Afætur íslensks samfélags.

Enn og aftur hafa afætur hins íslenska samfélags (stjórnendur landsins) lagt fram sannanir um misgjörðir sínar í samfélaginu.

Eftir áralanga baráttu eldra fólks og öryrkja, sem lifa undir fátækramörkum, fyrir bættri afkomu er af hálfu stjórnvalda sýnt hið innra eðli þeirra sem stjórna.

Af hálfu stjórnvalda er hægt að hækka laun stjórnenda (afæta samfélagsins (svínanna í frægri sögu Orwells)) um allt að 40 %, fólks sem hafði fyrir hækkunina u.þ.b. fimmföld laun þeirra sem lifa undir fátækramörkum.

Þetta framferði stjórnenda landsins sýnir hvernig að valdastéttin misnotar afstöðu sína til hreins þjófnaðar úr sameiginlegum sjóði landsmanna með lagasetningum sem sjálftökuliðið hefur tök á að samþykkja í eiginhagsmunaskyni.

Þessir sömu aðilar, sjálftökuliðið, eru þeir aðilar er setja samskiptareglur þegnanna og þar með skattlagninguna. Með því að hækka eigin laun svo að þau séu margföld launafjárráð þeirra sem minna mega sín ná þeir að upphefja skattgreiðsluna með því að hafa laun sín frá fjórum og upp í áttföld eða meira laun þeirra sem minna mega sín. Er þar komin sama græðgi er einkenndi ráðamenn fyrri alda sem m.a. leiddi til afhöfðunar valdastéttarinnar í Frakklandi fyrir rúmum tveimur öldum og í framhaldi af því gáfu valdastéttir í öðrum ríkjum eftir og drógu verulega úr græðginni.

Til þess að draga úr því óréttlæti sem viðgengst vegna græðgi valdastéttarinnar er nærtækast að nota skattakerfið.

M.a. mætti leggja 75% skatt á tekjur umfram tvöföld lægstu laun og 90% skatt á laun yfir þreföld lægstu laun. Í framhaldi af því mætti gera upptækar launagreiðslur sem væru yfir fjórföld lægstu laun.

Með því að beita skattakerfinu í þessa veru væri hægt að draga úr þeim misrétti sem viðgengst í þjóðfélaginu vegna græðgi sumra. Er nauðsynlegt að stöðva þá misbeitingu valds þar sem sumir þegnarnir telja sig vera jafnari en aðrir eins og svínin í sögu Orwells (Animal farm).

Hyskni stjórnvalda gagnvart megintilgangi starfa þeirra, eins og fram hefur komið undanfarna áratugi, þar sem eiginhagsmunir þeirra er komast í valdastöður er aðalsmerki þeirra en ekki það sem þeim var falið að gera. Þeim var falið að jafna lífsafkomu á milli þegnana innbyrðis en ekki að hugsa eingöngu um eigin græðgi.

Þessum gráðugu valdamönnum er bent á að þeir voru valdir til að sjá til þess að allir þegnar landsins hefðu sómasamlega lífsafkomu en þeir voru ekki valdir til þess að hugsa eingöngu um eigin græðgi.

Í komandi kosningum er þegnum þessa lands bent á að huga vel að því hverju kandídatarnir í framboði til næstu Alþingiskosninga lofa sem sínum barátumálum.

Núverandi stjórnvöldum er hér með bent á það að ekki hefur verið staðið skil á þeim 40% sem stolið var af lífeyrisþegum í óráðssíu við stjórn bankanna og þjóðmála fyrir bankahrun og í bankahruninu.

Þeir sem urðu fyrir 40% skerðingu eftirlauna við bankahrunið hafa enga leiðréttingu fengið og sýnir það framferði svínanna í stjórnkerfinu í því að telja sig jafnari en aðrir og hugsa aðeins um eigin hag þ.e. svínanna.

Reykjavík 3. júlí 2016

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband