14.10.2015 | 11:25
Réttarfar - Hvað er það.
Í greinum undirritaðs um framferði dómara og annarra starfsmann stjórnsýslunnar gagnvart gildandi lögum landsins og þar með töldum lögbrotum af hálfu ráðherra er athyglisverð grein í FRÉTTABLAÐINU hinn 13. október 2015 undir fyrirsögninn:
ERU DÓMARAR LÍKA MENN.
Þessi grein er eftir lögmann að nafni Birna Hjartardóttir.
Í grein þessari er viðurkenning (staðfesting) á öllum þeim þáttum er undirritaður hefur á síðustu árum skrifað um í blöðin og BLOGGIÐ um framferði dómara á Íslandi.
Verða hér tekin nokkur dæmi úr grein B. H. eins og fram kemur í Fréttablaðinu.
Það er talsvert tabú á meðal lögmanna að tjá sig um dómara. Lögmenn hafa að sjálfsögðu sterkar skoðanir á dómurum bak við luktar dyr skrifstofunnar, en þeir ræða þær skoðanir treglega opinskátt. Af hverju? Af því að lögmenn flytja mál sín frammi fyrir þessum sömu dómurum og eiga velgengni sína eða réttara sagt velgengni skjólstæðinga sinna undir dómum þeirra. Þessi tregða við gagnrýni á sérstaklega við um Hæstarétt.
Er þar komin skrifleg staðfesting á þeim ummælum sem undirritaður hafði eftir lögmönnum að þeir gætu hætt sem lögmenn ef þeir tækju að sér mál gegn dómurum vegna utanlaga dóma þeirra. Dómarar hafa verið staðnir að því að nota fölsuð gögn sem niðurstöður dóms er byggður á.
Af því að lögmenn kunna betur við suma dómara en aðra og treysta sumum dómurum betur en öðrum til að komast að réttri niðurstöðu.
Hvernig má það vera að ekki er hægt að treysta öllum dómurum til að komast að réttri niðurstöðu? Það er vegna þess að í íslensku réttarkerfi eru yfir 40 túlkanir á ákvæðum laganna. Túlkanir jafn margar og fjöldi dómara. Þar af leiðandi eru lög ekki í gildi nema samkvæmt geðþóttaákvörðunum dómara. Dómarar sem nota fölsuð skjöl sem grundvöll að dómsorðum fara ekki að gildandi lögum eins og höfundur greinarinnar B. H. segir að dómarar eigi að gera.
Er það eðlilegt að ósamræmi sé á milli uppkveðinna dóma eftir því hver dómarinn sé?
Er ekki eitt lagasafn gildandi í landinu sem gildir jafnt fyrir alla þegna landsins?
Er starf lögfræðinga aðeins atvinnubótavinna til að hrærast í yfir 40 túlkunum á lögunum?
Blaðagrein B. H. er aðallega til að styrkja málsstað kvenna í sinni forréttindabaráttu. Höfundur B.H. gagnrýnir ákveðinn dóm er skipaður var 4 körlum og 1 konu. Þar stendur:
Ég legg áherslu á að kvendómarinn var að beita sömu lögum og karlkyns samdómendur hennar. Ætlum við að láta eins og kyn hafi ekki skipt neinu máli í þessu samhengi?
Ef á að taka þetta alvarlega sem skrifað er í umræddri blaðagrein þá dæma konur og karlar ekki eftir sömu lögum heldur annars vegar kvennlegri lagatúlkun og hins vegar karllægri útgáfu (túlkun) laganna.
Má búast við dómum á annan veg ef kona er í dómarasæti en ef það væri karl?
Hvernig eiga þegnarnir að fara eftir lögum sem kvennkyns og karlkyns spekingarnir geta ekki túlkað á einn veg?
Athyglisverð athugasemd lögmannsins B.H.er eftirfarandi:
Ætlum við að láta eins og kyn hafi ekki skipt neinu máli í þessu samhengi? Óttumst við kannski að ef við viðurkennum að kynferði dómara skiptir máli sé búið að eyðileggja göfugu hugmyndina um skikkjuklæddu og persónulausu veruna? Innihaldslausir frasar Lögmenn eru í reynd löngu búnir að viðurkenna að þessi vera er ekki til. Þess vegna forðast þeir að styggja dómara og kjósa ákveðna dómara umfram aðra.
Úr þessari yfirlýsingu lögmannsins má lesa það að dómarar séu hefnigjarnir í garð þeirra lögmanna sem gagnrýna störf þeirra og óráðlegt að fá dómara á móti sér í málarekstri í framtíðinni. Þessi yfirlýsing er viðurkenning á því að það séu ekki ein lög í landinu.
Er verið að fara fram á að kyn skipta dómsathöfnum í landinu?
Að dómarar verði kvennkyns einn daginn og karlkyns næsta dag þannig að í landinu verði margar tegundir af lögum í gildi eftir því hvort karl eða kona situr í dómarastólnum/stólunum?
Má búast við því að dómskerfinu verði skipt í kvenndómstól og hins vegar karldómstól?
Hvernig ætlar lögmaðurinn B.H. að skýra það að dómur var kveðinn upp í Hæstarétti af tveimur körlum og einni konu þar sem dómararnir (allir) drógu kynlíf málsaðila (starfsmanns stefnda) inn í dómsorð til þess að breiða yfir lögbrot lögmanns stefnda en horfðu fram hjá megin kröfu stefnanda sem var að hnekkja ólöglega álögðum skatti sem engin lagastoð var fyrir?
Dómstólar voru settir á laggirnar eftir þróun mála um lagasetningu í langan tíma til þess eins að úrskurða um það hvernig túlka bæri lög settum af löggjafarsamkomunni.
Það stóð aldrei til að fram kæmu yfir 40 mismunandi túlkanir á lögunum (eða sértúlkun hvers dómara í landinu) og því síður að dómsniðurstaða yrði eftir því hvort það væri kona eða karl í sæti dómara. Það er skýrt ákvæði í landslögum að dómarar skuli aðeins dæma samkvæmt gildandi lögum í landinu.
Dómarar eru ekki til þess að setja lög. Þeir eru eingöngu til að tjá sig um það hver hafi verið vilji (tilgangur)og ásetningur löggjafans við setningu laganna.
Þar af leiðandi getur rétt niðurstaða í dómsmáli ekki orðið ef ekki er sama hvort dómari er kona eða karl. Því síður að mismunandi dómar komi fram um túlkun á sömu lagagreinum frá degi til dags eftir því hver er dómari. Því síður að túlkanir á einni lagagrein geti orðið eins margar og fjöldi dómara í landinu er.
Á meðan dómarar fara ekki að lögum og kveða upp dóma eingöngu samkvæmt gildandi lögum (ekki utanlagadóma) en ekki geðþótta dómarans hverju sinni þá verður aldrei friður í ríkinu.
Dómari sem ekki fer að gildandi lögum í starfi sínu er ofbeldismaður samkvæmt ummælum dómara.
Þessi grein B.H. er viðurkenning lögmanns á óeðlilegri starfsemi dómara og ótta lögmanna við að móðga dómara og eiga yfir höfði sér hefndaraðgerðir af hálfu dómara.
MEÐ LÖGUM SKAL LAND BYGGJA EN ÓLÖGUM DÓMARA (utanlagadómum) EYÐA.
Reykjavík október 2015
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.