Kostnašur viš slys erlendra feršamanna.

Enn og aftur hafa oršiš atburšir į Ķslandi žegar erlendir feršalangar verša fyrir miklum įföllum į hęttulegu landsvęši Ķslands. Žessi įföll hafa oršiš vegna vanhugsašra ašgerša feršalanga sem telja sig óskeikula og fęra til aš feršast um hęttulegar slóšir landsins į fķfldirfskunni einni.

Mešlimir björgunarsveita landsins hafa fengiš aš reyna kunnįttu sķna viš erfišar ašstęšur meš tilheyrandi kostnaši og fjarveru frį sinni föstu vinnu.

Hvenęr ętla stjórnvöld aš koma reglu į višdvöl og umferš feršamanna į Ķslandi? Er ekki kominn tķmi til žess aš feršamönnum sem koma til landsins verši gert skylt aš hafa feršatryggingu sem tryggir greišslu alls kostnašar er getur hlotist af óforsvaranlegri feršamennsku vegna fķfldirfsku og vanžekkingar į hęttum er leynast vķša utan alfaraleiša?

Mikiš hefur veriš rętt og skrifaš um svokallašan feršamannapassa sem įtti aš greiša fyrir en gufaši upp ķ mótmęlum žeirra sem töldu sig verša af ómęldum gróša ef slķk greišsla kęmi til.

Rétt žykir aš benda į aš fyrir tólf įrum var komuskattur į hvern feršalang sem kom til Bermuda eyja. Varš hver faržegi aš greiša žennan skatt įšur en hann fékk leyfi til į stķga į land į Bermuda. Nam žessi skattur eša feršamannapassi rśmum 100$ U.S.A. eša tępum hundrašžśsund krónum ķslenskum fyrir 6 manna fjölskyldu įriš 2004. Žar af leišandi er greišsla kostnašar vegna feršamanna viš komu til annarra rķkja ekkert nżmęli.

Žaš skal višurkennt aš mistök eša fķfldirfska feršamanna koma sér vel fyrir žjįlfun björgunarsveitarmanna. Björgunarsveitir eru skipašar sjįlfbošališum og žeir setja sig oft ķ hęttu viš aš ašstoša fķfldjarfa feršamenn sem hafa lent ķ hremmingum.

Hverjir greiša laun og annan kostnaš viš björgunarašgeršir af hįlfu björgunarsveitanna ašrir en ķslenskt samfélag? Žvķ er fyrir löngu kominn tķmi til aš krefjast žess aš feršalangar hafi feršatryggingu sem standi undir kostnaši viš žį ašstoš er veita žarf viš mislukkašar feršir erlendra feršamanna er leiša til leitar og björgunar. Feršatrygging į aš vera fylgigagn feršaskilrķkja feršamanna.

Žeir sem grętt hafa į feršamönnum undanfarin įr óttast tekjumissi viš tilkomu kvaša eins og greišslu vegna feršamannapassa eša sambęrilega tryggingu, en kostnašur vegna gróša žessara ašila lenda į ķslenskum žegnum en ekki af fullum žunga į žjónustuašilum feršamanna.

Vęri fróšlegt fyrir Ķslendinga aš fį upplżsingar um kostnaš vegna leitar og björgunar žeirra tveggja feršamanna sem lentu ķ įföllum ķ vikunni 9-15 jślķ 2016.

Žaš er įstęšulaust aš ķslenskt samfélag greiši stórfé vegna ferša fķfldjarfra feršalanga um óbyggšir Ķslands. Einnig er full įstęša til žess aš huga aš žvķ hvaša skaša nįttśra Ķslands veršur fyrir vegna fjölgunar feršamanna til landsins. Landverndarsinnar fjargvišrast śt af vegagerš og raflķnulögnum um landiš, sem ętlašar eru til aš auka žęgindi landsmanna, og slķkar ašgeršir taldar spilla ķslenskri nįttśru. Minna er rętt um, af hįlfu landverndarsinna, žann gróšur sem trošinn er nišur aš ógleymdu žess affalls sem feršamenn skilja eftir į feršum sķnum s.s. saur og rusl sem fréttir hafa borist af.

Gręšgi žjónustuašila ķ feršažjónustu mį ekki verša alls rįšandi žegar kemur aš mįlum er varša alla landsmenn. Śtlit er fyrir aš nįttśra Ķslands hafi oršiš fyrir ómęldum skaša vegna įgengni erlendra feršamanna nś žegar, į sama tķma og žjónustuašilar viš feršamenn gera sér vonir um ennžį meiri fjölgun žeirra og žar af leišandi hlutfallslegri aukningu į nįttśruspjöllum.

Gullaldargręšgi Ķslendinga er heimsfręgt fyrirbęri s.b. hin ķslensku bankarįn sem fręg eru frį įrinu 2008 og laxeldisęvintżriš įsamt fleiri atvikum śr sögu landsins. Gengdarlausar hótelbyggingar nśtķmans į Ķslandi verša innan fįrra įra eins og draugažorpin ķ Vesturheimi sem fręg eru frį tķmum landnįms hvķta villidżrsins į žeim slóšum. Kostnašur viš žessar byggingar (hótel) lenda į landsmönnum ķ nżju bankahruni žegar hóteleigendur neita aš greiša af lįnum sķnum lķkt og geršist meš laxeldiš.

 

Hįir vextir į Ķslandi (śtlįnsvextir banka)eru tilkomnir vegna mikilla affalla į lįnum bankanna til gróšapunga eins og hótelbyggjenda, laxeldissina og fleiri slķkra sem vilja gręša į kostnaš samborgara sinna.    

Hvort hrópa eigi: „Lengi lifi ķslensk gullaldargręšgi“ veršur öšrum lįtiš eftir.

Reykjavķk 17. jślķ 2016

Kristjįn S. Gušmundsson

fv. skipstjóri


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband