10.3.2016 | 10:48
Tryggingafélög og ofurgróðinn.
Íslenskir gróðapungar, sem sína sitt andlit víða í þjóðfélaginu, sýna sinn innri mann og koma vel fram, sjálfum sér til hagsbóta, í fyrirhugaðri milljarða arðgreiðslu úr sjóðum tryggingafélaganna.
Á undanförnum áratugum hafa forystu menn tryggingafélaga gefið yfirlýsingar um að sjóðir tryggingafélaganna þurfi að vera svo og svo miklir vegna ófyrirséðs tjónskostnaðar sem komi oft ekki fram fyrr en eftir mörg ár. Þegar gróðapungarnir telja sig geta villt um fyrir viðskiptavinum sínum með upplýsingum um að tekið sé upp nýtt bókhaldskerfi sem leyfi eigendum tryggingafélaga að stela stórum fjárhæðum úr sjóðum sem ætlaðir eru til þess að greiða bætur til þeirra sem orðið hafa fyrir tjóni.
Á hverju ári undanfarin 70 til 80 ár hefur sá söngur verið sungin í höfuðstöðvum tryggingafélaga að hækka þurfi iðgjöldin vegna mikils tjónakostnaðar. Á sama tíma hafa safnast upp sjóðir sem nú á að hreins út líkt og innanbúðar rán bankanna. Blekkingaleikur í hinu pólitíska litrófi kemur skýrt fram í þeim fyrirhugaða skrípaleik sem nú er leikinn.
Brunabótafélag Íslands var stofnað á sínum tíma eftir mörg tjón sem ekki fengust bætt og forsjálir aðilar sáu lausnina í stofnun ríkisstofnunar sem annaðist skyldutryggingu fasteigna vegna bruna. Voru allir fasteignaeigendur (húsaeigendur) skyldaðir til að tryggja þar.
Gróðapungar tryggingafélaga sem voru starfandi, sáu ofsjónum yfir hugsanlegum ágóða vegna brunatrygginga og þvinguðu það fram að mislukkaðir pólitíkusar komu í gegn breytingu á lögum þar sem Brúnabótafélag Íslands skyldi lagt niður. Var tryggingafélögum fengið það verkefni að annast slíkar tryggingar en eftir sem áður voru eigendur fasteigna skyldugir til að hafa eigur sínar tryggðar.
Með þessari tilskipun stjórnvalda var milljarða gróða veitt inn á flæðilínur gróðapunganna sem hækkuðu iðgjöldin að eigin geðþótta langt umfram skynsemi.
Stjórnendur landsins hvar í flokki sem þeir eru hafa skipulega talað fyrir því að öll arðbær fyrirtæki verði seld til gróðapunganna. Gróðapungarnir sem þylja í síbylju að engir stjórnendur séu til í landinu til að reka fyrirtæki með hagnaði sem stjórnað sé af ríkisvaldinu. Þetta hafa þeir leikið með því að kaupa þá, sem hafa vit til að stjórna frá ríkisfyrirtækjunum. Enn þá er aðeins eitt fyrirtæki í eigu þjóðarinnar sem gróðapungunum hefur ekki tekist að eyðileggja. Þetta fyrirtæki er Landsvirkjun. Hafa gróðapungarnir reynt mikið til að yfirtaka þetta fyrirtæki. Gróðapungarnir náðu að eyðileggja Orkuveitu Reykjavíkur . Eru Reykvíkingar að borga fyrir skaða þeirra með 100% hærri gjöldum en þörf væri á ef gróðapungarnir hefðu ekki náð þar völdum um tíma.
Ef gróðapungarnir halda fast við sitt arðrán frá tryggingarfélögunum er það krafa landsmanna að komið verði á fót ríkisstofnun sem annist allar tryggingar í samkeppni við gróðapungana og sýni landsmönnum hvernig hægt er að reka tryggingafélag með skynsömum hætti. Þess ber sérstaklega að geta að verði hagnaður af slíku ríkisfyrirtæki þá færi sá hagnaður til ríkisins en ekki til gróðapunganna.
Nú er hafinn aftur sá söngur er glumdi á landsmönnum á árunum fyrir bankahrun að það þyrfti að selja bankana. Íslensku bankarnir eru aftur komnir í eigu ríkisins. Samkvæmt fréttum eru tugmilljarða króna hagnaður af þessum fyrirtækjum sem gróðapungarnir vilja ná tökum á.
Það sem ekki hefur farið hátt er það að hagnaður bankanna er vegna okurs á þjónustu af þeirra hálfu. Okur á bankaþjónustunni hefur þann tilgang að ná inn því fjarmagni sem hirt var úr sjóðum bankanna með innanhúss bankaránum gróðapunganna.
Reykjavík 10. mars 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.