21.10.2015 | 14:11
Meindýr glæpaverka 31. kafli
Eru nefndarmenn ENDURUPPTÖKUNEFNDAR án æru?
Enn og aftur kemur fram að draga megi í efa að nefndarmenn ENDURUPPTÖKUNEFNDAR hafi það sem kallað er í íslensku máli ÆRA.
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu hinn 19. september 2015 er gefið upp hvaða fjórar reglur það eru sem gefa tilefni til endurupptöku máls fyrir dómi. Reglur þessar fylgja hér með:
A. Fram eru komin ný gögn sem ætla má að hefðu verulega miklu skipt fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fram áður en dómur gekk.
B. Ætla má að lögregla, ákærandi, dómari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða háttsemi í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru, svo sem ef vitni eða aðrir hafa vísvitandi borið ranglega fyrir dómi eða fölsuð skjöl verið lögð fram og það hefur valdið rangri niðurstöðu málsins.
C. Verulegar líkur eru leiddar að því að sönnunargögn sem færð voru fram í máli hafi verið rangt metin svo að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.
D. Verulegir gallar hafa verið á meðferð máls þannig að áhrif hafi haft á niðurstöðu þess.
Virðing nefndarmanna er ekki meiri gagnvart þeim störfum er nefndin á að sjá um að svo virðist vera sem annarlegar hvatir liggi að baki úrskurðum nefndarinnar.
Áður höfðu verið birtar fréttir af endurupptöku máls þar sem málsaðili hafði sagt að hann hefði ekki vitað af fyrirtöku máls fyrir dómi.
Þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um upptöku mála þar sem fölsuð gögn voru notuð af dómurum til lausnar með utanlagadómum (dómum sem eru brot á gildandi lögum landsins) hefur umrædd nefnd hunsað kröfur um upptöku mála þótt skriflegar sannanir liggi fyrir að fölsuð gögn hafi verið notuð af dómurum.
Nefnd án virðingar hefur hunsað að svara erindum sem send hafa verið og reynt að skýla sér á bak við þögnina. Er þar komin enn ein skúringardeild hins rotna kerfis sem kallað er RÉTTARKERFI á Íslandi en í því kerfi eru verstu lögbrjótar á Íslandi og kallaðir dómarar.
Öll fjögur atriðin sem nefnd eru sem ástæða til endurupptöku máls eru grundvöllur sem fram hefur komið í endurupptökukröfum undirritaðs en yfirhylmingar yfir lögbrotum hafa einkennt störf nefndarinnar enda tilkoma nefndarinnar eingöngu ætluð til að hvítþvo gjörðir dómara.
Ef ekki er næg ástæða til þess að endurupptaka dómsmál þar sem sú svívirðing hefur átt sér stað að dómari hefur lagst svo lágt að nota fölsuð skjöl til að byggja úrskurð sinn á er auðvelt að álíta að um annarlega afgreiðslu hafi verið að ræða sem réðu úrslitum í dómsorðum.
Það skal viðurkennt að ekki er það ákjósanleg staða fyrir dómara að vera staðinn að því að fara ekki að gildandi lögum í starfi sínu og nauðga þar með réttarkerfinu.
Á því sem fram hefur komið í baráttunni við hið íslenska réttleysi (kallað réttarkerfi) og það að öll embætti sem eiga samkvæmt lögum að vera hornsteinn hins lýðræðislega réttarfars (ráðuneytin, Ríkissaksóknari, lögreglustjórinn, dómstólar og fleiri embætti) er ekki hægt annað en álíta það að þessi embætti (stjórnendur þeirra, embættin sjálf gera ekkert) séu rekin af annarlegum hvötum sem eiga ekkert sameiginlegt með því að gæta laga og réttar. Framferði stjórnenda þessara stofnana virðast vinna eins og skipulögð glæpastarfsemi af verstu tegund. Mafían og sambærileg samtök lögbrjóta eru hvítvoðungar í samanburði við íslenskar ríkisstofnanir (stjórnendur þeirra) þegar kemur að lögbrotum og öðrum verstu glæpum í sögu réttarfars mannkynssögunnar.
Það má gera ráð fyrir því að mörgum sem lesið hafa greinarnar undir heitinu MEINDÝR GLÆPAVERKA séu undrandi á því að nafngreindir aðilar, sem ásakaðir eru sem lögbrjótar, þori ekki að leita réttar síns með málshöfðun á hendur greinarhöfundi.
Ástæða hugleysisins er sá ótti lögbrjótanna að verða staðnir að alvarlegum glæpum í störfum sem opinberir starfsmenn er engar málsbætur eiga sér til varnar. Hvort leyfilegt sé að telja þessa aðila sem ærulitlar persónur er hverjum frjálst.
Hefur það hvarflað að manni að undirborðsgreiðslur eigi umtalsverðan þátt í þeim utanlagaafgreiðslum þjóna dómskerfisins og ekki síst í þeim málum er fjölluðu um ósæmilega meðhöndlun á fjármunum lífeyrissjóða með vísan til þess er fram kom rúmum tveimur mánuðum eftir dómsuppkvaðningu. Í þeim málum sá dómarinn ekki sóma sinn í að boða málsaðila til dómþings þar sem fyrir lágu upplýsingar um margt misjafnt og óheiðarlegt við vörslu fjármuna sem urðu opinberar við hrun bankans.
Verður fróðlegt að sjá hvort nefndarmenn ENDURUPPTÖKUNEFNDAR telji ástæðu til að stefna undirrituðum vegna þessara ummæla eða hvort þeir velji þögnina af ótta við að utanlagaafgreiðslurnar komist í hámæli.
Reykjavík 21. október 2015.
Kristján S. Guðmundsson
Árskógum 6 12- 2
109 Reykjavík
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.