Meindýr glæpaverka nr. 14.

Þetta mál nr. M-51/2001 er skýrt dæmi um hefnigirni og samtakamátt dómara.

Matsbeiðni var fengin dómara Jóni Finnbjörnssyni, Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fjórum árum áður hafði umræddur Jón misfarið með vald sitt varðandi sjópróf. Eftir sjóprófið var formanninum gefins skýrsla um ganga mála. Eftir að hafa fengið skýringar á gangi máls og alvarleg mistök dómarans við sjóprófið pantaði formaðurinn viðtalstíma hjá dómaranum.

Þegar kom að fundartíma með dómaranum var ég boðaður á fund með formanninum og sagt að fylgja henni á fund með dómaranum. Á fundi þessum var formaðurinn ekkert að hlífa dómaranum fyrir réttarfarsafglöp við umrætt sjópróf og skammað dómarann eins og óþekkan skólakraka fyrir misnotkun á valdi dómara. Henni fórst vel að skýra þau mistök sem gerð höfðu verið.

Nokkrum vikum seinna fór fram annað sjópróf hjá Héraðsdómi Reykjavíkur vegna skipstapa. Í réttarsal voru fjöldi lögfræðinga og fleiri. Er undirritaður var að spyrja vitnin var Jón Finnbjörnsson með margs konar aðdróttanir og ósæmilega framkomu gagnvart mér þar til fulltrúi Ríkissaksóknara, Ólafur, stóð upp og sagðist fyrir hönd embættis Ríkissaksóknar krefjast bókunar á mótmælum fyrir hönd embættisins á framferði dómarans í garð fulltrúa Rannsóknarnefndar sjóslysa.

Jón Finnbjörnsson skipaði matsmann í júlímánuði 2001 án þess að fylgt væri ákvæði laganna um skipan matsmanns þar sem stendur: „Í dómkvaðningu skal bókuð í þingbók. Í henni skal greina skýrt hvað skuli metið, hvenær mati skuli lokið og hverjum eigi að gefa kost á að gæta hagsmuna sinna við framkvæmd þess“.

Dómarinn sá ekki sóma sinn í að fara að lögum því ekkert var bókað um hvenær mati skyldi lokið og dróst í tæpa fjóra mánuði að ljúka verkinu.

Matsmaður sem skipaður var skilaði matsgjörð síðustu daga október mánaðar 2001.

Lögmanninum var strax sagt að matsgjörðin væri einskis virði og hann beðinn um að fá staðfestingu dómarans á gildi matsgjörðar og ákvarða þóknun fyrir matið samkvæmt 66. gr. laga nr. 91/1991.

Þegar umslagið var opnað og matsgjörðin yfirfarin kom í ljós að hún var ekki á nokkurn hátt í samræmi við matsbeiðnina. Var matsgjörðin hugarórar matsmannsins um fagurfræði garðyrkju.

Var strax lögð fram beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um skipun á nýjum matsmanni samkvæmt ákvæðis í 61. grein laga nr. 91/1991 liður 6.

Var beiðnin send dómaranum sem skipaði matsmanninn en þá brá svo við að sá dómari, Jón Finnbjörnsson, sagði sig frá málinu án skýringa og nýr dómari Eggert Óskarsson fékk málið.

  

File0014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir tvo þingfundi varðandi matsmálið tilkynnti dómarinn Eggert Óskarsson að niðurstöður yrðu tilbúnar í 51 viku ársins 2001 þ.e. fyrir jól. Haft var samband við Héraðsdóm í síma síðustu daga fyrir jól svo og milli jóla og nýárs en án árangurs. Haft var símasamband við afgreiðsluna á nokkurra daga fresti eftir áramót og fram eftir mánuði án þess að svar fengist. Í lok mánaðarins var gengið hart á lögmanninn og krafist svars varðandi skipan á nýjum matsmanni. Lögmaðurinn upplýsti þá að hann hefði fengið upplýsingar daginn áður. Úrskurður hefði verið kveðinn upp 10. janúar án þess að neinn hefði verið boðaður á þingfund. Var krafist áfrýjunar til Hæstaréttar en lögmaðurinn sagði það ekki hægt og varð því ekki breytt

Þrátt fyrir ítrekaðar bréfaskriftir til Héraðsdóms Reykjavíkur og krafist skriflegrar sönnunar fyrir boðun málsaðila til þinghaldsins hinn 10. janúar 2002 auk fjölda símtala til að reka á eftir svari við skriflegum fyrirspurnum hafa engin gögn fengist frá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Niðurstaðan í matsmálinu var að matsgjörðin væri í engu samræmi við matsbeiðni og væri einskis nýt. Þrátt fyrir kröfu matsbeiðenda og skýrt ákvæði í 61. grein laga nr. 91/1991 lið 6 um að dómari skipi nýjan matsmann ef matsmaður vanrækir starf sitt og matsbeiðendur krefjist þess, þá endurskipaði dómarinn matsmanninn til að ljúka matsgjörðinni að frásögn dómarans.

Þetta framferði dómarans er skýlaust brot á gildandi lögum því dómarinn viðurkennir í bréfi til Nefndar um dómarastörf að matsmaðurinn hafi vanrækt starf sitt. Auk þess að hafa vanrækt starf sitt ritaði matsmaðurinn allt sérstakt símbréf til lögmannsins S.G. hinn 15. nóvember 2001 sem gerði hann óhæfan til að annast umrætt mat. (sjá meðfylgjandi myndrit).

Af framanrituðu var umræddur matsmaður vanhæfur og óhæfur til að sinna umræddri matsgerð og var dómaranum þetta ljóst. Vegna hinna annarlegu hagsmuna dómarans, refsi og hefndarhagur, var matsmaður endurskipaður þótt dómarinn riti í bréf sitt til „Nefndar um dómarastörf“ að ekki hafi verið um endurskipun að ræða.

Það sem vekur enn meiri undrun á framferði Eggerts Óskarssonar er umsögn dómsstjóra,Héraðsdóms Reykjavíkur Helga Jónssonar, um málið í bréfi er liggur fyrir að máli M-51 2001 hafi lokið við framlagningu matsgjörðar í lok október 2001. Sú matsgjörð var einskisvirði og framferði dómarans Eggerts Óskarssonar því siðblind hefndaraðgerð, mannréttindaþjófnaður og réttarfarsnauðgun.

Í framhaldi af því var krafist þess að dómari úrskurðaði um gildi matsgjörðar og ákvarðaði þóknun til matsmanns þegar seinni matsgjörðin var lögð fram. Í dómþingi í maí 2002 er úrskurða átti gildi matsgjörðar samkvæmt 66. grein laga nr. 91/1991 gaf dómari lögmanninum svar um að matsgjörð væri í lagi sem var ósannindi.

Þessi fullyrðing dómarans var gefin án þess að dómarinn hefði litið á matsgjörðina og áritað hana um sýningu í réttinum. Umslag umræddrar matsgjörðar var opnað af öðrum dómara í málaferlum í framhaldi, mál nr. E-13455/2002 og var matsgjörðin þá án áritunar um sýningu í réttinum. Sjá Meindýr Glæpaverka nr. 15.

Hin auðvirðulega framkoma dómarans Eggerts Óskarssonar við afgreiðslu umrædds máls var ekkert annað en siðblinda, mannréttindaþjófnaður og réttarfarsnauðgun og auðvirðuleg hefndaraðgerð fyrir samdómara sinn. Er þetta enn eitt viðrinið í íslenskri réttarfarssögu.

Ef ekki var um hefndaraðgerð að ræða af hálfu dómarans Eggerts Óskarssonar er það all undarlegt framferði að hunsa skýrt ákvæði 61. greinar laga nr. 91/1991, liður 6 um að skipa nýjan matsmann samkvæmt kröfu matsbeiðenda, nema dómarinn sé ólæs. Þá er enn furðulegra að hafa slíkan mann (ólæsan) til að sinna dómarastörfum. Samkvæmt orðalagi umræddrar lagagreinar hafði dómarinn enga aðra útgönguleið en skipa nýjan matsmann samkvæmt kröfu matsbeiðenda. Sú leið er hann (dómarinn) fór, að endurskipa matsmanninn, í ljósi símbréfs er matsmaður lét frá sér (sjá framar) og vanhæfis samkvæmt eigin mati dómarans, var því réttarfarsnauðgun.

 

Til frekari áréttingar um hefndaraðgerðir af hálfu dómarans Jóns Finnbjörnssonar er aðkoma hans að máli M-121 2003 þar sem farið var fram á að dómstóllinn reyndi að ljúka mislukkaðri starfsemi sinni við umbeðið  mat. (sjá síðar).

Reykjavík 27. mars 2015

Kristján S. Guðmundsson

Árskógum 6 12-2

109 Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband