9.9.2015 | 13:22
FLÓTTAMANNAVANDAMÁL.
Hvað er flóttamaður og hverjir eru flóttamenn.
Í fréttum er hugtakið flóttamaður gróflega misnotað vegna takmarkaðra skýringa á því hvað flóttamaður sé.
Kennt var áður og fyrrmeir að flóttamaður væri persóna sem væri að flýja ógnir og ofbeldi óvinveittra aðila.
Það er ný túlkun á orðinu flóttamaður að það sé persóna sem vill flytjast til annars svæðis í von um að öðlast betri fjárhagslega afkomu svo og þeir sem eru á flótta undan refsingu í heimalandi vegna grófra lögbrota s.s. morða, misþyrminga eða rána.
Teljast þeir flóttamenn, Íslendingar sem fluttu af landi brott, sbr. flutningur Íslendinga til nágrannalanda vegna vonar um betur launaða vinnu en í boði var á Íslandi auk þeirra sem flúðu land vegna misnotkunar á stöðu sinni í íslensku fjármálalífi og lifa nú á illa fengnu fé úr sjóðum Íslendinga?
Hið svokallaða flóttamannavandmál sem herjar á Evrópu er tilkomið vegna afskipta svokallaðra Vesturlandabúa af málefnum þjóða er þeir hafa haft litla þekkingu á.
Þau hernaðarátök sem nú ganga yfir hófust eftir seinni heimsstyrjöldina með flutningi á Gyðingum til Palestínu. Þeir sem bjuggu í Palestínu fyrir lok heimstyrjaldarinnar voru skipulega hraktir á brott eða drepnir ef þeir vildu ekki fara. Var þar um að ræða endurtekningu á framrás þessa þjóðflokks frá því er þeir komu þangað fyrst fyrir rúmlega 2500 árum. Væri hollt fyrir menn að lesa sögu Gyðinga um framferði þeirra við komu til þess landsvæðis frá Egiptalandi sem löngum hefur verið kallað Palestína. Þar er getið um sambærilegt framferði Gyðinga á íbúum landsins og hefur einkennt framferði þeirra (Gyðinganna) síðan 1947. Hið margumtalaða flóttamannavandamál þessa heimshluta hófst við framrás Gyðinga eftir seinni heimsstyrjöldina.
Síðan 1947 hefur flóttamannavandamál verið viðloðandi það landsvæði jarðarinnar sem kallað var Austurlönd nær.
Með gengdarlausum fjáraustri og vopnasölu til þessa hluta jarðarinnar þar sem hið svokallaða flóttamannavandamál er hvað alvarlegast og yfirgangi Ísraelsríkis gegn íbúum þessa heimshluta er komið að þjóðflutningum hinum miklu í annað sinn í skráðri sögu mannkyns.
Handapat og yfirklór ráðandi afla í vestrænum ríkjum hvað varðar lausn á flutningi hundruða þúsunda manna frá heimkynnum sínum er einkenni úrræðaleysis. Úrræðaleysi sem má líkja við slasaðan mann með svöðusár og gefa honum asperín en ekki að taka á hinum raunverulega vanda og gera að sárinu. Vandamálið er trúarbragða ofstæki og valdagræðgi eigenda vopnaframleiðsluverksmiðja.
Það eina sem þarf að gera er að stöðva vopnuð átök í þessum heimshluta með því að loka fyrir alla vopnasölu og flutning vopna til þessa svæðis. Vegna pólitískrar togstreitu og spillingar á milli hinna svokölluðu stórvelda sem einkennist af valdagræðgi er haldið áfram vopnaframleiðslu og vopnasölu í þeim tilgangi að ná meiri völdum.
Hinir svokölluðu flóttamenn vilja helst af öllu fá frið til að búa í sínum heimkynnum. Því væri stjórnvöldum nær að vinna að friði í þessum löndum með því að hindra vopnaflutninga til þessara landa heldur en að setjast í dómarasæti og ákveða hver eða hverjir af þeim sem eru á flótta fái að lifa. Atkvæðaveiðar stjórnmálamanna við að sýnast vera verndarenglar þessa flóttamanns en ekki hins. Með þessari sýndarmennsku eru stjórnmálamenn að taka afstöðu með því hver fær að lifa og hverjir verða að deyja.
Einnig má spyrja þá sem grófastir eru í flóttamannahjálpinni hvort réttlætanlegt sé að setja 70% hærri fjárgreiðslu vegna kostnaðar við hvern flóttamann þegar margir landsmenn verða að lifa á sultarlaunum sem eftirlaun margra eru á Íslandi eða nálægt 60% af þeirri fjárhæð sem áætlað er að hver flóttamaður kosti ríkið.
Líf flóttamann er ekki verðmeira en líf hvers Íslendings og landsstjórnin er kjörin til að annast málefni landsins en ekki stjórna því sem gerist á öðrum stöðum jarðarinnar.
Ef stjórnmálamenn hafa svona góð laun að drjúgur afgangur er eftir einkaneyslu þeirra er þeim heimilt að setja afganginn í hjálparstarf en ekki sóa fjármunum almennings í atkvæðaveiðar.
Því er harðlega mótmælt að íslensk stjórnvöld taki að sér að ákveða hvaða barn fær að lifa úr hópi flóttamanna og hvaða barn eigi að líða þjáningar eða deyja.
Lausnin er ekki asperín fyrir suma sem kallaðir eru flóttamenn en eru í raun að flytjast til þess ríkis sem von er um betri fjárhagslega afkomu. Einn liður þessa vandamáls eru trúarbrögð. Þessi fólksflutningar eru skipulagðir af ofsatrúarmönnum sem eru að reka trúbræður sína til Vestur Evrópu í von um að valdahlutfall þeirra trúarbragða breytist þeim trúarbrögðum í hag sem þar tíðkast.
Stjórnvöld á Íslandi ættu að sjá sóma sinn í að allir þegnar landsins hafi til hnífs og skeiðar án þess að lifa betlaralífi áður en farið er í að eyða fjármunum ríkisins í asperín fyrir þá sem eru að leita að betri fjárhagsafkomu.
Reykjavík 8. sept. 2015
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.