3.7.2016 | 12:00
Rasismi -- Hvað er það?
Sumir telja það rasisma ef aðrir eru ekki alltaf sammála skoðunum þeirra.
Í herbúðum þeirra sem krefjast þess að aðrir séu þeim ætíð sammála og þola ekki gagnrýni eða ábendingar um að ekki sé það heilagur sannleikur sem viðkomandi heldur fram eru það rasistar sem hafa aðra skoðun. Á þetta við á ýmsum sviðum mannlegra samskipta.
Er þetta áberandi á sviði trúarbragða, kynþáttar og menningar hinna ýmsu afbrigða mannkynsins. Þetta er einkennandi hjá sumum trúarbragðahópum. Allir sem ekki aðhyllast þeirra afbrigði trúarinnar eru útskúfaðir og taldir óalandi og jafnvel réttdræpir. Í mörgum tilvikum eru það þeir sem þannig hugsa sem telja viðmælendur sína sem ekki eru viðkomandi sammála vera rasista.
Sumir sem dýrka þessa rasistakenningu sína (að allir sem ekki eru þeim sammála séu óalandi) þykjast berjast fyrir fjölþjóðamenningu og aðrir eigi bara að sætta sig við aðflutta menningu og tileinka sér hana. Hefur þetta gengið svo langt að í sumum tilvikum er framandi menningu þröngvað upp á þegna þess lands, sem þessi framandi menning hefur verið flutt til, í skjóli hinna nytsömu sakleysingja sem staðið hafa fyrir innflutningi hinnar nýju menningar. Allir sem gagnrýna hina aðfluttu menningu eru taldir rasistar.
Þetta hefur gengið svo langt að sett hafa verið lög sem banna alla gangrýni t.d. á trúarbrögðum að viðlögðum þungum refsingum. Ekki skiptir þá máli hvort viðkomandi trúarbragðaboðskapur stangist á við vísindalegar sannanir og talda almenna skynsemi. Það er óþarfi að nefna einhver af þeim fjölda trúarbragða sem stangast á við almenna skynsemi. Sumir þessara trúarhópa eru gamlir en aðrir yngri og sífellt bætast í samfélagið menn sem telja sig vera með hinn eina sannleika og ná fylgi nytsamra sakleysingja.
Í kringum sérhver trúarbrögð rís ný menning og siðir sem oft eru í líkingu við hugmyndir manna um íbúa á Mars eða öðrum fjarlægari hnöttum. Allt fer þetta eftir hve ríkt hugmyndaflug þeir búa yfir sem boða hinn nýja trúarboðskap.
Sumir trúboðarnir eru svo ofstækisfullir að þeir sem ekki aðhyllast trúna sem þeir boða eru taldir óalandi og óferjandi ef ekki réttdræpir.
Við skoðun á því sem kallað er trúarbrögð þá eru öll trúarbrögð runnin undan sömu rótum, eða þörf mannsins til að skilja það ill- eða óskiljanlega í tilveru sinni án þess að neinar afgerandi skýringar hafi fengist. Trúarbrögð eru og hafa verið notuð sem kúgunartæki hinna valdagráðugu eins og mannkynssagan sýnir. Hafa hinir valdagráðugu nýtt sér vanþekkingu almennings og þröngvað fjöldanum til margs konar ódæðisverka í nafni trúarinnar og þeirra siða sem hefur verið troðið inn, af valdhöfum á hverjum tíma, í trúarbrögð og kenningar þeim samfara.
Sem vísbending um aðgerðir hinna valdagráðugu í nafni trúarinnar er framferði innan ákveðinna trúarbragða þar sem ungar stúlkur er aflífaðar eða seldar í ánauð (giftar gömlum körlum þvert á óskir sínar (stúlknanna)) ef þær ekki hlýða ættarhöfðingjanum umyrðalaust.
Hugtakið RASISMI er kúgunartæki hinna valdagráðugu til að þröngva öðrum til að fylgja sinni skoðun og kenningu gagnrýnislaust þótt vísindaleg rök vanti og er andstætt almennri skynsemi.
Reykjavík 3. júlí 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Athugasemdir
Rasismi hefur í sjálfu sér ekkert með trúarbrögð eða menningu að gera. Rasistar gera upp á milli fólks á grunni kynþáttar þess og/eða þjóðernis. Fordómar gagnvart menningu eða trúarbrögðum geta vissulega verið slæmir, en það er ekki rétt að kalla slíka fordóma rasisma.
Þorsteinn Siglaugsson, 3.7.2016 kl. 15:08
Þú hefur tekið eftir þessu líka.
Þetta er svona með mörg orð, þau eru fyrst notuð sem blótsyrði, og þá missa þau merkinguna.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.7.2016 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.