22.2.2016 | 09:29
KNOLL og TOTT.
Margir þekkja hina frægu myndasögu af hrekkjalómunum K. og T.
Það eru færri sem gera sér grein fyrir að Knoll og Tott nútímans eru Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Það sem skilur að teiknimyndasöguprakkarana og pólitíkusana að hinir íslensku KNOLL og TOTT virðast óheiðarlegir í gjörðum sínum.
Á sama tíma og ýmis vandamál eru í þjóðfélaginu sem þarf að leysa en er ekki gert þar sem KNOLL og TOTT þurfa að hugsa um eigin hagsmuni.
Knoll og Tott hafa ekki séð sóma sinn í að búa vel að eldra fólki og sjúklingum á Íslandi, eins og þörf er á, heldur fara út í sýndarverkefni til að kaupa hugsanleg atkvæði í kosningum. Þessir hrekkjalómar hafa ausið fé og lofað meiru fé í svokallað flóttamannavandamál.
Af framkomu Knoll og Tott í flóttamannavandamálinu gera þeir sér vonir um atkvæði hinna nytsömu sakleysingja sem hafa tjáð sig háværum rómi um að Íslendingar eigi að aðstoða flóttamenn. Þessir nytsömu sakleysingjar eru ekki reiðubúnir til að leggja fram eigið fé í þessum tilgangi heldur krefjast framlags úr ríkissjóði til að fjármagna verkefnið.
Stjórnmálamenn eins og KNOLL og TOTT sem hlaupa eftir upphlaupi sakleysingjanna eiga litla von sem framtíðar stjórnendur landsins. Á meðan hinir nytsömu sakleysingjarnir stjórna verkum hrekkjalómanna K. og T. eru stór vandamál hjá eldri borgurum og sjúklingum svo og vegna vandamála í heilbrigðisþjónustu ríkisins.
Hrekkjalómarnir K. og T. hafa gleymt því að þeir sem komnir eru á efri ár í dag voru þeir sem lögðu grunninn að velferðarríkinu sem Ísland getur verið. Þessar kynslóðir sem lögðu grunnin að velferð Íslendinga eru svívirtir í dag af Knoll og Tott.
Hafa hrekkjalómarnir K. og T. ekki vílað fyrir sér að taka fullt tillit til eigin hagsmuna eða hagsmuna sinna. Sem dæmi um eiginhagsmuni má taka út græðgi KNOLL sem lét ríkið kaupa 24.ooo.oookr. bifreið undir sig sem hann, samkvæmt reynslu af fyrri ráðherrum í ríkisstjórna, hyggst yfirtaka þegar hann lætur af störfum. Sú græðgi stjórnmálamanna eins og Knoll og Tott að krefjast þess að hafa einkabifreiðastjóra til að þjóna sér er óforsvaranleg.
Fyrir nokkrum árum þegar upp kom umræða um græðgi ráðherranna að krefjast bifreiðastjóra var afsökun ráðherranna að þeir vildu ekki aka undir áhrifum áfengis og þyrftu því á þessari þjónustu að halda. Ef ráðherrar eru að öllu jöfnu undir áhrifum áfengis eða annarra fíkniefna er skiljanlegt að stjórnun þeirra sé jafn brengluð og raunin er. Ef eitthvað vit væri í þeim gráðugu ráðherrum ættu þeir að taka leigubíl heim til sín þegar þeir eru undir áhrifum vímuefna og spara þann kostnað er verður af notkun einkabifreiðastjóra. Nota mætti þá fjármuni sem sparast við heiðarlega starfsemi ráðherra til nauðsynlegra þátta stjórnsýslunnar eins og heilbrigðiskerfisins. Einnig mætti spara þá fjármuni sem fer í bifreiðakaup fyrir ráðherra og þeim bent á að fá sér bifreið eins og aðrir þegnar samfélagsins eða nota almennings samgöngur. Ráðherra skortir ekki fé til þess að kaupa eigin bifreið.
Svo vikið sé að BORGUNAR-málinu er þar enn einn skrípaleikurinn í stjórnsýslu Framsóknar-, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í meðhöndlun ríkiseigna. Erfitt er að skilja það að Tott hafi ekki vitað um sölu Landsbankans á Borgunar-eigninni. Ef Tott vissi ekki að náfrændi hans var einn af eigendum fyrirtækisins BORGUNAR er þörf á skýringum.
Hvernig komst hluti af fyrirtækinu BORGUN í eigu landsbankans?
Var eign Landsbankans í Borgun komin til vegna stuðnings ríkisvaldsins (Landsbankans) við fyrirtæki sem var komið í gjaldþrot eins og bankarnir voru?
Fróðlegt væri að fá vitneskju um þessa leyndarsölu Borgunar, hvort Knoll og Tott hafi viljað koma þessum verðmætum í réttar hendur (að þeirra mati) áður en þeir missa stólana?
Er það stefna Knoll og Tott að engar eignir í fyrirtækjum eða framkvæmdum eigi að vera á vegum ríkisins heldur allar eigur á vegum gróðapunga sem tilheyra flokkum þeirra?
Er ekki hægt að reka fyrirtæki í eigu ríkisins vegna skipulagðrar hyskni þeirra sem fengnir eru til að stjórna þeim? Stjórnarmenn ríkisfyrirtækja hafa verið leppar stjórnmálaflokkanna en ekki sjálfstæðir, óháðir stjórnendur.
Það hefur einkennt fyrrverandi ríkisfyrirtæki að hagnaður fyrirtækjanna hefur orðið umtalsverður eftir að ríkið sleppti takinu á fyrirtækjunum.
Knoll hefur reynt að gera grín að Kára Stefánssyni fyrir undirskriftasöfnun hans varðandi heilbrigðismál á sama tíma og hann (Knoll) getur sóað fjármunum ríkisins í gæluverkefni sín og einkahagsmuni.
KNOLL og TOTT ættu að taka tillit til ástands í þjóðfélaginu og hætta að skipta sér af vandamálum er varðar gróða hergagnaframleiðenda og snúa sér að því að leysa úr innanlandsvandamálum, jafnframt því að leggja einkahagsmuni sína á hilluna.
Pólitíkusar eins og KNOLL og Tott eru ekki kjörnir á þing til að sinna einkahagsmunum heldur hagsmunum og velferð þegnanna.
Reykjavík 22. febrúar 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri.
Athugasemdir
Snilldar pistill og ekki hægt að orða þetta betur.
Þetta er ákkúrat sannleikurinn eins og við sjáum hann
en þeim er alveg sama. Enda fellur eplið sjaldan
langt frá eykinni, ekki satt..??
Takk fyrir.
Sigurður Kristján Hjaltested, 22.2.2016 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.