26.2.2016 | 12:52
Hýsingaraðilar með litla ábyrgð.
Ofanritað heiti á grein í Morgunblaðinu hinn 7. feb. 2016 er athyglisverð sem og orð sem höfð eru eftir lögmanni í greininni.
Ærumeiðingar eru illur kostur gagnvart sumum persónum sem ausa mannorðsmorðum yfir einstaklinga eins og sumir dómarar gera. Á meðan allir þegnar samfélagsins þurfa ekki að fara að lögum eins og dómarar haga sér sem löglegir glæpamenn eru öll meðul notuð til að ná fram rétti sínum, sem eru mannréttindi.
Mannréttindi íslenskra þegna eru brotin af löglegum lögbrjótum (dómurum) vegna hræðslu stjórnvalda og Alþingis við dómsvaldið.
Af hálfu Alþingis (þingmanna) eru sett lög sem ætlast er til að þegnarnir fari eftir, að viðlögðum refsiákvæðum ef út af er brugðið. Þegar það vandamál kemur upp að aðeins hluti af þegnum ríkisins bera að fara að lögum og til séu löglegir lögbrjótar (ódæðismenn) í æðri stöðum ríkisins sem eru undanþegnir lögunum þá vandast málið. Fyrir þá sem verða fyrir barðinu á löglegum lögbrjótum og geta ekki fengið leiðréttingu mála gagnvart hinum löglegu lögbrjótum er komin upp alvarleg staða.
Þegar stjórnvöld (framkvæmdavald / lögregla) hunsa það að veita þegnunum þá vernd sem þeir eiga rétt á, gegn (ó)löglegum lögbrjótum, samkvæmt stjórnarskrá (þ.e. mannréttindi samkvæmt fjölþjóða samþykkt) er fátt fyrir þolendur lögbrotanna annað að gera en taka refsiaðgerðirnar í eigin hendur.
Eitt af þeim refsiaðgerðum sem fært er að beita eru notkun nýtísku fjölmiðla til að koma hreyfingu á málin.
Eftir lögmanninum (R.T.Á.) er haft að vernda þurfi friðhelgi persónu, æru og einkalíf.
Eftir lögmanninum er haft að: Ærumeiðingar geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir og raunverulegir hagsmunir í húfi.
Í umræddu viðtali kemur einnig fram að hin öra þróun í tækninni gefi fólki marga kosti til tjáningar. Einnig vitnar hann til túlkunar laga af dómurum.
Lögmannastéttin hefur verið lögleidd sem aðstoðaraðilar fyrir þegnana, þegar reka þarf mál fyrir dómi, til að fá skýringu á því hvað vakað hefur fyrir löggjafanum með lagasetningunni.
Því er hér með háttvirtur lögmaður R.T.Á. spurður að því: Hver ástæðan sé fyrir því að lögmenn neita að taka að sér mál ef meintur lögbrjótur hefur titilinn dómari?
Er það rétt að lögmenn eru svo hræddir við hefnigirni dómara með vísan til framtíðarmála sem viðkomandi lögmaður væri fenginn til að reka fyrir dómi.
Hvaða leið er fær fyrir íslenskan þegn til að halda mannréttindum sínum, æru og eigin hagsmunum þegar lögbrjóturinn er í stöðu dómara við utanlaga-dómssögu sína?
Hefur lögmanninum ekki yfirsést að til eru lögbrjótar sem ekki næst til nema að tjónþoli taki refsivaldið í eigin hendur.
Því miður má skilja skráð ummæli lögmannsins að verið sé að stefna að því að þrengja kosti þeirra, sem verða fyrir lögbrotum af (ó)löglegum lögbrjótum (dómurum), til að ná fram rétti sínum.
Lögmaðurinn hefði átt að byrja á sinni umfjöllun um lög og tjáningarfrelsi á því að skerpa þurfi á ákvæðum laga hvað varðar að allir þegnar landsins þurfi að fara að lögum og þar með hinir (ó)löglegu lögbrjótar eins og dómarar og æðri embættismenn ríkisins.
Um leið og allir þegnar landsins þurfa að fara að gildandi lögum og þar með taldir menn í æðri stöðum ríkisins svo og þeir sem geta keypt sér undanþágur frá lögunum eru settir á pláss og þurfa að fara að gildandi lögum þá dregur úr eða hverfa skráðar ærumeiðingar.
Er það stefna lögmanna að utanlagadómar fái þann sess í réttarkerfinu að jafnist á við sett lög af Alþingi?
Er það ærumeiðing að segja frá misgjörðum og lögbrotum ærulausra manna?
Er það stefna lögmanna að standa undir ummælum dómara að málsaðili hafi haft lélegan lögmann fyrir sig við málsmeðferðina. M.ö.o. að dómsniðurstaðan var ekki byggð á gildandi lögum, heldur orðagjálfri lögmannsins.
Væri æskilegt að nefndur lögmaður R.T.Á. beitti sér fyrir því að mál gegn lögbrjótum í dómarastétt fái löglega meðferð en ekki sjálfdæmi lögbrjótanna.
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.