2.5.2016 | 09:20
Fréttamenn og Panamaskjöl.
Svo virðist sem fréttamenn fjölmiðla séu annaðhvort vanvitar eða hrekkjusvín.
Framkoma fréttamanna gagnvart fólki í sambandi við hin svokölluðu Panamaskjöl hefur sýnt þá ósvífni sem einkennir marga fréttamenn. Þessi ósvífni er mest áberandi hjá fréttamönnum sjónvarps og útvarps.
Í fréttum sjónvarps eru mörg dæi þess að fréttamenn þrástagast á sömu spurningunni með því að umorða spurninguna (breyta orðaröð í spurningunni) þrátt fyrir að hafa fengið svör. Ástæða þessarar ósvífni fréttamanna er að svörin eru ekki samkvæmt kröfu fréttamanns.
Þessi ósvífni fréttamanna hefur hvað eftir annað komið fram í viðtölum við m.a. þingmenn, ráðherra og forseta Íslands.
Þegar heimska og ókurteisi fréttamanns kemur fram eins og þegar setið var fyrir forsetanaum á leið til Vestmannaeyja og fréttamaður spurði sex sinnum sömu spurningar og fékk svör sem ekki samrýmdist hagsmunum fréttamannsins er kominn tími til að fá fólk, sem kann mannasiði, til starfa hjá ríkisfjölmiðli og gefa viðkomandi vanvita rautt spjald og brottrekstur frá stofnuninni.
Hefur sambærileg ósvífni af hálfu fréttamann komið nokkrum sinnum fram við ráðherra og þingmenn og fleiri.
Þessir vanvitar í stétt fréttamanna hafa talið sig vera að sýna ljós sitt í starfi en hafa orðið sjálfum sér og stofnunum til niðurlægingar.
Sem dæmi um heimsku fréttamanna er spurningar til forsetans um það hvort hann ætli að tjá sig um fjármál ættingja eiginkonu sinnar. Þær spurningar sem fram komu, í þessari fyrirsát fréttamanns, lýsa slíkum skynsemisskorti að vafasamt er hvort hægt sé að nota slíka persónu (fréttamenn) til að sópa göturnar með strákústi.
Það er dregið í efa að þessir mislukkuðu fréttamenn hafi fengið upplýsingar um öll fjármál ættingja maka sinna á heiðarlegan hátt.
Þar sem allir Íslendingar eiga hlut í Ríkisútvarp/Sjónvarpi er það krafa að til starfa séu settir aðilar sem kunna almenna kurteisi og noti ekki starf sitt í einkatilgangi.
Vanvitar í stétt fréttamanna hafa ekki í einu einasta tilviki getað sýnt fram á að um lögbrot hafi verið að ræða varðandi svokölluð aflandsfélög. Aflandsfélög sem stofnuð voru, voru bæði lögleg og samkvæmt siðareglum sem giltu á tímum stofnun þeirra.
Skyndileg umskipti á því hvað sé siðlegt og ósiðlegt er hugarfóstur fréttamanna og einkenni á æsifréttastíl þeirra (fréttamanna). Þar sem fréttamennska er hluti af sölumennskukerfi mannskepnunnar þá seljast betur æsifregnir en fréttir um góðverk og við það miðast störf fréttamanna.
Það sem einkennir núorðið þá sem kallast fréttamenn kemur best fram í ókurteisi, ágengni þeirra og frekju.
Í frekju og ókurteisi fréttamanna kemur best fram þegar þeir spyrja marg sinnis sömu spurningar um sama efni með mismunandi orðalagi í von um að svaranda verði á að nota orðalag sem fréttamenn túlka á allt annan veg en var meining svaranda. Þessi framkoma fréttamanna lýsir óheiðarleika þeirra og æsifréttamennsku.
Fréttamenn eru í eðli sínu óheiðarlegir í starfi. Oft hunsa þeir fréttir af málum sem ekki falla inn í skoðanamynstur þeirra á þjóðmálum. Skoðanir og störf fréttamanna eru mörkuð af því að þeir þurfa að niðurlægja þá sem ekki eru sama sinnis og þeir í póltík. Skýringin á orðinu PÓLITÍK er að það stendur fyrir; einkahagsmuni hvers og eins en ekki hagsmunir annarra. Þar með eru það einkahagsmunir fréttamanns sem koma fram í störfum hans.
Reykjavík 2. maí 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.