3.4.2016 | 15:50
Misskilið frelsi kvenna.
FREE THE NIPPLE er eitt af helstu baráttumálum sumra kvenna.
Þessar kvennsur eru vitgrannar. Þær gera sér ekki grein fyrir því hvaða skaða þær gera öðrum konum.
Þessar FREE THE NIPPLE kvennsur hafa ekki gert sér grein fyrir því að margar konur þjást andlega vegna þess að þeim finnst brjóst sín vera of lítil. Konurnar reyna með ýmsu móti að bæta ásýnd sína með innleggi í brjóstahaldara eða fara undir hníf skurðlækna til að fá varanlega stækkun á þessum líkamspörtum.
Það er augljóst hverjum hugsandi kvennmanni sem og öðrum að þessi barátta NIPPEL-kvenna er mislukkuð barátta og gerir meiri skaða en þær gera sér grein fyrir.
Þessum Nippel-konum hefur yfirsést sú barátta kvenna fyrir banni (lokun) á svokölluðum nektarbúllum þar sem konur voru fengnar til að sýna sig allt að því alls-naktar. Það voru ekki karlar sem stóðu fyrir lokun á nektarbúllum heldur konur. Nippel-konurnar gera sér ekki grein fyrir því að karlar yrðu ekki vondir þótt konur afklæddu neðri hluta líkama síns eins og NIPPLANA.
Aðal kenning NIPPEL-kvenna er það að brjóst séu ekki kynfæri. Æskilegt er því að NIPPEL-kvennsur svari því hver ástæðan sé til þess að fjöldi kvenna leggst undir skurðarhníf læknis og láti stækka brjóstin í von um að fá betri ásýnd og útlit þegar þær sýna sig fyrir karlpeningnum. Erfitt er að skilja það að stærð brjósta, að áliti kvenna, sé til annars en ganga í augum á karldýrinu.
Það er hugsanlegt að sumir steggir (karlar) velji sér konur eftir brjóstastærð en þeir eru fáir. Konur eru yfirleitt valdar af karlmönnum, til nánari kynna, eftir öðrum þáttum en stærð brjósta. Eru þar stórir þættir eins og viðmót, framkoma með ívafi líkamans. Stærð brjósta er aukaatriði sem aldrei ræður úrslitum um val á sambýlingi til frambúðar.
NIPPEL-konum er heimilt að ganga naktar ef þær kjósa svo án mótmæla af hálfu karlpeningsins. En rétt þykir að benda á það að nakinn kvennmaður er ekki það sem bindur augu karlsins á myndefninu til frambúðar.
Ekki má gleyma því að veðrátta á Íslandi er ekki þess eðlis að konur almennt kæri sig um að ganga hálfnaktar hvað þá alls-naktar svo að framboð á vörunni sé sýnilegt.
Í von um að NIPPEl-kvennsur hætti skemmdarstarfsemi sinni gagnvart stallsystrum sínum.
Reykjavík 3. apríl 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.