Fjárhagsvandi ungafólksins.

Ef skoðaðar eru kvartanir vegna fjárhagsvanda ungs fólks í dag er margt skrítið.

Um miðbik síðustu aldar ólst upp sú kynslóð sem byggði upp það velferðarkerfi sem nú er við lýði á Íslandi. Á árunum 1930 fram til 1990 var ekki sú sóun fjármuna sem viðgengist hefur síðan á níunda áratug.

Síðustu 25 ár eða rúmlega það hefur verið gengdarlaus sóun ungs fólks á fjármunum hvort sem það hefur verið sjálfsaflafé eða fengið frá foreldrum og lánasjóði námsmanna.

Ungt fólk sem kvartar um fjárskort hefði átt að líta sér nær og hugsa um framtíðin en ekki sóa fé sínu áður en þess er aflað (með tilkomu kretitkorta) í tvær þrjár utanlandsferðir á ári og ferðir í veitingahús (matsölustaði) og öldurhús margoft í viku.

Á síðustu öld voru margir sem ekki fóru í ferðir til útlanda fyrr en komið var yfir fertugt þar sem megin hugsunin var að koma yfir sig og fjölskyldu sómasamlegu húsnæði. Á þeim árum fengust ekki lán í bönkum eða öðrum lánastofnunum nema með klíkuskap og flestir fengu aldrei lán. Ríkisstofnun sem kölluð var Húsnæðismálastofnun átti að veita lán til landsmanna til íbúðakaupa eða húsbygginga. Lán frá þessari stofnun réðist alfarið af því hve góð sambönd viðkomandi hafði í pólitíkinni. Flestir fengu aldrei lán. Á þeim árum var ekki bifreiðaeign landsmanna eins og nú gerist og fáar bifreiðategundir nógu góðar (dýrar) fyrir eyðsluseggina nú á dögum.

Sú umræða sem heyrist í samfélaginu nú á dögum um fjárhagsvanda ungs fólks er stjórnað af pólitíkusum sem eru á atkvæðaveiðum og stjórnað af stjórnarandstöðu hverju sinni. Ekki skiptir máli hvaða flokkar eru við stjórn landsins stjórnarandstaðan reynir að kaupa atkvæði með því að lofa öllu fögru sem vitað er fyrirfram að ekki verður staðið við né hægt að standa við. Veitingahúsamenningin sem kom fram eftir að sala bjórs var leifð í landinu hefur leitt til aukinnar sóunar ungs fólks á fjármunum sínum bæði í utanlandsferðir og á matsölustöðum og öldurhúsum.

Samhliða þessari veitingahúsamenningu hefur leti þjóðarinnar aukist til muna sem best sést á því hver aðsókn er að háskólum landsins og í framhaldi af því skal skaffa fólki vinnu á skrifstofum en ekki við framleiðslustörf. Störf sem hafa staðið undir fjárhagsafkomu þjóðarbúsins.

Aukning á háskólamenntuðu fólki sem hefur valið atvinnugreinar þar sem engin þörf er á fleiri starfsmönnum og vísast þar til frétta um atvinnuleysi hjá sumum starfsstéttum háskólamanna.

Er þörf á að líta á kostnað ríkisins við menntun þjóðarinnar og er kominn tími til að þeir sem njóta ódýrrar háskólamenntunar með tilheyrandi lánum frá ríkissjóði (LÍN) þyrftu að skrifa undir samning, er tengdist lánafyrirgreiðslu, um að starfa á Íslandi ákveðinn árafjölda eftir námslok en ekki flýja land vegna vonar um betri laun erlendis. M.ö.o. að menntun á æðra stigi fylgi ákveðin kvöð um að skila til samfélagsins vinnu á launum sem samfélagið getur boðið upp á.

Það þarf ekki mikið vit til að sjá þá glórulausu óstjórn í lánamálum til háskólaborgara að allmargir hafa fengið lán sem þeir koma aldrei til með að borga og skila aldrei neinni vinnu til samfélagsins. Ekki er nein þörf á fleiri Íslendingum sem fengið hafa PLAKAT í stærðinni A-4 til að hengja upp á vegg hjá sér en menntunin nýtist aldrei með hliðsjón af námsgrein.

Fjárhagsvandi ungs fólks er ekki stjórnvöldum að kenna heldur er þar um að ræða eyðslusemi fólks og slöku uppeldi foreldra á sviði fjármála. Óhófseyðsla ungs fólks í utanlandsferðir og öldurhús (ath. öldurhús merkir öldrykkjuhús og er gamalt í málinu) getur ekki verið á ábyrgð samfélagsins.

Sá ræfildómur sem þróast hefur í samfélaginu að vera á atvinnuleysisbótum þótt næg vinna sé fyrir hendi í landinu er þjóðarmein. Það að flytja þurfi til landsins fjölda útlendinga til að sinna störfum sem eru fullboðleg heilbrigðri persónu (Íslendingi) því menntað fólk vill heldur vera á atvinnuleysisbótum en vinna í starfsgrein sem viðkomandi (menntaður Íslendingur) lítur með fyrirlitningu niður á.

Reykjavík 17. september 2015

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband