29.3.2016 | 12:38
Atvinnubótavinna stjórnenda fræðslumála.
Af hálfu fræðsluyfirvalda haf verið gefnir út bæklingar sem kallaðir hafa verið aðalnámsskrá. Eru þetta talsverð ritsmíð.
Það sem vekur undrun við lestar þessara bókmennta er skilningsleysi eða vanþekking þess eða þeirra sem hafa samið ritverkið. Sumt af því sem fram er sett er vafalítið gert af einlægni en af þekkingarskorti á kennslu.
Samkvæmt því sem kallað er inntak og skipulag náms er yfirferð um kennsluaðferðir og vinnubrögð við kennslu. Í kafla þessum stendur m.a.
Val á kennsluaðferðum og skipulag skólastarfs verður að miðast við þá skyldu grunnskóla að sjá hverjum fyrir bestu tækifærum til náms og þroska nemenda. Kennarinn verður að taka mið af þörfum og reynslu einstakra nemenda og efla með nemendum áhuga og vinnugleði. Kennsluhættir skulu taka mið af jafnrétti og jafnræði og mega ekki mismuna nemendum, t.d. eftir kynferði, búsetu, uppruna, litarhætti fötlun, trúarbrögðum eða félagslegri stöðu.
Í þessari framsetningu kemur fram alvarleg vanþekking aðila á starfsemi og skipulagi kennslu. Við stjórn kennslumála er ekki leyfilegt að skipta nemendum í bekki eftir þroska þeirra og andlegri getu til náms.
Áður og fyrr meir var nemendum skipt í bekki sem var vísbending um andlegan þroska nemenda. Þetta hafði neikvæða þætti í för með sér þar sem sumir bekkir voru kallaðir tossabekkir. Á þessum árum var það viðurkennt að börn, unglingar og fólk almennt er andlega sem líkamlega misþroska þótt á sama aldri sé. Þetta tossabekkja hugtak hefur verið leyst með mislukkaðri aðgerð þar sem nemendum er hrúgað saman í bekki á misjöfnu andlegu þroskaskeiði þótt aldur ára sé svipaður.
Sem dæmi um þetta þá er barn sem fætt er í janúar líklegra til að hafa náð meiri andlegum þroska en barn sem fætt er í desember sama árs. Einnig er stór þáttur í andlegum þroska einstaklinga það viðmót sem barnið elst upp við heima hjá sér.
Samkvæmt umræddum leiðbeiningum um kennslu í grunnskólum má ekki mismuna nemendum á neinn hátt. Það þýðir að kennari skal eyða jafnlöngum tíma fyrir sérhvern nemanda hver sem andlegur þroski nemandans er. Tölfræðilega séð hefur kennari í hverri kennslustund, sem er 40 mínútur, og þar með 2 mínútur til að sinna sérþörfum sérhvers nemenda í bekk með 20 nemendum. Í grunnin er kennsla í skólabekk miðuð við hópfræðslu allra nemenda, þ.e. að fræðslu er miðlað jafnt yfir allan hópinn.
Þá er komið að hinum andlega misþroska barna er veldur því að eitt eða fleiri börn ná ekki að skilja framsögn kennarans og þurfa sér túlkun eða ítrekaða framsögn á námsefninu. Er það svo í raun að tveir, þrír eða fjórir nemendur í 20 barna hópi þurfi þriðjung eða fjórðung af kennslutímanum til sérkennslu. Dæmi eru um það að barn sem skortir sérstaka eftirtekt og umhyggju leiti til kennarans eftir sértúlkun og eftirtekt frá kennaranum. Í sumum tilvikum er um skort barnsins á eftirtekt, alúð og umhyggju sinna nánustu.
Þessi sérleiðbeining kennara handa einstökum nemendum tekur tíma frá þeim sem eru lengra komnir á þroskabrautinni og þyrstir í fræðslu. Verður þar um óréttláta mismunun að ræða sem kennurum er bannað að viðhafa án þess að þeim sé gert kleyft að leysa vandann vegna skilningsleysis og vanþekkingar þeirra sem setja reglurnar. Reglur sem ekki er hægt að fara eftir án þess að mismuna nemendum.
Sem dæmi um mislukkaða námsskrá þá er þess getið að Við gerð námsgagna og val skal þess gætt að þau taki mið af grunnþáttum menntunar, þ.e. læsi, lýðræði o.s.frv.
Þetta er sett fram með miður góðum árangri eins og kannanir hafa sýnt varðandi leskunnáttu barna. Ástæða lakrar leskunnáttu barna og unglinga má rekja til þess að ekki má láta börn lesa upp í kennslustund eins og gert var við kennslu á miðri síðustu öld. Það að banna að börn skuli látin lesa upp í kennslustund er rakið til stríðni bekkjarsystkina. Einnig verður að taka tillit til þess að heimanám hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjórnendum. Afnám eða úrdráttur á heimanámi hefur rýrt gildi námsins og skert hæfni og færni nemenda til að lesa. Æfingar í lestri undir áheyrn foreldra er meiri hvatning en lestur fyrir kennara.
Sú ranga stefna sem farin hefur verið, að ætlast til þess að uppeldi barna sé að mestu leiti á ábyrgð kennara vegna skorts á vilja og dug foreldra til að ala upp börn sín, er stefna í átt til Aría-uppeldis Nasista Þýskalands þar sem undaneldið og uppeldið fór fram kerfisbundið á stofnunum. Uppeldi barna frá unga aldri fer núorðið fram í óbeinum fangabúðum leikskóla og grunnskóla. Auk þess eru börn keyrð áfram í gengdarlausri samkeppni í margs konar aukanámi eftir skyldunámið s.s. íþróttum, tónlistanámi, dansi o.fl. svo að lítill tími er fyrir hið frjálsa líf barnanna og samveru með foreldrum og systkinum.
Foreldrarnir hafa ekki tíma til að sinna þörfum barna sinna vegna vinnu + ræktina og önnur áhugamál sem rýra samverustundir foreldra og barna. Hið svokallaða stofnanauppeldi auk tímaskorts foreldra vegna aukastarfa eftir vinnu (ræktina o.fl.) er neikvætt fyrir börnin og brot á tilgangi laga um rétt barna.
Á það skal bent sérstaklega að læsi og leskunnátta kemur ekki nema með góðri þjálfun í lestri. Þjálfun í að lesa upphátt það sem skráð er.
Ekki má gleyma því að vart er rekið við í samfélaginu svo að umræðan snúist ekki um það hvort þetta og hitt eigi ekki að kenna í skólum. Eitt af aðal einkennum þessarar framsetningar í umræðum, að allt eigi að kenna í skólum, er sett fram af fólki sem hefur verið í skóla en aldrei haft þann starfa að kenna. Því má spyrja eiga kennarar að kenna börnum að lifa (lífsleikni), meðhöndlun fjármuna (með vísan til fjársveltra kennslustofnana) og aðra þætti hins daglega lífs sem hefur verið talið hlutverk foreldra.
Benda má á það ósamræmi í þessum stjórnaraðferðum að dæmi eru um að foreldrar kvarti um að barninu hafi verið kennt eitthvað sem er andstætt lífssjónarmiði foreldranna.
Það er ekki sældarlíf að vera kennari og þurfa að fara eftir mislukkaðri kennslustefnu stjórnvalda. Kennslustefnu sem ekki er hægt að fara eftir án árekstra vegna misskilnings foreldra á uppeldi barns.
Það verður aldrei gert svo að öllum líki. Framsetning á reglum og leiðbeiningum sem ekki er hægt að fara eftir leiðir yfirleitt til tjóns.
Ef fara á eftir framsettum leiðbeiningum af hálfu fræðsluyfirvalda þá þyrfti einn kennara fyrir hvern nemanda. Það væri heldur ekki fullnægjandi, til að koma í veg fyrir mismunun, því kennarar eru misjafnir og mismunur kæmi fram í færni og misjafnri kunnáttu kennara. Skólar eiga að vera fræðslustofnanir (hópfræðsla en ekki fangabúðir) en ekki uppeldisstofnanir.
Kennsla á að felast í því að kenna fólki (börnum, unglingum) helstu atriði þeirrar þekkingar sem mannkynið hefur aflað sér á löngum ferli. Kennsla í skólum á ekki að vera uppeldi barna og unglinga hvað varðar siðferði sem skilyrðislaust er á ábyrgð foreldra. Kennsla í siðfræði, siðferði getur aldrei orðið vandamál kennara í þjóðfélagi með siðfræðiskoðanir sem eru allt að því jafn margar og þegnar þjóðfélagsins.
Umrædda ritsmíð fræðsluyfirvalda má kryfja mikið betur en hér er gert og tíunda vandamál sem vonlaust er að leysa með þeim leiðbeiningum sem fram eru settar.
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.