Nytsamir sakleysingjar.

Hinir saklausu á Íslandi er boðið hafa aðstoð við hið svokallaða flóttafólk er vorkunn.

Fólk í nauðum vekur oft meðaumkun með fólki og er reiðubúið til að aðstoða en oft er aðstoðin hengingaról þeirra sem aðstoða.

Þessi ábending er tilkominn vegna þeirra vandræða milljóna manna sem flækjast um lönd í leit að öðru lífi. Lífi sem stundum er byggt upp á hatri og hefndarþrá eins og sannast hefur með þeim hryðjuverkum er framin hafa verið síðustu árin.

Þriðja HEIMSSTYRJÖLDIN hófst með árás heiftúðugra trúarofstækismanna á Tvíburaturnana í Nem York 11. september 2001. Þessi styrjöld verður hugsanlega langvinn, jafnvel í 100 ár.

Styrjöld ofbeldis vegna trúarkenninga og siða beinist aðallega að saklausum borgurum sem ekkert hafa unnið til saka er réttlætt getur ódæðisverk þessara ofsatrúarvillinga. Opinberlega eru þessir villingar fordæmdir af mörgum trúarleiðtogum þeirra trúarbragða er ódæðismennirnir kenna sig við. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að sannanir liggi fyrir um að skipulagning og hvatningar trúarleiðtoga hafi farið fram í bænahúsum þeirra til margra ódæðisverka sem framin hafa verið.

Viðtal við Ólaf R. Grímsson forseta Íslands í sjónvarpi fyrir tveimur dögum var þörf ábending til nytsamra sakleysingja á Íslandi varðandi hina svokölluðu flóttamenn. Ábending forsetans varðaði löghlýðni flóttamanna svo og mismunandi menningarviðhorf. Það flóttafólk sem um er að ræða hefur ekki verið reiðubúið til að undirgangast gildandi lög þess lands sem það hefur valið sem framtíðar búsetusvæði sitt heldur krefst það þess að lögum og siðum viðkomandi lands verði breytt í samræmi við menningarviðhorf flóttamannanna.

Ummæli forsetans sem ekki er hægt að heimfæra undir rasisma heldur skynsemi eru samhljóða því sem áður hefur komið fram hjá öðrum þjóðarleiðtogum eins og í Canada. (Sjá grein undirritaðs á BLOGGI frá 26. september 2015).

Þeir sem vilja koma til landsins til búsetu verða að sætta sig við þau lög og siði sem í gildi eru í landinu og fara eftir þeim eða halda þegar í stað til sinna fyrri heimkynna. Sú frekja sem fram hefur komið hjá þessu fólki, að breyta þurfi lögum og siðum í löndum sem það kýs að heimsækja, og vill setjast að í, leiðir fyrr en seinna til alvarlegra árekstra eins og þegar er farið að koma fram í öðrum Evrópulöndum.

Það er ekki verið að segja að þetta fólk sé óalandi og óferjandi heldur verður það að sætta sig við að sérhver útlendingur sem kemur til lands, sem ekki er heimaland viðkomandi, verður skilyrðislaust að fara að gildandi lögum þess lands sem það heimsækir og á engan rétt til þess að krefjast að lögum og siðum fólks í landinu verði breytt aðeins til að þjóna þeim aðkomnu.

Flóttamönnum eða öðrum sem æskja dvalarleyfis til lengri tíma, annað en ferðamenn, á ekki að hleypa inn í landið án þess að það undirriti yfirlýsingu um að það fari í öllu eftir þeim lögum sem í gildi eru og sett verða í framtíðinni að viðlagðri fyrirvaralausri brottvísun úr landi ef út af er brugðið.

Þau vandamál sem hafa orðið í Svíþjóð og Þýskalandi ásamt fleiri löndum ættu að vera þörf áminning fyrir leiðtoga þjóðarinnar og annarra Íslendinga hvað varðar hugsanleg vandamál er þetta fólk flytur með sér.

Reykjavík 24. nóvember 2015

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Kristján minn. Vandinn á Íslandi felst í því að valdamiklir embættanna landsbúar fara nú í dag ekki að landslögum. Landslögunum sem mega einungis byggjast á Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands?

Vandamálin eru gömul/ný og óleyst á Íslandi, sama hvernig  styrjaldarstjórum fyrr/nú dettur í hug að blekkja almenning.

Þetta veist þú Kristján minn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.11.2015 kl. 00:10

2 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Frú Anna Sigríður Guðmundsdóttir ritar athugasemd við grein undirritaðs "Nytsamir sakleysingaar". Athugasemd Önnu S. G. á fullan rétt á sér miðað við ástand á stjórnun landsmála og mannréttindabrota af hálfu stjórnvalda. Grein mín fjallar um innflutning til landsins á aðilum (fólki)sem ekki vilja sætta sig við gildandi lög og siði í landinu og krefjast breytinga með tilliti til menningar þeirra sjálfra. Vísast þar til atvika sem komu fram í Canada og svarað af þar ráðandi stjórnvaldi. (Sjá grein undirritaðs á BLOGGI frá 26. september 2015, BLOGG  --2029339).

Kristján Guðmundsson, 25.11.2015 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband