Vinnubrögð fjármálaeftirlits.

Vinnubrögð stjórnenda fjármálaeftirlits eru mjög sérkennileg eða starfsregla stofnunarinnar er meingölluð.

Í fréttum á vef Morgunblaðsins er frétt um það að fjármálaeftirlitið hafi sektað Almenna lífeyrissjóðinn um 18.ooo.ooo—KR. vegna meintra mistaka eða græðgi stjórnenda sjóðsins við fjárvörslu fyrir sjóðsfélaga.

Verður þessi ráðstöfun eftirlitsins að teljast sérstök að sekta dauðann lögaðila sem hefur ekkert framkvæmdavit né getu til neins.

Spyrja má: Hvernig getur lögaðili tekið sjálfstæða ákvörðun þar sem lögaðili hefur ekki bestu vitund né aðgerða hæfileika?

Hefur Fjármálaeftirlitið leyfi (lagalega heimild) til að rýra eigur lífeyrissjóðsfélaga vegna meintra lögbrota stjórnenda sjóðsins?

Þeir sem hafa framkvæmt hið meinta lögbrot, að mati eftirlitsins, eru stjórnendur lífeyrissjóðsins og hljóta að vera ábyrgir gjörða sinna. Því væri nær fyrir Fjármálaeftirlitið að sekta sökudólgana persónulega og jafnvel svipta þá leyfi til að sitja í stjórn slíkra lögaðila sem lífeyrissjóðir eru. Sú sekt sem hefur verið ákveðin er beinn þjófnaður frá eigendum sjóðsins sem eru lífeyrisþegar og aðgerðin í óþökk eigendanna. Hver/hvor þjófurinn er á þessum 18.000.000—KR. má Fjármálaeftirlitið ákveða en það eru ekki eigendur sjóðsins (sjóðsfélagar). Lífeyrissjóðum er stjórnað af 6 persónum atvinnurekenda á móti 4 persónum eigenda sjóðsins eða þrír frá atvinnurekendum á móti tveimur frá sjóðsfélögum.

Hinir raunverulegu eigendur sjóðanna hafa ekki tök á að fylgjast með öllum gjörðum stjórnenda sem eru aðallega leppar atvinnurekenda að 3/5 hluta. Fulltrúar sjóðseigenda eru ekki valdir til að stunda lögbrot. Lögbrot eru á ábyrgð gerenda en ekki sjóðsfélaga.

Í ljósi þess að sérhver þegn er ábyrgur gjörða sinna innan íslenskra laga og sérstök ábyrgð ef eitthvað er framkvæmt utan gildandi laga. Lífeyrissjóður getur ekki verið ábyrgur heldur þeir sem vinna fyrir eigendur hans. Stjórnendum er falið að vinna innan gildandi laga og hafa ekki fengið leyfi eigenda til að brjóta lögin. Lögin hafa verið brotin af stjórnendum lífeyrissjóðsins en ekki lögaðilanum, lífeyrissjóðnum.

Fjármálaeftirlitið hefði mátt sína þessa röggsemi gagnvart stjórnendum Landsbankans og stjórnum þeirra lífeyrissjóða sem voru í vörslu Landsbankans fyrir hrunið 2008. Þá kom í ljós að sólundað hafði verið um 40% af eignum sjóðanna með ólögmætum hætti og þar með einkaláni til stjórnarformanns bankans án nokkurrar tryggingar.

Það er ekki traustvekjandi stofnun Fjármálaeftirlitið þegar sum mál eru tekin fyrir en ekki önnur og virðist sem farið sé í feluleik með sum mál sem upp koma eftir því hverjir eru stjórnendur.

Reykjavík 29. feb. 2016

Kristján S. Guðmundsson

f.v. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband