Kvennrétindi 3. grein.

Greinar undirritaðs um Kvennréttindi hafa hleypt illu blóði í sumar konur og karla með fúkyrðaflaumi í skammar sendingum. Ég þakka þeim kærlega fyrir fúkyrðin því það segir mér að efni greinanna hafi verið rétt. Réttindabarátta kvenna hafa verið valdabarátta en ekki barátta um jafnrétti á meðal þegnanna. Ég er ánægðastur með þau ummæli kvenna sem hafa sagt að það sé rétt sem kemur fram í greinunum.

Eru margar konur ósáttar við sjálfa sig og sínar kröfur.

Kvennréttindabarátta hefur verið túlkuð sem jafnréttisbarátta. Sú barátta hefur einkennst af forréttindabaráttu femínista. Þessar konur hafa ekki barist fyrir jafnrétti. Þær haf barist fyrir því að fá jöfn laun og karlar í æðri stöðum samfélagsins og ekki síst hefur baráttan snúist um titlana sem stöðunum fylgir.

Þessi barátta sýnir þá valdagræðgi sem minnst er á í greinum undirritaðs og hefur fylgt dýrinu, sem kallað er maður, frá örófi alda. Þessi valdagræðgi hefur lítið dvínað hjá mannkyninu almennt en aukist til muna hjá kvenndýrinu. Viðurkenningar kvenndýranna sem hafa sent mér álit (mat) sitt á eigin ágæti hafa viðurkennt það að þær séu hæfari en karlar til allra starfa.

Þar sem valdagræðgi mannskepnunnar (dýrsins)hefur dvínað hægt og nóg af dýrum, þar á meðal konum, sem vilja ráða ferðinni hefur hið svokallaða jafnrétti orðið út undan. Það telst ekki jafnrétti, ef slíkt er til, að eitt dýr karl eða kona hafi 5-20 sinnum betri fjárhagslegan afkomumöguleika en önnur dýr af sama stofni.

Þau störf sem konur sækjast í með sinni baráttu eru slík störf, störf sem talin eru æðri og betur launuð. Hin fjárhagslega afkom er ráðandi að ógleymdum titlinum.

Sem dæmi um stöður sem konur sækja ekki í þrátt fyrir oft rífandi tekjur eru hásetastörf á fiskiskipum. Í slíkri vinnu fellur sexí-útlitið fyrir borð og lítið gaman.

Ef þessi barátta kvenna væri jafnréttisbarátta en ekki forréttindabarátta væru kröfurnar að jafna lífsgæðin á milli allra þegna samfélagsins. Slík jafnréttisbarátta hefur skotið upp kollinum nokkrum sinnum og náð árangri að því talið er. En slík barátta hefur koðnað niður því þeir sem hafa verið fremstir í flokki hafa leiðst út í það sem einkennt hefur valdabaráttuna og eftir skamman tíma talið sig æðri en fylgjendur (jafnari en aðrir sbr svínin í sögu Orwells).

Sem dæmi um þessa valdabaráttu má nefna banka í ríkiseigu, útgerðarfyrirtæki í samfélagseigu (bæjarútgerðir). Þessi fyrirtæki hafa endað í eigu peningamanna vegna þess að þeim var illa stjórnað af ásetningi eða annarlegum hvötum.

Spyrja má hvers vegna var ekki hægt að reka útgerð fiskiskipa (bæjarútgerðir) og banka af hálfu bæjarfélaga eða ríkisins?

Ástæða þess voru annarlegir gróðahagsmunir valdagráðugra manna karla og kvenna. Allur atvinnurekstur í eigu samfélagsins (ríkis eða sveitarfélaga) hefur lagst af vegna kröfu fjármagnseigenda (valdamanna) sem hafa ekki grætt nóg á sinni starfsemi í samkeppninni.

Ekki voru það konur frekar en karlar sem stóðu að þessum tilraunum til að reka atvinnufyrirtæki í eigu samfélagsins. Stjórnendur þessara fyrirtækja voru annað hvort of gráðugir eða annarlegir þættir sem spiluðu inn í er leiddi til taps á rekstri og lokun.

Einn femínisti leggur út í að senda fúkyrðaflaum en getur ekki og reynir ekki á neinn hátt að hrekja það sem í greininni stendur. Af hennar/hans hálfu eru aðeins persónulegar svívirðingar. Femínistanum er fyrirgefið þar sem hún/hann kemur niður á jörðina um síðir og áttar sig á raunveruleikanum.

Hvers vegna hafa störf þróast í nútíma samfélagi sem hafa fengið titilinn kvennastörf?

Ástæða þessarar skiptingar hefur verið að konum hefur verið hlíft við þeim störfum sem erfiði, sóðaskapur, kuldi og vosbúð hefur verið einkenni starfanna. Kona sem kvartaði, sagði að konur ynnu í fiski. Það er rétt að konur hafa unnið við fiskvinnslu, aðgerð á fiski o.fl. Fiskvinnslu hefur aldrei fylgt það líkamlega erfiði sem fylgir öðrum störfum sem karlar einoka sbr. hásetastörf, línulagnir, jarðgangagerð o.fl. Konur hafa mikið sótt í lögfræðistörf á undangengnum árum enda skiljanlegt þar sem afrakstur lögfræðistofa hefur skilað hundruðum milljóna arði í vasa hvers eiganda stofu og það nánast skattfrjálst. Mammon konungur er átrúnaðar goð femínista en ekki jafnrétti handa öllum þegnum landsins.

Hér með er skorað á reiðar konur og femínista að koma mjúkri lendingu niður á jörðin og reyna að jafna lífskjör almennt svo ekki séu hópar sem sópi auðæfum samfélagsins undir koddana hjá sér. Þær konur sem eru hvað þverastar í femínistabaráttunni koma fyrr en seinna niður á jörðina, úr hálofta baráttu sinni, þegar eldsneyti þrýtur, og þá verður það harkaleg lending.

Sérstök ábending til þeirra sem eru í forréttindabaráttunni. Upp hafa risið hvert stjórnmálaaflið á fætur öðru með það að markmiði að jafna lífskjörin hjá samborgurum sínum. Hver hefur raunin orðið?

Jafnaðarmenn, Samfylkingin, Kvennalistinn, Vinstri grænir, Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og aðrir flokkar.

Þegar frambjóðendur þessara flokka eru búnir að koma sér á þing og komnir í þægileg sæti fjarri kulda og vosbúð eru kosningaloforðin aðeins óþægileg fortíð sem ástæðulaust er að hafa áhyggjur af. Þingmenn hafa mikla ánægju af því að vera í ræðustól fyrir framan sjónvarpsmyndavélar, tala mikið en segja ekki neitt af viti. Þeir vilja aðeins vera á móti tillögum pólitískra andstæðinga. Þar eru konur engin undantekning. Þeir (þingmenn) hafa oft og tíðum ekki hugmynd um tilgang eða afleiðingar þeirra lagasetninga sem þeir eru að samþykkja enda oft og tíðum er þingsalur sem næst tómur. Lögbrot æðstu manna samfélagsins eru að þeirra mati lögleg lögbrot.

Reykjavík 14. október 2015

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband