1.6.2016 | 11:50
Eru þingmenn hæfir eða vanhæfir til starfa?
Eftir margra ára baráttu til þess að fá fram rannsókn á meintum lögbrotum sem framin eru af íslenskum dómurum en án árangurs.
Þrátt fyrir skriflegar beiðnir til allra þingmanna Alþingis Íslendinga um að fram yrði lögð tillaga á Alþingi um að opinber rannsókn fari fram á meintum kærum undirritaðs á hendur nafngreindum dómurum auk viðtala við fjölda þeirra hefur afsökunin verið sú að þeir geti ekkert gert. Hafa þeir afsakað sig með því að þingið hafa enga heimild til að skipa nefnd til neinna rannsókna.
Þegar upp kemur gæluverkefni alþingismanna eru engin vandkvæði á að skipa nefnd til rannsóknar á meintum mistökum lækna. Málið varðar sjúkling sem var með krabbamein í hálsi og ekki hugað líf nema í nokkra mánuði án tiltekinnar aðgerðar. Aðgerðin var framkvæmd og lifði sjúklingurinn í tvö ár eftir aðgerðina.
Nú þykjast sérfræðingar, og þar með þingmenn, hafa uppgötvað að ekki var allt samkvæmt bókinni við framkvæmd aðgerðarinnar og krefjast rannsóknar á mistökum eða misgjörðum þeirra lækna er komu að umræddri aðgerð. Ástæða þessa írafárs er að talið er að ekki hafi verið gerðar nógu víðtækar rannsóknir á árangri umræddrar aðgerðar.
Umræddur sjúklingur átti 2-3 mánuði ólifað ef ekkert yrði að gert, samkvæmt upplýsingum lækna í fréttum, en samkvæmt fréttum lifði hann í tvö ár eftir aðgerðina. M.ö.o. líf mannsins var lengt um rúmlega eitt og hálft ár eftir að umrædd aðgerð var framkvæmd.
Þetta mál telja núverandi þingmenn á Alþingi Íslendinga vera svo alvarlegt siðferðisbrot eða lagabrot að ástæða sé til að skipa sérstaka nefnd til að rannsaka aðkomu íslenskra lækna að umræddri aðgerð.
Upphlaup þingmanna í sambandi við þetta mál er dæmigert auglýsingaskrum (kosningaáróður) af hálfu þeirra (þingmanna) sem einkennir mjög alla starfsemi Alþingis.
Þessir sömu þingmenn hafa hunsað að láta fara fram rannsókn á lögbrotum dómara í íslensku réttarkerfi þrátt fyrir skriflega beiðni þar um og að skriflegar sannanir séu fyrir hendi að um rædd lögbrot hafi verið framin af dómurum.
Sýnir það blindu eða skort á viti (gáfum) hjá umræddum þingmönnum að hunsa það að rannsókn fari fram á kærumálum þar sem sannanir eru fyrir hendi skriflegar en fara út í vangaveltur um mál sem varla má heimfæra undir mistök.
Það er með þessa framkomu þingmanna eins og þekkt er í Íslandssögunni: Það er ekki sama hvort það er öreiginn Jón eða biskupinn Jón. Það eru ekki allir jafnir fyrir lögunum á Íslandi frekar en á þeim tíma þegar kirkjuvaldið var allsráðandi.
Með hruni kirkjuvaldsins risu upp nýjar stéttir manna sem misnota vald sitt til eigin hagnaðar eins og kirkjuhöfðingjar gerðu á fyrri öldum. Nú er komnar upp nýjar stéttir allþingismenn, dómarar og aðrir stjórnendur ríkisins sem líta á sig sem guði og þeim sé allt leyfilegt.
Af hálfu þingmanna er mikið talað um jafnrétti og koma eigi í veg fyrir misnotkun valds. Þetta hjal þingmanna á einungis við að það megi ekki skerða þau forréttindi sem þeir hafa sölsað undir sig í nafni guðskenningarinnar en þeir telja sig guði eins og aðrir aðilar stjórnkerfisins sem líta á sig sem ósnertanlega.
Reykjavík 1. júní 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.