Skrípaleikur skoðanakannana - Dulbúið atvinnuleysi

Um miðja síðustu öld var talsvert um atvinnuleysi og þá stofnað til vinnuframkvæmda af hálfu opinberra aðila sem annars ekki hefði verið sinnt.
Nútíma atvinnuleysi felst í því að mennta fólk í félagsvísindum og skaffa því óarðbæra vinnu. Vinnu sem er leikaraskapur og einskis virði fyrir samfélagið.
Vinna þessi kallast skoðanakannanir. Í þennan leikaraskap velst fólk sem lokið hefur háskólaprófófi í fræðigreinum sem nýtast illa til verðmætasköpunar.
Er þetta fólk sem tekur að sér það sem kallast skoðanakannanir í hlutverkum skottulækna og töframanna fyrri alda. Fólk sem lék sér að fáfróðum almúganum með alls konar leikaraskap og bellibrögðum til þess að sýnast.
Skoðanakannanir á Íslandi felast í því að hringja í nokkur hundruð manneskjur og spyrja vafasamra spurninga og svör fólksins túlkuð eftir skoðunum spyrjenda. Ekki er tekið tillit til þess við útreikninga á niðurstöðum að óheimilt er að hafa símasamband við stóran hluta þjóðarinnar sem vill ekki láta ónaða sig með bulli í ruglukollum. Markleysi skoðanakannana er augljóst eins og niðurstöður kosninga undanfarna áratugi hafa sýnt. Að skjóta sér á bak við það sem spekingarnir kalla skekkjumörk sýnir bullið í þessu. Þessi vísindagrein er inan skekkjumarka og þess vegna er ekkert að marka niðurstöðurnar. Niðurstöðurnar eru eitthvað um það bil og bilið er það breitt að það er ómark.
Skoðanakannanir eru orðnar hjá sumu fólki eins og eiturlyfjaneysla og spilafíkn því það trekkist upp eins og gömlu plötuspilararnir sem voru trekktir upp með handafli. Þessir skoðanakönnunarfíklar eru engu minni sjúkjlingar en eiturlyfjaneytendur og spilafíklar.
Það að hafa gaman af að spila á trúgirni fólks eins og fræðingarnir sem stunda þessi falsvísindi, sem skoðanakannanir eru, eru arftakar hinna fornu seiðkarla sem höfðu gaman af að ná ákveðnu valdi yfir fólki með bullinu í sér.
Hvaðan fjármagn kemur til að stunda þessi falsvísindi hefur ekki verið upplýst og því síður hvaða kostnaður liggur í þessu. Þeir sem greiða fyrir þessi falsvísindi eru engu betur settir en þeir sem færðu loddurum, seiðkerlingum og töframönnum umbun fyrir leiksýningar þeirra.
Sú atvinnustarfsemi sem falin er í skoðanakönnunum er dulbúið atvinnuleysi menntaðs fólks sem ekki vill vinna arðbær stör. Störf sem skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið en er ekki afæta í íslensku samfélagi eins og skoðanakannanir eru.
Þeir sem hlusta á fréttir af þessu spádómsrugli sem felst í skoðanakönnunum sveiflast til vegna geðhrifa eins og spilafíkill sem æsist upp við smá tekjur af sinni spilamennsku en fellur í þunglyndi við að hljóta engan ábata í lengri tíma.
Rætt hefur verið um það manna á milli að það ætti að banna skoðanakannanir. Slíkt bann yrði álíka erfitt í framkvæmd og bann við fjárhættuspili og fíkniefnasölu.
Það er broslegt að horfa á og hlusta á viðbrögð flokksforingja stjórnmálaflokkanna við nýjum tölum sem sagðar eru komnar úr skoðanakönnunum. Oft virðast þessir aðilar vera að höndla hinn heilaga sannleika þegar fréttaþulur leitar álits á síðustu tölum sem sagðar eru komnar frá þessum falsvísindum. Minna viðbrögð flokksforingjanna á gamalt máltæki; Litlu verður vöggur feginn.

Kristján Guðmundsson
F.v. skipstjóri.

Höfundur er f.v. skipstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband