Íslendingar aðrir en dómarar og stjórnendur landsins.

Hafa Íslendingar gert sér grein fyrir því að sumir sem taldir eru þegnar þessa samfélags eru ekki ábyrgir vegna misgjörða og ódæðisverka er þeir fremja. Er þar um að ræða dómara og aðra æðstu stjórnendur þessa lands.

Slík lögbrot eiga að rannsakast af lögreglu og Ríkissaksóknara samkvæmt lögum en þau embætti og Innanríkisráðuneytið hindra rannsókn vegna þeirrar smánar er slíkt myndi valda stjórnkerfinu ef upplýst yrði um ódæðisverkin.

Þessir „hinir ósnertanlegu“ hafa samkvæmt lögum rétt til að fremja ódæðisverk sín án þess að hinn almenni borgari hafi möguleika til að ná fram rétti sínum.

Er málum svo komið að dómarar og aðrir slíkir geta stolið eigum manna, svipt þá mannréttindum á svipaðan hátt og fógetar og aðrir valdsmenn á miðöldum gerðu með eignaupptöku, fangelsi og lífláti ef gagnrýnt var ofríki og misbeiting valds af þeirra hálfu.

Það verður að teljast undarlegt þegar löggjafarsamkundan Alþingi samþykkir lög af þeim toga sem lög um dómstóla eru.

____________________________________________________________________________________

 

LÖG : 1998 nr. 15 25. mars 32. gr.

Um refsiábyrgð dómara vegna háttsemi hans í embætti fer eftir almennum hegningarlögum og sérákvæðum annarra laga.

Verði athafnir dómara í starfi eða athafnaleysi öðrum til tjóns ber ríkið á því bótaábyrgð eftir almennum reglum. Dómari verður ekki sjálfur krafinn um bætur, en ríkinu er þó heimilt að gengnum áfellisdómi að beina að honum framkröfu, enda hafi ásetningsverk hans leitt til bótaskyldu.

Við rekstur mála samkvæmt framangreindu skal fara eftir almennum reglum.

_____________________________________________________________________________________

Af þessu er ljóst að það eru ekki dómarar sem eru ábyrgir vegna siðblindu og ódæðisverka þeirra við uppkvaðningu dóma heldur er það ríkið, þ.e. hinir almennu þegnar landsins, sem eru ábyrgir vegna greiðslu skaðabóta sem af ódæði dómara gæti hlotist. Það sem kórónar ósvífnina í lögunum er að dómarar skulu skera úr um sekt viðkomandi. M.ö.o. það er sjálfdæmi í slíkum málum.

Þeir sem láta sér koma það til hugar að dómari í máli gegn öðrum dómara muni fara að lögum frekar en siðblindur samstarfsaðili hans, sem er á sakamannabekk vegna misbeitingar dómsvaldsins, eru í stöðu almúgamanna á dögum alræðisvalds kirkjunnar.

Það er siðblinda þegar dómari fer ekki að gildandi lögum.

Það er ódæðisverk af hálfu framkvæmdaaðila, dómara, að misnota valdastöðu sína og valda öðrum tjóni með aðgerðum sem eru brot á gildandi lögum í landinu.

Er ljóst af þessum lögum að ætlast er til að þeir sem komast í stöðu dómara séu fyrir utan lög og rétt hvað varðar framkvæmd sinna ódæðisverka. M.ö.o. þeir eru ósnertanlegir gagnvart því að framfylgja ólögum og utanlagadómum sínum í landinu. Þeirra ódæðisverk (dómara) eru lögleg ódæðisverk þar sem enginn dómari kemur til með að áfellast starfsfélaga sinn í stöðu dómara fyrir ódæðisverk.

Í samræmi við þetta eru alþingismenn ekki ábyrgir fyrir mistökum eða ásetningsbrotum við setningu laga og því tjóni er slík lagasetning veldur samfélaginu. Af framanrituðu er siðblinda aðalsmerki þeirra sem stjórna landinu, löggjafarvaldi, dómsvaldi og framkvæmdavaldi og þegnarnir réttlausir. Hin svokölluðu mannréttindi þegnanna samkvæmt lögum eru minna virði en verðgildi þess bleks sem fer í að prenta ákvæði laga um mannréttindi.

Það verður að teljast undarlegt að á tuttugustu og fyrstu öld sé enn þá við lýði yfirgangur og siðblinda af hálfu þeirra sem falið er að stjórna samfélagi manna eins og á sér stað á Íslandi.

Veldi þúsund ára ríkis Nazista og ríki fasista á Ítalíu auk ríkis kommúnista í USSR hrundu öll vegna mannréttindabrota og ódæðisverka stjórnenda landanna, það er tímaspursmál hvenær Fasistaríkið Ísland hrynur vegna ódæðisverka stjórnenda landsins.

Þrátt fyrir ákvæði laga um að úrlausn máls fari eingöngu eftir lögum eru lögin meðhöndluð samkvæmt geðþóttaákvörðunum dómara án möguleika þeirra til leiðréttinga er dómari veldur tjóni með utanlaga afgreiðslu máls.

24. gr.laga.

Dómarar eru sjálfstæðir í dómstörfum og leysa þau af hendi á eigin ábyrgð. Við úrlausn máls fara þeir eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra. Dómsathöfn verður ekki endurskoðuð af öðrum nema með málskoti til æðra dóms.

Eins og ákvæði lagagreinar er orðað gefur það dómara enga leið út fyrir orðanna hljóðan í lögunum til geðþótta ákvörðunar vegna hatursfullrar hefnigirni í garð málsaðila.

Eins og greinin er orðuð á málsaðili enga leið til leiðréttingar á utanlagadómi sem kveðinn er upp í Hæstarétti. Til er dómstóll sem staðsettur er á meginlandi Evrópu svokallaður Mannréttindadómstóll. Þótt sá dómstóll hafi rassskellt íslensk stjórnvöld (dómsvald) nokkrum sinnum þá kemst sá dómstóll ekki yfir nem um 5% af öllu þeim málum er beint er til hans og er það eins og að spila í rússneskri rúllettu að leita þangað.

Skúringadeildir hins íslenska réttleysiskerfis eru þrjár. Þær eru dómstólaráð, nefnd um dómarastörf og endurupptökunefnd. Þessar þrjár stofnanir hafa það hlutverk að hvítþvo utanlagadómara sem kalla má ódæðismenn. Þrátt fyrir allítarlega leit að máli, sem þessar skúringadeildir hafa fengið til umfjöllunar vegna kærumála á hendur dómurum, finnst ekkert mál þar sem dómari hefur ekki verið hvítskúraður af skúringadeildunum. Þetta gerist þrátt fyrir að skriflegar sannanir séu fyrir hendi varðandi gróf lögbrot af hálfu dómara.

Erum við komin þar á það stig er ríkti á fyrri öldum þegar veraldlegir valdsmenn og kirkjunnar höfðingjar níddust á landslýð að eigin geðþótta allt í eigin hagnaðarskyni.

Ásakanir á hendur dómara sem kæmist inn í réttarsal yrði á grundvelli sjálfdæmis þar sem enginn dómari legði í það að úrskurða að um lögbrot dómara væri að ræða og eiga á hættu ofsóknir og einelti af hálfu samdómara sinna. Hefnigirni dómara sem Jón Steinar Gunnlaugsson lýsir í skrifum sínum er sönnun þess hvernig ástandið er í dómsmálum. Svínin (dómararnir) úr sögu Orwells, Animalfarm, eru ljóslifandi í íslensku réttarfari.

Á meðan ekki er komið á nokkurs konar kviðdómi, þar sem löglærðir aðilar yrðu ekki á meðal þeirra, sem fjallaði um kærumál á hendur dómurum fyrir mannréttinda þjófnað og önnur ódæðisverk við uppkvaðningu utanlagadóma, verður ekkert gert til að stemma stigu við því glæpsamlega athæfi er viðgengst innan réttarkerfis á Íslandi.

Hvort dómurum tækist að múta slíkum hópi mann til að horfa fram hjá lögbrotum þeirra er spurning sem erfitt er að svara.

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband