4.3.2016 | 18:21
Bankagróði - ræningjavinnubrögð.
Mikið hefur verið rætt um milljarða gróða íslenskra banka. Gróði þessi á rætur til okurstarfsemi bankanna á öllum sviðum.
Í fréttum af gróða bankanna hefur komið fram að gróðinn sé að stórum hluta vegna sölu á eignum bankanna. Hvaðan komu þessar eignir?
Þær eignir sem um er rætt er það sem hirt var af eigendum fyrirtækjanna eftir innandyra bankarán í bönkunum og þar af leiðandi skort á fjármagni hjá eigendum fyrirtækjanna. Af hálfu bankanna voru fyrirtækin hirt af fyrri eigendum sínum sem voru að verðmæti langt umfram skuldir fyrirtækjanna. Stjórnendum banka tókst að ræna fyrirtækjunum af eigendum vegna vandræða við að greiða af lánum er stjórnendur fyrirtækjanna höfðu fengið.
Fyrirtækin voru margfalt verðmeiri en verðmat stjórnenda bankanna. Yfirtaka bankanna var liður í hvarfi þess fjármagns sem hirt var úr sjóðum bankanna vegna óstjórnar og græðgi stjórnenda þeirra.
Við bankaránin þá hurfu stórar fjárhæðir úr sjóðum lífeyrissjóða sem voru í vörslu banka. Þetta hvarf fjármagns frá lífeyrissjóðum leiddi til mikillar rýrnunar á lífeyrisgreiðslum til lífeyrisþega með alvarlegar afleiðingar fyrir marga. Má líkja þessu framferði stjórnenda banka sem hreinum þjófnaði auk þess sem stunduð var óheiðarleg framkoma stjórnenda sem kallað hefur verið markaðsmisnotkun.
Í ljósi þess að okurgróði bankanna hefur verið eins og fréttir hafa borist af þá ættu stjórnvöld og stjórnendur bankanna að skila strax því sem tekið var ófrjálsri hendi úr lífeyrissjóðum í vörslu bankanna. Með því að skila því fjármagni sem tekið var mætti leiðrétta lífeyrisgreiðslur til þeirra sjóðfélaga sem urðu að sætta sig við 40% skerðingu á lífeyrir við bankaránin.
Reykjavík 4. mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.