Hlýnun í lofthjúp jarðar?

Grein þessi er sett fram í tilefni af fjölþjóða ráðstefnu um loftslagsbreytingar í lofthjúp jarðar.

Eru ummæli frægs rithöfundar sönn, um starfsemi hinna svokölluðu vísindamanna, en hann skrifaði að fullyrðingar vísindamanna um loftslagsbreytingar á jörðinni væru einungis settar fram til að knýja út meira fjármagn til að halda áfram sinni starfsemi. Fullyrðingar þeirra væru án nokkurrar stoðar í raunveruleikanum. Samkvæmt þessum ummælum rithöfundarins eru margskonar rannsóknir sem fram fara á jörðinni í ætt við atvinnubótavinnu.

Samkvæmt einni vísindakenningu var þannig umhorfs á jörðinni að ekkert þurrlendi var til, aðeins vatn yfir allt, svonefnt Alheimshaf. Var það ekki beinn sjór (saltur) heldur tók vatnið í sig salt af sjávarbotni í aldanna rás.

Það sem vekur enn meiri furðu varðandi kenningar eru þær að sjór (vatn) hafi verið á jörðinni en ekkert súrefni í lofthjúp jarðarinnar.

Því er spurt: Hvernig gat vatn (sjór) orðið til án súrefnis þar sem að súrefni er talið annað aðalfrumefnið í efnasambandi vatns?

Ein kenningin sem birst hefur á prenti er að langt aftur í tímatali jarðsögunnar hafi hlutfall súrefnis í lofthjúp jarðar verið um 30%. Var það löngu áður en farið var að huga að framleiðslu á manninum.

Hefur maðurinn orsakað rýrnun á hlutfalli súrefnis í lofthjúp jarðar?

Er það rétt frá skýrt að í einu eldgosi komi upp meira magn hinna svonefndu gróðurhúsalofttegunda en mannskepnan lætur frá sér fara á mörgum árum?

Ef breyting hefur orðið á hlutfalli kolsýru í andrúmslofti (lofthjúp) jarðar af mannavöldum, að frásögn fræðimanna, og kennt um brennslu jarðefna. Þá er rétt að spyrja:

Hver er munurinn á losun CO2 á sólarhring frá 1,5 milljörðum manna 1950 og sjö milljörðum dýra af ættinni HOMO Saphiens 2015? Að auki mætti bæta við losun á þessari lofttegund það sem kemur frá öllum þeim fjölda húsdýra og annars fénaðar sem notaður er til að halda lífi í þessum mannfjölda.

Er þörf á að senda mannskepnur í stórum stíl í endurvinnslu til að ná jafnvægi varðandi gróðurhúsalofttegundir í lofthjúp jarðarinnar og minnka þannig útblástur á CO2?

Varðandi svartsýnis spár vísindamanna um ofhlýnun jarðar er bent á eftirfarandi sem tekið er úr þekktu fræðiriti.

„Loftslag var þá undrahlýtt um alla jörð. Þar sem nú eru Bandaríki Norður- Ameríku, var fullkomið hitabeltisloftslag, og litlu var kaldara við heimskautin. Hvarvetna uxu þá glæsilegir byrkniskógar, meira að segja í heimskautabeltunum, enda þótt heimskautanóttin væri bæði löng og dimm þá eins og nú er. Það var þrungið vatnsgufu og kolsýru, sem hélt hitanum niðri við yfirborð jarðarinnar undir stöðugu skýjaþykkni.“

Hvernig var aðkoma mannsins á þeim tíma að þeirri veðurfarsbreytingu?

Hafa ekki verið miklar sveiflur í breytingu á veðurfari á jörðinni í aldanna rás án sjáanlegrar aðkomu þeirra lífvera sem búið hafa á jörðinni í gegnum þúsundir eða milljónir alda?

Enn ein kenning fræðimanna er varðar loftslagsbreytingar á jörðinni eru svokallaðar ísaldir. Ef þær kenningar eru réttar hvar kom maðurinn með sínum aðgerðum að þeirri breytingu? Var þá engin vatnsgufa (ský) og kolsýra í lofthjúp jarðar er leiddi til þess að mest allur varmi sólar er barst til jarðarinnar streymdi út í himingeyminn í heiðskýrum himni?

Verður Miðjarðarhafs loftslag á Íslandi eftir nokkra áratugi?

Ein furðukenningin er varðandi eyðingu á svokölluðu OSON-lagi lofthjúpsins. Fræðingarnir hafa viljað kenna um notkun á ákveðnum klór-lofttegundum sem notaðar voru.

Aldrei hefur fengist skýring á því hvernig það gerist að mælingar á svokölluðu gati á OSON-lagi lofthjúpsins er eingöngu yfir Suðurskautslandinu eða á svæði fyrir sunnan Syðri-heimskautsbaug.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa fengist hefur notkun OSON-eyðandi efna verið 80 til 90% á norðurhveli jarðar og ekki talað um marktæka breytingu OSON-lagsins í lofthjúp jarðar yfir þeim heimshluta.

Það skal viðurkennt að rannsóknir vísindamanna hafa bætt lífsafkomu jarðarbúa í gegnum aldirnar á margvíslegan hátt ( mannskepnunnar vel, en misjafnlega varðandi aðrar lífverur jarðarinnar).

Það væri vel gert ef einhver af þeim fræðimönnum íslenskum treystu sér til að fræða fáfróðan og svara þeim spurningum er hér eru lagðar fram.

Reykjavík 3. nóvember 2015

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband