6.3.2016 | 21:10
Stjórnarskrárbullið!
Í frumvarpi til stjórnskipunarlaga kemur fram eitt af hinu fræga pólitíkusarbulli.
Önnur málsgrein frumvarpsins kveður á um að auðlindir náttúru íslands séu þjóðareign og tilheyri íslensku þjóðinni. Þessi málsgrein er ekkert annað en falskt yfirvarp.
Í næstu málsgrein kemur fram það sem er megin tilgangur þeirrar nefndar sem samið hefur þetta frumvarp. Eru þar komnar hinar klassísku undanþágur sem einkenna lagasetningu á íslandi. Náttúrauðlyndir og landsréttindi sem ekki eru háð eignarrétti eru þjóðareign.
Með þessari undanþáguklausu er verið að tryggja það að ræningjaréttur sé eignaréttur. Eftir setningu laga um fiskveiðistjórnun og kvóta til þeirra sem fengu veiðirétt á fiski í kringum landið þá hófst strax, þrátt fyrir skýrt ákvæði í lögum um að veiðiréttindi skapaði aldrei eignarrétt, þá töldu útgerðarmenn sig eiga kvótann og hófu sölu sín á milli til að hafa af sjómönnum laun þeirra því útgerðarmenn sögðust hafa keypt kvóta.
Þessi skrípaleikur hefur haldist allar götur síðan og yfirlýsingar útgerðarmanna um að þeir eigi kvótann er síbyljusöngur frá Landsambandi íslenskra útgerðarmanna.
Ákvæði um landsréttindi og eignarétt þess er enn eitt bullið.
Þetta eignarréttarákvæði á landi er aðeins gilt gagnvart þessum töldu eigendum þegar þeir hagnast á því. Strax og upp koma atvik þegar skaði verður af eignarréttarlandi þá skal almenningur borga tjónið.
Hinir svokölluðu Landeigendur lepja rjómann af nýtingu landsins en hinir þegnar landsins bera kostnaðinn af t.d. hvers konar hamförum. Er svo langt gengið að bændur krefjast greiðslu fyrir vatnsrennsli ánna eftir mikinn flutning á vatni frá suðurhöfum til landsins sem fellur sem rigning eða snjór. En verði skemmdir af flóðum í ánum eða snjóflóð falla á landareign þá skal kostnaðurinn falla á skattgreiðendur. Sama má segja um skriðuföll, snjóflóð og jarðskjálfta. Allt jákvætt er eign landeigenda en allt tjón er kostnaður skattgreiðenda.
Ef eitthvað vit á að vera í því ákvæði stjórnarskrár er varðar eignarrétt jarða þá á enginn eignarréttur að vera á landinu en ábúendur fái ábúðarrétt til ákveðins tíma og eigi það sem þeir hafa lagt til jarðarinnar s.s. fasteignir og jarðarbætur sem ekki hafa þegar verið greiddar af ríkinu.
Ef ekki verður farin þessi leið um eignarrétt ríkisins á öllum náttúruauðlindum landsins er ekki hægt að svipta þegna landsins rétti til veiða í hafinu eins og hverjum þóknast. Rétti sem hefur verið viðurkenndur réttur sérhvers Íslendings í rúm þúsund ár eða jafnlengi og mislukkaður eignaréttur á landi.
Á það skal bent sérstaklega að stjórnendur landsins hafa lagt þrælaálögur á landsmenn sem kallað hefur verið viðlagagjald sem er nokkurs konar trygging fyrir kostnaði er kemur til vegna náttúruhamfara. Undir náttúruhamfari falla jarðskjálftar, skriðuföll, snjóflóð, ágangur sjávar og flóð í ám. Ekki má gleyma þeim kostnaði er hefur fallið til vegna innflutnings á búfjársjúkdómum. Þess ber sérstaklega að geta að verði náttúruhamfari á stór Reykjavíkursvæðinu er leiddi til skemmda á þúsundi fasteigna á því svæði yrði lítið um bætur til handa þeim sem þar búa.
Það sem er ósvífnast í hinu svokallaða eignarréttarákvæði er krafa landeigenda um að fá greitt fyrir rennsli ánna og eign á jarðvarma en kostnaður vegna vatnsrennslis og jarðhita sem ekki verður stjórnað og veldur tjóni skal greiðast af öðrum en landeigendum.
Þetta frumvarp til stjórnskipunarlaga er yfirklór eitt og aðeins til að tryggja að þeir sem eru ekki landeigendur greiði kostnað af tjónum er verða vegna landeignar einstaklinga eða fyrirtækja.
Fjórða fyrirbærið í frumvarpinu fjallar um; Að jafnaði skal taka eðlilegt gjald fyrir heimildir til nýtingu auðlinda sem eru í eigu íslenska ríkisins eða þjóðareign. Þetta sem kallast eðlilegt gjald á að ráðast af því hvaða pólitíska valdaklíka er við völd hverju sinni eins og rifrildið um veiðileyfagjald hefur verið síðustu í leikhúsinu við Austurvöll, Alþingishúsinu.
Spyrja má: Hvers vegna er talin ástæða til að skerða rétt allra Íslendinga til veiða í hafinu sem hefur verið við lýði í yfir þúsund ár en horfa fram hjá landræningjunum sem kallað er eignarréttur landeigenda?
Reykjavík 6. mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.