Meindýr glæðaverka 12. kafli.

Siðblinda og lögleysa í íslensku réttarfari!

Saga máls Hæstaréttar nr. 15/1991 er þverskurður af siðblindu hins íslenska réttarkerfis.

Málið varðaði álagningu virðisaukaskatts án nokkurrar lagastoðar.

Verið var að skipta söluskatti yfir í virðisaukaskatt.

Samkvæmt óstaðfestri ábendingu eins af starfsmönnum hins opinbera var nafni mínu lætt inn á skrá yfir virðisaukaskattsgreiðendur í refsingarskyni fyrir afskipti mín af tilraun til innflutnings á hassi með skipi er ég var skipstjóri á á áttunda áratug síðustu aldar. Sannleiksgildi þessara frásagnar er aukaatriði því aldrei fékkst skýring á tilvist nafns míns á þeirri skrá frá hinum opinberu stofnunum (Skattstofunni, Tollstjóraembættinu).

Eftir tilkynningu frá Skattstofunni um álagningu á virðisaukaskatti var haft samband við skattstjórann í Reykjavík og óskað eftir skýringum á umræddri skattaálagningu og samkvæmt hvaða lögum þessi álagning væri. Eftir athugun skattstjórans og viðtal við undirmenn sína bað hann (skattstjórinn) margsinnis afsökunar á mistökum er orðið höfðu og gaf skriflega viðurkenningu á að komið hefði verið á skrifstofuna og málið afgreitt.

Þrátt fyrir þessa afgreiðslu skattstjórans fór embætti tollstjórans út í innheimtuaðgerðir er leiddu til fjárnámsaðgerða án viðvörunar af hálfu tollstjóraembættis.

Eftir að upplýst var um meint fjárnám var af hálfu aðalfulltrúa Borgarfógetans í Reykjavík (S. S.) ráðlagt að áfrýja málinu til Hæstaréttar til að fá málinu hnekkt þar og væri það eina útgönguleiðin.

Var málinu áfrýjað til Hæstaréttar 9. janúar 1991 með aðstoð lögmanns. Krafan var að hnekkt yrði ólöglegri álagningu á virðisaukaskatti, ólöglegri innheimtu ólöglegs skatts og ólöglegt fjárnám.

Tvívegis kom lögmaðurinn og upplýsti að Hæstiréttur hefði neitað að taka málið fyrir. Þetta væri ekkert mál, var afsökun Hæstaréttardómara.

Var þess krafist að lögmaðurinn gerði þriðju tilraun og kæmi þessu máli í gegn um Hæstarétt og skattaálagningu og fjárnáminu yrði hnekkt.

Þá brá svo við að málið var tækt til afgreiðslu dómsins. Niðurstöður dómsins lágu fyrir 2. október 1992.

Höfðu hinir siðblindu dómarar Hæstaréttar fundið hjáleið til að klóra yfir mistökin (eða ásetningsbrot þeirra) sem orðið höfðu og jafnframt yfirhylming á lögleysunni. Niðurstaðan var að nota kynlíf innheimtustjórans fyrir Tollstjóraembættið sem neyðarútgang. Varð niðurstaða dómsins að vegna opinbers samfaraleyfis innheimtustjórans hafi hann verið vanhæfur til að annast innheimtustarfið fyrir tengdaföður sinn, en hann var giftur dóttir tollstjórans í Reykjavík.

Hinir siðblindu réttarfarsnauðgarar Hæstaréttar töldu ekki ástæðu til þess að setja ofan í við stjórnendur embættanna tveggja Skattstofunnar og Tollstjóraembættisins fyrir lögleysuna heldur var notast við kynlíf Jóns H.B. Snorrasonar innheimtustjóra sem neyðarútgang og leikfang.

Því má spyrja:

1. Hvernig ætluðu hinir siðblindu dómarar Hæstaréttar Pétur Hafstein, Guðrún Erlendsdóttir og Guðmundur Jónsson að klóra sig út úr þessu vandamáli, er varðar löglausar aðgerðir af hálfu dómaranna, ef Jón H.B. Snorrason hefði haft opinbert samfaraleyfi við einhverja aðra konu en dóttir tollstjórans?

2. Hvað lá til grundvallar framferðis dómara Hæstaréttar að neita (hunsa) afgreiðslu tvívegis á áfrýjun málsins þar til þeir fundu kynlífslausnina?

3. Hvað var til fyrirstöðu hjá Hæstarétti að úrskurða að um ólögmæta álagningu virðisaukaskatts og ólöglegt fjárnám hafi verið að ræða, eins og krafan var um af hálfu fjárnámsþolanda og málið þar með út úr heiminum?

Ennfremur er rétt að spyrja dómara Hæstaréttar sem eru án virðingar: Hvort þolendur fjárnámsins hafi skuldað þann skatt sem málið snýst um og hvort álagning skattsins hafi verið lögleg aðgerð þar sem eftir úrskurð Hæstaréttar var Tollstjóranum heimilt að halda áfram innheimtuaðgerðum með nýjum innheimtustjóra sem ekki var vanhæfur vegna tengsla við tollstjórann?

Það ber sérstaklega að athuga að krafa þolanda fjárnámsins var að ólögleg álagning skatts og ólöglegt fjárnám yrði úraskurðað ólöglegt athæfi af hálfu ríkisstofnana svo og fjárnámsaðgerð Borgarfógeta.

Þolanda fjárnámsins kom ekkert við kynlíf Jóns H.B. Snorrasonar. Kynlíf Jóns var hans einkamál, hvað varðar þolanda fjárnámsins, þótt það yrði að leikfangi í óskiljanlegri niðurstöðu Hæstaréttardómaranna. Ef eitthvað var ólöglegt við kynlíf Jóns var það í valdi framkvæmdavaldsins að annast þann þátt án afskipta þolanda fjárnámsins.

Mál þetta sýnir framferði og ólöglegar aðgerðir sem einkenna íslenska dómstóla, Hæstarétt og Héraðsdóm. Það er að lögbrot af hálfu hins opinbera er löglegt lögbrot.

Rétt þykir að það komi skýrt fram að úrskurður Borgarfógeta í Reykjavík, núverandi sýslumaður, um fjárnám hefur sama gildi og dómur sem fellur í héraðsdómi. Það hefur aldrei þótt ásættanlegt að vera dæmdur til refsingar saklaus eins og í þessu fjárnámi. Því er svívirðing dómara Hæstaréttar með vanhæfisdómi í þessu máli óásættanleg og skal leiðréttast með góðu eða illu (óafturkræfu ofbeldi).

Niðurstaða dómsins um vanhæfi innheimtustjórans er dæmigerð niðurstaða dómara þar sem vanhæfið þjónar þeim sem hefur slæman málstað (slæma samvisku) að verja eins og í þessu máli með Tollstjóraembættið og Skattstofuna.Vanhæfi getur aðeins átt rétt á sér þegar það (vanhæfið) getur, eða hefur gert, að halla réttu máli. Í þessu máli þjónaði siðblinda dómaranna þeim sem brutu lög. Ef sá vanhæfi er lögbrjótur er úrskurður dómara um vanhæfi óskiljanlegur eins og í því tilfelli sem hér um ræðir.

Rétt þykir að fram komi að áritun á skjal það sem lagt var fyrir Borgarfógetann í Reykjavík vegna fjárnámsins var ekki sannleikanum samkvæmt, m.ö.o. má kalla það falsað skjal. Þennan þátt vildi Hæstiréttur hylma yfir því það er ekki sama hver skráir ósannindi þegar kemur að úrskurði dómara.

Þeir dómarar sem hér eru nafngreindir eru siðblindir, ærulausir réttarfarsnauðgarar og hafa í þessu máli ekki farið að gildandi lögum (í gildi 1990-1991) um störf dómara samkvæmt sambærilegu ákvæði 24. greinar laga nr. 15/1998 um að : Við úrlausn máls fara þeir ((dómarar –innskot greinarhöfundar)) eingöngu eftir lögum og lúta þar aldrei boðvaldi annarra.

Var farið að lögum af hálfu siðblindra dómara með vísan til dómsorða í máli nr. 15/1991 að draga saklausa manneskju (dóttir tollstjórans) inn í lögbrot sem aðrir höfðu framið viljandi eða óviljandi?

Fá dómarar aukagreiðslur fyrir að dæma ríkisstofnunum í hag í dómsmálum?

Af hálfu dómstólsins (dómaranna) var megin krafa áfrýjanda málsins ekki tekin til greina, um að hnekkja ólöglegum aðgerðum af hálfu tveggja stofnana, heldur var hugarfóstur dómaranna um kynlíf innheimtustjórans notað sem átylla (leikfang) við úrskurðinn.

Hvernig er hægt að sætta sig við það að dómarar við íslenska dómstóla komi óorði á íslenskt réttarfar með siðblindu og utanlagadómum auk þess að draga saklausar manneskjur inn í dómsúrskurði án nokkurs tilefnis. Það voru siðblindir dómarar sem blönduðu dóttir tollstjórans inn í dómsmál án nokkurs tilefnis og konan hafði ekkert unnið sér til óhelgis nema að vera dóttir föður síns.

Siðleysi ríkisvaldsins, ríkisstjórnar, dómara og Alþingis, í þessu máli er að hafa hunsað í mörg ár óskir um friðsamlega lausn á málinu, og mörgum öðrum sambærilegum málum um utanlaga afgreiðslur dómsmála. þetta er því opinberun á því stjórnleysi og siðleysi er ríkir í landinu þar sem dómarar ganga sjálfala í sínum ódæðisverkum.

Niðurstaða í þessu máli er sönnun fyrir þeim leikaraskap sem á sér stað í réttarsölum á Íslandi og kallast „Rússnesk rúlletta“.

Þess ber að geta að úrskurði í dómsmáli verður samkvæmt lögum landsins aðeins áfrýjað til æðra dómsstigs til að fá röngum úrskurði hnekkt.

Hvert á að áfrýja svívirðilegri afgreiðslu Hæstaréttar Íslands í umræddu máli og sambærilegum málum? Afgreiðslu dómstóls (Hæstaréttar) sem er ljótt brot á gildandi lögum um að allir þegnar ríkisins séu jafn réttháir fyrir gildandi lögum. Friðhelgi dómara varðandi lögbrot þeirra, vísvitandi eða af gáleysi, samkvæmt 32. grein laga um dómara er svívirðileg afgreiðsla Alþingis á ákvæðum laga um að allir þegnar skuli vera jafnir gagnvart gildandi lögum í landinu.

Það er illskiljanlegt að dómarar getið stundað óhæfuverk (vísvitandi lögbrot) sín áratugum saman í skjóli löggjafarsamkundunnar sem kölluð er Alþingi. Hafa dómarar leyfi Alþingis til að haga sér eins og úlfapakk innan um vopnlausa þegna landsins?

Eru sumir þegnar landsins jafnari en aðrir fyrir lögunum eins og svínin í frægri sögu?

Rétt þykir að spyrja:

Hvað eru margi dómar kveðnir upp á Íslandi á hverju ári þar sem siðblindan ræður ríkjum eins og í þessu máli og öðrum málum sem kært hefur verið út af en ekki gildandi lagabókstafur?

Er hægt að ætlast til þess að þegnar landsins virði landslög þegar Hæstaréttardómarar virða hvorki gildandi lög í landinu né stjórnarskrá. (framhald seinna).

Reykjavík 23. mars 2015.

Kristján S. Guðmundsson

Árskógum 6 12-2

109 Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband