11.1.2016 | 09:35
Meindýr glæpaverka 34. kafli.
Upphlaup sem orðið hefur innan stjórnkerfisins vegna frétta af meintu trúnaðarbroti starfsmanns lögreglunnar og það að þingmenn hafa tjáð sig um nauðsyn á að koma á eftirliti með störfum lögreglumanna er vísbending um siðblindu samfélagsins.
Á sama tíma og þetta upphlaup verður í þjóðmálum vegna meintra lögbrota manns eða manna í lægri stöðum samfélagsins horfa þessir sömu aðilar fram hjá lögbrotum manna í æðstu stöðum þjóðarbúsins. Er þetta vísbending um þá siðblindu er einkennir störf þeirra sem sitja í störfum sem talin eru æðri störf ríkisins. Benda má á aðkomu Jóns H.B. Snorrasonar að máli fyrir Hæstarétti nr. 15/1991 en þar voru brotin gildandi lög á gróflegan hátt.
Þrátt fyrir að stjórnendum landsins og Alþingismönnum hafi í mörg ár verið bent á þá lögleysu og ofbeldi er framkvæmt er innan svokallaðra dómssala réttarkerfisins hafa þessir aðilar ekki talið sig neitt geta gert því slík væru völd lögbrjótanna (ofbeldis- og ódæðismanna). Hafa þingmenn og stjórnvöld (ríkisstjórn), í viðtölum, viðurkennt að ofbeldi og ódæðisverk sem framin eru af íslenskum dómurum séu lögleg ódæðisverk og þeir hafi ekki vald til að stöðva ódæðisverkin.
Það hlýtur að vera alvarlegt ástand í þjóðfélaginu ef að ákveðnir misyndismenn sem vegna óaðgæslu hafa valist til trúnaðarstarfa ríkisins, eins og störf dómara eru, og þessir aðilar geti hagað sér sem hefnigjarnir ofbeldismenn eins og SS sveitir Nazista höguðu sér.
Íslendingum er miskunnarlaust refsað fyrir að fara ekki að gildandi lögum landsins settum af Alþingi á sama tíma og siðblindir glæpamenn fá að vaða uppi í dómssölum landsins með utanlagadómum (dómar sem ekki standast íslensk lög) klæddir blá-svörtum kuflum eða skikkjum og telja sig heiðarlega dómara.
Í kærumálum þeim sem lögð hafa verið fram hefur verið neitað um rannsókn á málunum af hálfu lögreglu og Ríkissaksóknara, þar sem framlagðar kærur eru styrktar óhrekjanlegum sönnunargögnum um þá siðblindu er dómarar komast upp með í skjóli embætta. Þar með er staðfesting á því að ekki eru allir þegnar landsins skyldugir að fara að gildandi lögum, þar eru dómarar undanþegnir.
Það sem einkennir framferði stjórnvalda er miskunnarlaus aðför að þeim þegnum sem misstíga sig í frumskógi ruglingslegra laga og reglna en óttast það að þvinga verstu lögbrjóta (dómara) nokkurs samfélags til að fara að lögum. Eru þar komin svínin í hinni marg frægu sögu Orwells.
Á sama tíma og ráðist er til atlögu af hálfu stjórnvalda gegn illa launuðum lögreglumönnum fyrir meintar misgjörðir í starfi er hægt að hækka laun ódæðismanna hins íslenska réttleysis um hærri upphæðir en útborguð laun lögreglumanna. Þetta siðleysi stjórnvalda sýnir í verki það sem leitt hefur til alvarlegra aðgerða af hálfu þegnanna í mörgum löndum á liðnum öldum með uppreisnum og sambærilegum aðgerðum. Ekki er hægt að lá neinum þótt lagt verði í það að aflífa slík siðblind meindýr fyrir ódæðisverk þeirra.
Með vísan til þess fals og flærðar Innanríkisráðherra er birtist í yfirlýsingu hennar um að hún leggi áherslu á mikilvægi þess að haft sé eftirlit með lögreglunni. Frúin gleymir því að hjá embætti hennar hefur legið, í mörg ár, kærur á hendur glæpsamlegu athæfi af hálfu dómara og fleiri opinberra starfsmanna í æðri störfum. Hefur Innanríkisráðherra ekki sýnt þann manndóm að láta rannsaka jafn alvarlegar ákærur á hendur starfsmönnum ríkisins í æðri stöðum eins og dómurum en telur í lagi að veitast að smáborgurum landsins.
Stjórnvöld óttast afleiðingarnar af þeim upplýsingum sem fram muni koma ef rannsókn fari fram á umræddum kærumálum. Hefðu framlagðar kærur ekki byggst á óhrekjanlegum sönnunargögnum hefði rannsókn farið fram þegar í stað af hálfu stjórnvalda til að geta beitt refsi- og agavaldinu gegn kæranda.
Að hennar mati (Innanríkisráðherra/dómsmálaráðherra) er ekki sama hverjir fara ekki að lögum (hverjir eru lögbrjótar) og því sé hægt að ráðast að lögreglumönnum í lægri stöðum á sama tíma og hylmt er yfir ódæðisverk sem framin eru af æðra settum starfsmönnum ríkisins eins og dómurum. Í þeim málum sem kærur liggja fyrir hjá lögreglu eru óhrekjanlegar, skriflegar sannanir fyrir lögbrotum, en niðurlæging hennar (ráðherrans)og stjórnkerfisins eru meira virði en mannréttindi þegnanna og því er hylmt yfir málin með þögninni.
Framferði Innanríkisráðherra (dómsmálaráðherra), núverandi og fyrrverandi, sýnir glögglega að ekki er sama hver brýtur lögin og hafa svínin forgang (Orwell) í þeim málum. Að mati frúarinnar (Innanríkisráð-herra) er ekki ástæða til að vasast í málum sem valda niðurlægingu hins íslenska stjórn- og réttarkerfis og þar með hennar. Því er reynt að svæfa kærur er valda hneisu fyrir stjórnvöld vegna andlegrar vanheilsu innan dómarastéttarinnar.
Það er gengið út frá því af Innanríkisráðherra/dómsmálaráðherra að þeir sem bera blá-svartar skikkjur við störf sín séu hafnir yfir alla gagnrýni þótt andleg vanheilsa skíni út úr störfum þeirra. Það hefur lengi loðað við íslenskt samfélag að ekki sé sama Jón dómari, forstjóri eða handhafi annarra titla eða Jón öreigi. Það sé að mati ráðherranna alltaf óhætt að ráðast á lítilmagnann til að verja sín eigin mistök eða ódæðisverk.
Er það spurning hvenær fjöldahreyfing fer af stað og krefst rannsóknar á jafn alvarlegum kærumálum og hafa verið lögð fram á hendur mönnum í æðstu störfum. Stjórnvöld og hinir ákærðu hafa ekki þorað að stefna undirrituðum fyrir meiðyrði og hótanir þar sem við yfirheyrslur í sambandi við slík mál fyrir dómstólum kæmu fram allar upplýsingar sem reynt er að þegja í hel með aðgerðarleysi.
Svo virðis sem persónuleg afstaða dómara til mála sem koma til úrlausnar dómstóla ráði en ekki lagabókstafurinn og tilgangurinn með setningu laganna. Brenglað andlegt ástand sumra af þeim sem komast í embætti dómara kristallast í utanlaga dómum þeirra þegar hægt er að leggja fram skriflegar sannanir fyrir geðþótta úrskurði þeirra.
Reykjavík 11. janúar 2016.
Kristján S. Guðmundsson
Árskógum 6 12-2
109 Reykjavík
Athugasemdir
Sæll Kristján sjómaður og bloggari. Þú ert perla sem maður og sennilega sem sjómaður líka. En sannmæltur ertu og skrifar það á bloggsíðuna þína sem margir margir hefðu viljað skrifa sjálfir, en ekki komið sér að því eða bara ekki hreint og beint þorað að gera það.En þú gerir það og átt allan heiður og virðingu fjölda margra fyrir það Kristján S. Guðmundsson. Ættum við fleiri slíka sjómenn (persónur)eins og þig værum við örugglega mun betra þjóðfélag og gætum endurheimt virðingu erlendis aftur, það er ég hand viss um. Meiga allar góðar vættir vermda þig og þína og þakka þér fyrir góð skrif.
50 cal.
Eyjólfur Jónsson, 11.1.2016 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.