíkur: Valdaklíkurnar eru m.a. stjórnsýslustofnanir ráðuneyta, lögregla, Ríkissaksóknari, sýslumannsembættið, dómarar, lögmannastéttin og allt er þetta undir stjórn þeirra sem ráða yfir fjármagni þjóðarinnar.

Hinn almenni þegn íslensks samfélags virðist vera leikfang valdaklíkunnar því flesta skortir hugrekki til að takast á við lögleysu valdaklíkunnar.

Dómstólar eru ein valdamesta klíkan í íslenskri Mafíu með innanborðs siðblinda einstaklinga sem túlka lög og reglur, sem borgurunum eru settar til að fara eftir, að eigin geðþótta aðeins til að þóknast eigin hagsmunum og tengdra aðila.

Lög eru túlkuð á einn veg í dag þar sem það þóknast dómaranum en á morgun á annan veg þegar það þjónar dómaranum eða einhverjum vensluðum eða tengdum dómaranum.

Hér með er óskað eftir leiðbeiningum frá heiðarlegum þegn á Íslandi hvernig á að fara eftir þeim lagagreinum sem hafa óteljandi skilgreiningar en þó sé ljóst samkvæmt túlkun stjórnvalda að ekki er hægt að svara öllum spurningunum (túlkunum á lagagreinum) með afgerandi hætti.

Fjölmiðlar sem kallaðir hafa verið fimmta aflið í þjóðfélaginu eru undir járnhæl fjármagnseigenda og öll gagnrýni á hið siðspillta framferði MAFÍUNNAR fæst ekki birt á þeim vettvangi.

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband