Fjölþjóðasamfélag.

Þessi framsetning á samsetningu þjóðar er allundarleg þótt meira mætti segja.

Mikið hefur verið rætt og ritað um fólksflutninga landa í milli vegna mismunandi lífsafkomu í hinum ýmsu löndum.

Fjölmenningarsamfélag er rómað af mörgum og sumir halda ekki vatni af ástríðu til að sem flest afbrigði af fólki, menningu og siða sé blandað saman. Þessi ástríða einkennist af athyglissíki og vanþekkingu fólks sem kalla má nytsama sakleysingja. Þetta fólk hefur enga reynslu af mismunandi menningu og siða sem eru ríkjandi á hinum ýmsu svæðum jarðarinnar.

Því er spurt: Á aðkomufólk (aðflutt fólk) að samlagast siðum þess samfélags sem það kýs að setjast að í eða eiga þeir sem fyrir eru að skipta yfir í siði aðkomufólks?

Algengt er að heyra og lesa um óbeinar kvartanir aðkomufólks að það (aðkomufólkið) finnst því sem það sé einangrað og ekki virt sem jafningjar frumbyggjanna ( þeirra sem eru fyrir áður en aðkomumenn komu). Af þessari ástæðu verða til það sem kallað hefur verið GETTO eða svæði sem fólk af sama menningasvæði safnast saman á eftir flutning til annars menningarsvæðis.

Ef upplýsingar eru réttar sem mikið er rætt um þá er þegar orðið í Reykjavík svæði sem talið er GETTO þar sem fólk af svipaðri menningu og trúarbrögðum hefur safnast saman. Einnig er farið að koma upp gengi lögbrjóta sem ekki virða siði og menningu Íslendinga með vísan til átaka gengja sem kölluð hafa verið glæpagengi að erlendri fyrirmynd.

Ef Íslenskir fjölmenningar elskendur, hinir nytsömu sakleysingjar, eru að kalla yfir okkur þá ómenningu sem fylgir flóttafólki samkvæmt reynslu annarra Evrópu þjóða er því fólki (hinum nytsömu sakleysingjum) heimilt að flytja úr landi til þeirra menningarsvæða sem það er hrifið af. (Má þar vísa til frægs atviks er íslenskum BOLSIVISMA sem rómaði þá kenningu og var honum boðið að flytja til þess ríkis þar sem sú menning ríkti).

Það er ekki með þessu verið að segja að siðir þessa fólks séu óæðri siðir en okkar en að láta aðkomufólk umbylta siðum og menningu, sem hefur viðgengist í mörg hundruð ár á Íslandi, getur ekki talist réttlætanlegt. Ef þetta fólk er reiðubúið til að virða og samlagast siðum og menningu okkar og þar með tungumálinu um aldir og ævi er óþarfi að amast við því.

Eitt stórt vandamál er verður til við komu þessa fólks er t.d. tungumálavandamál sem orðið er eitt af stærri vandamálum í íslensku samfélagi. Að auki eru allmörg atvik sem leitt hafa til vandræða vegna komu útlendinga til landsins og dvalið um lengri eða skemmri tíma.

Ekki er hægt að mæla því bót að aðfluttir séu um 10% af íbúum landsins og 95% af þeim tala ekki Íslensku. Slíkt býður upp á einangrun fólks og myndun GETTÓA.

Á meðan íslensk stjórnvöld hafa ekki manndóm í sér til að sjá íslenskum þegnum fyrir mannsæmandi lífskjörum er ekki hægt að sjá að stjórnvöld hafi rétt til þess að sólunda fé til að halda uppi erlendum vopnaframleiðendum.

Reykjavík 28. febrúar 2016

Kristján S. Guðmundsson

f.v. skipstjóri

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ágæt Kristján þakka þér fyrir. 

Hafandi ekki efni á að reka heilsugæslu eins og við vildum hafa hanna og ráðherra húsnæðismála með allt niðurumsig hoppandi af ánægju yfir að geta fengið erlent fólk á ofmettaðan leigumarkaðinn svo nokkuð sé nefnt, er verulaga skakkt  gagnvar gömlum, fötluðum og barna fólki sérstaklega.   

Hrólfur Þ Hraundal, 28.2.2016 kl. 21:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband