28.8.2015 | 10:58
Meindýr glæpaverka 27. kafli.
Þar sem óréttlátt er að gera upp á milli meindýra hins íslenska réttarkerfis, en réttarkerfið einkennist af réttleysi þegnanna sem ekki falla undir MAFÍU stjórnvalda, er næsta mál frá Héraðsdómi Reykjaness.
Mál þetta varðar sjóprófsbeiðni frá Rannsóknarnefnd sjóslys samkvæmt fundarsamþykkt nefndarinnarfrá 13. mars 1992. Sjóprófið átti að fara fram 4. janúar 1993.
Dómari var: Guðmundur L. Jóhannesson kt. 280438-3169.
Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari hefur í starfi sínu sem dómari hótað vitnum fyrir dómi allt að sex ára fangelsi fyrri rangan framburð af gáleysi fyrir dómi.
Þessi héraðsdómari gat tekið mark á fölskum yfirlýsingum tveggja manna og neitaði um réttarhlé til þess að hægt væri að koma hinu sanna að. Dómarinn lagðist svo lágt í sínum lögbrotum að hann hunsaði að bóka kröfu um að gert væri réttarhlé svo hægt væri að koma að sönnunum fyrir því að framlögð gögn væru falskar yfirlýsingar.
Guðmundur L. Jóhannesson gekk lengra í sínum lögbrotum þegar í úrskurði hans var undirritaður ásakaður fyrir brot í opinberu starfi.
Með þessum úrskurði sýndi G. L. J. sitt innra eðli að það eru ekki gildandi lög í landinu sem ráða ferðinni í dómssal heldur geðþóttaákvörðun dómarans á hverjum tíma. Í þessari afgreiðslu dómarans réði geðþótti og hefndarþörf (refsigleði) dómarans því hann var ekki að refsa málsaðila sem var Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur þeim sem var að sinna störfum fyrir málsaðila.
Dómarinn tók hefndarþörf lögmanns útgerðarinnar (Samherja), sem var aðili máls, (Gísla Baldurs Garðarssonar) sem hafði gefið yfirlýsingu um að um væri að ræða einkaherferð undirritaðs gegn útgerðinni. Forstjóri Samherja hafði í mörg ár verið ósáttur við að rannsókn færi fram á slysum er urðu um borð í skipum útgerðarinnar. Hafði forstjórinn haft margsinnis stóryrtar yfirlýsingar um störf nefndarinnar þegar aðfinnslur nefndarinnar komu fram um það sem áfátt og ábótavant var um borð í skipum félagsins.
Sú lágkúra sem fram kemur í dómsorðum Guðmundar L. Jóhannessonar í umræddu máli er sýnishorn af þeim utanlagadómum sem kveðnir eru upp í réttarsölum á Íslandi og má líkja þessu við andlegan vanþroska. Afgreiðsla þessa máls var ekki samkvæmt gildandi ákvæði laga um störf dómara en í lögunum er skýrt ákvæði um að dómarar skuli í úrskurði sínum aðeins fara eftir gildandi lögum.
Með vísan í lögregluskýrslu nr. 007-2015-023982 í skjalasafni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem héraðsdómarinn er ákærður fyrir lögbrot við afgreiðslu á ofangreindu máli, sjóprófi 4. janúar 1993. Kærunni hefur verið stungið undan af Ríkissaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu vegna yfirhylmingarstefnu stjórnvalda (framkvæmdavalds) á lögbrotum sem framin eru af æðstu mönnum ríkisins.
Lágkúran á Íslandi á ekki bara við dómara heldur einnig aðra æðri starfsmenn ríkisins.
Var gerð krafa til formanns nefndarinnar um að úrskurði dómarans Guðmundar L. Jóhannessonar yrði áfrýjað til Hæstaréttar þar sem ég var ekki sáttur við að vera ásakaður fyrir brot í mínu starfi vegna falskra yfirlýsinga tveggja nefndarmanna Rannsóknarnefndar sjóslysa, þ.e. Helga Kristjánssonar og Árna Árnasonar, auk ummæla lögmanns útgerðarinnar Gísla Baldurs Garðarssonar um einkaherferð af minni hálfu gegn útgerðinni.
Formaður nefndarinnar Ragnhildur Hjaltadóttir, núverandi ráðuneytisstjóri í Innanríkisráðuneytinu, neitaði alfarið að málinu yrði áfrýjað.
Á bak við þá ákvörðun formannsins lá fyrirsjáanleg hneisa og niðurlæging nefndarinnar ef upplýst yrði um falskar yfirlýsingar tveggja skipaðra nefndarmanna í Rannsóknarnefnd sjóslysa.
Brot formannsins á lögum um starfsöryggi starfsmanns sem borinn er sökum, um brot í starfi, með fölskum yfirlýsingum og ósönnum framburði lögmanns útgerðarinnar eins og í þessu tilviki er stjórnsýslunni til skammar. Er þetta dæmi um yfirhylmingar æðstu manna í stjórnsýslunni á lögbrotum sem framin eru og koma illa við mannorð æðstu manna. Breiða þurfti yfir þá niðurlægingu sem nefndin og formaðurinn yrðu fyrir vegna framkomu manna sem skipaðir höfðu verið af ráðherra en höfðu ekki vit á því verki sem þeim var falið að vinna með skipuninni.
Mannréttindi starfsmannsins voru minna virði en hneisa og niðurlæging nefndarinnar og ráðuneytisins vegna falskra yfirlýsinga.
Að mati formannsins var í lagi að utanlagadómur G.L.J. stæði óhaggaður í gerðarbók hins íslenska réttleysis.
Hvað er að marka störf fyrrverandi formanns, núverandi ráðuneytisstjóra í Innanríkisráðuneyti með vísan til fyrri ákvarðanna hennar sem hér er getið um. Eru störf ráðuneytisstjórans jafn lítils virði og framkoma hennar í umræddu máli? Er það forsvaranlegt fyrir ráðherra Innanríkismála að hafa starfsmann í starfi ráðuneytisstjóra sem hefur orðið uppvís að eins grófum yfirhylmingum á lögbrotum og áttu sér stað í því máli er hér er lýst?
Umræddar fölsku yfirlýsingar voru lagðar fram í dómi og þingmerktar. Þrátt fyrir að yfirlýsingar væru falskar voru þær teknar af dómara sem fullgildar og löglegar yfirlýsingar og með því eru varnaðarorð dómara til vitna, um harða refsingu fyrir rangan framburð af gáleysi, einskis virði þar sem dómari kemst upp með af ásetningi að nota falsaðar yfirlýsingar sem úrskurður í máli er byggður á.
Reykjavík 26. ágúst 2015
Kristján S. Guðmundsson
Árskógum 6 12 2
109 Reykjavík
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.