27.9.2015 | 12:24
Trúarbragðasvívirðing.
Íslenskar konur sem ekki vilja kalla yfir sig þá svívirðingu sem framandi trúarbrögð heimila eða krefjast ættu að horfa á kvikmyndina (í sjónvarpi) ORKENBLOMST Eyðimerkurblómið sem sýnd var í danska sjónvarpinu hinn 27. september 2015 kl. 00:00.
Þær konur sem harðast ganga fram í að flytja þessa siði og trúarbrögð, sem lýst er í umræddri mynd, til landsins ættu að hugsa sig um fjórum sinnum áður en þær halda áfram sinni baráttu. Þessum konum væri nær að leggja alla sína orku í að berjast gegn þeirri svívirðingu sem konur, er lifa í umræddum trúarbrögðum og siðum, þurfa að ganga í gegnum.
Mynd þessi sýnir þá lítilsvirðingu (svívirðingu) er konur verða fyrir með limlestingum þar sem umræddir siðir eru ríkjandi. Svívirðingar þessar eru samþykktar af mæðrum barnanna og vafalítið vegna fáfræði og menntunarskorts í þessum heimshluta.
Verði þessi ósiður og svívirðing fluttur inn til Íslands og með tímanum landlægur er íslensk menning komin að hruni.
Mynd þessi sýnir hvernig líf kvenna er á grimmilegan hátt misboðið og svívirt.
Þeir þær sem predika um fjölþjóðasamfélag ættu að huga vel að því að siðir og venjur framandi þjóða bera með sér ósóma einnig. Þær konur sem vilja flytja inn þann ósið (svívirðingu) að stúlkubörn skuli umskorin, sem kallað er, ættu að skoða vel hvort ekki væri rétt að koma í veg fyrir innflutning á slíkum níðingsverkum.
Hér með eru Íslendingar hvattir til að horfa á þessa mynd áður en þeir fara að fagna innflutningi á ósið.
Reykjavík 27. september 2015
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.