22.3.2015 | 15:30
Meindýr glæpaverka 10. hluti.
Hverjir eru lögbrjótar?
Eru allir þegnar landsins skyldugir til að fara að gildandi lögum landsins varðandi samskipti við aðra þegna landsins?
Eru einhverjir þegnar landsins undanþegnir þeirri meginreglu að fara eftir gildandi lögum í landinu?
Byssuhugrekkið er eignað lögbrjótum sem nota byssur til að ógna samfélags þegnum sínum til að hlíða fyrirmælum þeirra sem lifa á byssuhugrekki.
Einn er sá hópur manna sem öðlast hugrekki í gegnum stöðu sína við störf í æðstu stöðum samfélagsins (hinir skikkjuklæddu dómarar) . Þessir menn komast upp með að fremja sín ódæðisverk, í skjóli þess ótta er þessir menn valda þegnum samfélagsins með misgjörðum sínum, í krafti stöðu sinnar.
Þessi hópur manna er arftakar valdníðinga fyrri alda er gátu fangelsað, pyntað og aflífað samborgara sína fyrir það að gagnrýna framferði valdastéttarinnar. Hér er átt við hluta af þeim sem hafa fengið titilinn dómari.
Ekki er það svo að allir þeir sem bera titilinn dómari misbeiti valdi sínu í skjóli þess ótta sem embættið veitir. Sem betur fer eru til undantekningar og þeir finnast sem ekki hefur verið sannað á að hafa misbeitt valdi sínu.
Þeir eru þó allt of margir meðan einn finnst sem misbeitir valdi sínu samborgurum sínum til tjóns.
Þessir tjónvaldar sem lifa á hugrekki misbeitingar valds eru mannleysur þegar svipt er af þeim hempunni og vesalmennið kemur í ljós.
Mörg undanfarin ár hefur verið kært framferði nafngreindra aðila innan dómarastéttarinnar án þess að stjórnendur landsins hafi fengist til að rannsaka hin meintu lögbrot.
Dómarar eiga samkvæmt gildandi lögum í landinu að fara eftir þeim lögum eins og aðrir þegnar samfélagsins en vegna þess ótta er skikkjan veldur öðrum þegnum landsins hafa þeir ekki enn þá verið stöðvaðir í sínum ódæðisverkum.
Óttinn og ástandið er svo slæmt í samfélaginu að þeir sem bera titilinn lögmaður (lögmenn) eru svo óttaslegnir eða huglausir að enginn þeirra treystir sér til að fara sem lögmenn fyrir málarekstri í dómskerfinu gegn dómara.
Tveir úr hópi margra lögmanna sem leitað hefur verið til höfðu kjark til að tala hreint út í trausti þagmælsku um hverjir þeir væru. Sögðu báðir að ef þeir tækju að sér mál gegn dómara vegna misgjörða hans gætu þeir hætt sem lögmenn. Eftir slík málaferli kæmu þeir (lögmennirnir) aldrei máli í gegnum dómskerfið með jákvæðri niðurstöðu fyrir umbjóðendur sína vegna hefndaraðgerða af hálfu dómara og þeir væru samhentir í slíkum gjörðum. Er þar skýlaus sönnun fyrir ummælum fyrrverandi Hæstaréttardómara, Jóns Steinars Gunnlaugssonar varðandi hefnigirni af hálfu dómara ef ekki er tekið þegjandi og hljóðalaust við misgjörðum þeirra.
Spyrja má hvort þegnar Íslands séu skyldugir til að taka þegjandi við ódæðisverkum sem framin eru af manni (persónu) sem ber titilinn dómari. Ástandið er slíkt að þau embætti sem þegnarnir eiga að snúa sér til með kærumál er varða lögbrot dómara og annarra æðstu manna samfélagsins, lögreglan og Ríkissaksóknari, hunsa (neita) að taka til rannsóknar slík mál ((er varða lögbrot dómara og annarra æðri embættismanna ríkisins)).
Hvert eiga þegnar samfélagsins að snúa sér með kærur um lögbrot framin af dómara þegar framkvæmdavaldið neitar að sinna lagaskyldum sínum?
Því má spyrja eru þessir aðilar (dómarar og aðrir æðri stjórnendur landsins) friðhelgir og fyrir utan lög og rétt, sem gildir í landinu fyrir aðra þegna þess, eða eru þessi embætti (rannsóknaraðilar), lögregla og Ríkissaksóknari (stjórnendur þeirra) að hylma yfir lögbrot þessara aðila og slík mál (niðurstöður rannsókna) megi ekki koma fyrir sjónir almennings?
Það hefur vakið undrun margra, er fylgst hafa með málum, að hinir nafngreindu lögbrjótar skuli ekki hafa stefnt mér fyrir ærumeiðingar. Hefur þeim verið sagt að ekki sé hægt að meiða æru ærulausra manna.
Hefur þetta aðgerðarleysi, þeirra sem bornir eru sökum, gefið hinum undrandi mönnum tilefni til að komast að þeirri niðurstöðu að allar ásakanir sem fram hafa komið eigi við rök að styðjast og það sé skortur á æru.
Undirritaður hefur ekki undrast hugleysi þeirra lögbrjóta sem nafngreindir hafa verið því það er með þá eins og aðra lögbrjóta að hugrekkið þrýtur þegar þeir verða fyrir mótspyrnu og einhver þorir að standa í hárinu á þeim. Sannast það sem sagt hefur verið að lögbrjótar eru innst inni hugleysingjar og mannleysur sem brotna niður við minnsta mótlæti.
Er þá komið að löggjafarsamkomunni og framkvæmdavaldinu að skera úr um það hvort allir þegnar landsins séu settir undir sömu lög eða hvort sumir séu jafnari en aðrir samanber svínin í frægri sögu.
Mörg óhæfuverkin hafa verið unnin vegna valdníðslu æðstu manna ríkis samkvæmt mannkynssögunni. Því má spyrja hvort nauðsynlegt sé að grípa til þeirra ráða að aflífa eitt af meindýrunum til þess að stjórnendur landsins vakni til lífsins og setji alla þegna landsins undir sömu lög en hafi ekki svín (dómara) jafnari en aðra þegna landsins?
Einn gárunginn sagði að mannleysurnar væru að bíða eftir því að ég sigldi inn í hin eilífu veiðilönd og reyndu þeir allt til að þegja í hel smánina sem yfir þeim hvíldi.
Því er best svarað að enginn friður verður, á meðan ég tóri, fyrr en málin verða leiðrétt. Refsing til handa lögbrjótunum er í höndum framkvæmdavaldsins og verður svo ef lausn finnst. Ef enga lausn er að finna af hálfu stjórnvalda er refsivaldið í höndum þeirra er hafa orðið fyrir ódæðisverkum hinna ákærðu.
Lögbrot vegna mistaka er hægt að fyrirgefa en ódæðisverk framin af ásetningi verða vart fyrirgefin og fyrnast aldrei. Það er ódæðisverk að misnota aðstöðu sína (sbr. dómarar) til að valda öðrum þegnum landsins tjóni af ásetningi.
Reykjavík 21. mars 2015
Kristján S. Guðmundsson
Árskógum 6 12-2
109 Reykjavík.
Athugasemdir
Kristján. Takk kærlega fyrir góðan pistil.
Það verður að taka á þessu embættisspillingar-kýli Íslands.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.3.2015 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.