Störf þingmanna.

Eftir margra ára tilraunir við leit að aðstoð þingmanna við að rannsókn fari fram á grófum lögbrotum æðstu manna ríkisins. Lögbrot sem lögreglan og Ríkissaksóknari hafa hunsað að rannsaka vegna þeirrar smánar er niðurstöður rannsóknar myndi leiða í ljós fyrir stjórnkerfið í landinu þá fara þessir sömu þingmenn í leiksýningu í þinghúsinu.

Þingmenn höfðu grafið upp mál sem afgreitt var fyrir rúmum sjötíu árum, að þeirra tíma hugsanahætti, sem ekki samrýmist hinni svonefndu femínista stefnu nútímans.

Mál þetta varðar meint brot (að mati femínista) á réttindum stúlkna, kvenna, til frjálsra ásta með hermönnum er voru staddir á landinu vegna heimsófriðar.

Þingmaðurinn Katrín Jakobsdóttir fór mikinn í ræðustól þingsins varðandi kröfu um rannsókn á meintu lögbroti (að hennar mati) gagnvart umræddum stúlkum, konum og krafðist rannsóknar á meðferð mála hjá lögreglu frá 1940 – 1945 er vörðuðu stúlkurnar/konurnar.

Umræddur þingmaður hafði ekki hugleitt það að á þeim tíma var allt annar hugsanaháttur varðandi allt samneiti á milli kynjanna. Þetta ástand sem ríkti á þessum árum var talið lauslæti kvenna sem hrifust af einkennisbúningum hermannanna sem voru meira áberandi en vinnuföt íslenskra karlmanna. Einnig höfðu hermennirnir aðganga að ýmsu sem konur girntust s.s. silki- eða nælonsokkum.

Virðist þetta vera eitt af baráttumálum femínista. Frúin og aðrir þingmenn hefðu mátt hugsa aðeins meira áður en þeir fóru í ræðustól og skoða aðra þætti mála frá þessum tíma og fyrr. Hvort þetta hafi verið það eina sem var öðru vísi framkvæmd þá en tíðkast í dag. Sem dæmi um það sem hefur orðið mikil breyting á í lífi fólks frá því á fyrri hluta síðustu aldar og fyrr er varðandi vinnuhjú og þrælkun sjómanna svo eitthvað sé nefnt.

Ekki hefur þingmaðurinn haft vit á að krefjast rannsóknar á því þrælahaldi sem viðgekkst þegar menn þurftu að vinna 18 tíma á sólarhring. Það var annar hugsanagangur á þeim tíma og svipað á mörgum sviðum þjóðlífsins. Þingmaður þessi hefði þá átt að taka inn í umræðuna það framferði þegar vinnukonur voru barnaðar af húsbændum sínum og síðan þvingaðar til að giftast vinnumanni húsbóndans til að fela faðerni barnsins. Einnig má minnast á það ef ógift stúlka/kona varð barnshafandi var hún í mörgum tilfellum neydd af móðir sinni til að gefa barnið.

Háttvirtur þingmaður verður að gera sér það ljóst að hún breytir ekki lögum og reglum sem voru í gildi, og farið eftir, fyrir 70-75 árum þar sem sá tími er liðinn og kemur ekki aftur. Hún getur velt sér upp úr þeim hugsanagangi að eitt og annað hafi verið rangt og mátt fara betur á þessu sviði miðað við hvernig hugsað er í dag en það er femíniskur hugsanagangur. Það sem er einkenni á þessari umræðu eru atvik er snertir femíniskan hugsunarhátt nútímans í forréttindabaráttunni sem hefur verið og er í gangi þar sem allt mótlæti kvenna er karlmönnum að kenna.

Ef það er í verkahring Alþingis að stunda söguskoðun (sagnfræði) og velta sér upp úr ástandi og gjörðum manna fyrr á öldum en ekki sinna nútímaverkefnum má senda þingheim í launalaust leifi í tvö til þrjú ár

Umræddur þingmaður er reiðubúinn til að grafa upp það sem hún telur vera lögbrot eða mannréttindabrot sem framið hafi verið fyrir 70-75 árum.

Vegna verkefnaskorts í þinginu er þessi þingmaður o.fl. reiðubúnir til að skapa nýtt verkefni fyrir þingmenn til að vasast í vegna þess að það varðaði stúlkur/konur fyrir 70-75 árum.

Það sem er merkilegt við þetta hlaup þingmannsins er að leitað var til hennar um að aðstoða við að koma af stað rannsókn á grófum lögbrotum sem framin hafa verið af mönnum í æðri störfum ríkisins á síðustuárum s.s. dómurum og starfsmönnum ráðuneyta og undirstofnana.

Var óskað eftir að lögð yrði fram fyrirspurn í þinginu til ráðherra Innanríkismála varðandi það að hunsað hefur verið af lögreglu og Ríkissaksóknara að rannsaka kærur sem hafa verið lagðar fram um lögbrot nafngreindra aðila í stjórnkerfinu(dómara og starfsmanna ríkisstofnana). Ástæða þess að rannsókn hefur ekki fengist á málunum er það að sannanir fyrir lögbrotunum eru óhrekjanlegar og upplýsingar sem kæmu fram við rannsóknina yrði slík hneisa fyrir stjórnvöld að allt er gert til þess að þagga málin miður, hylma yfir lögbrotin.

Sinnuleysi þingmanna til þess að sjá um að farið sé að lögum í landinu með vísan til þess sem hér er ritað er vísbending um svínaræktina sem um er getið í sögu Orwells og að allir séu ekki jafnir fyrir lögunum heldur sumir jafnari en aðrir.

Með vísan til þeirra mannréttindabrota sem framin hafa verið af æðri mönnum stjórnkerfisins á síðustu árum þá fást þingmenn ekki til að hafa afskipti af nútímalögbrotum en reyna að vasast í því sem þeir telja brot á lögum nútímans vegna gjörða í fortíðinni þegar önnur lög og reglur voru ríkjandi. Framferði þetta sýnir þá hræsni er einkennir pólitík og taumlausar atkvæðaveiðar þingmanna.

Reykjavík 18. október 2015

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband