Réttarkerfið og lögin

Í framhaldi af grein á blogginu undir heitinu Lög og reglur er rétt að benda ráðamönnum réttarkerfisins á flokk breskra sjónvarpsþátta sem fjalla um störf dómara við breskan dómstól.

Um er að ræða sjónvarpsþætti undir nafninu „Djudge John Deed“. Í þessum þáttum er tekið á vandamálum við rekstur mála fyrir dómi þegar peningamenn og mútuþægir dómarar vilja stjórna niðurstöðum í dómsmálum. Einnig er tekið á einkavinavæðingu þátta réttarkerfisins þegar vinir dómaranna fá einkavinaúrlausn í dómsmálum.

Þættir þessar gefa skýra vísbendingu um hvernig lögleysan fær útrás við mútugreiðslur, hótanir, líkamsmeiðingar og pólitíska fyrirgreiðslu til að þjóna tilteknum aðilum án tillits til gildandi laga. Allt gert til að þjóna þeim sem eiga peninga og þ.á.m. tryggja viðskiptasamninga við erlenda aðila þótt lagabókstafurinn sé sniðgengin og hunsaður.

Umræddir sjónvarpsþættir ættu að vera skyldu kennsluefni í lagadeild háskólanna ef með því væri hægt að fækka þeim tilvikum þegar dómarar og lögmenn lítilsvirða mannréttindi þegnanna og gildandi lög landsins.

Það ætti einnig að taka upp þann sið að við málarekstur fái dómarar aldrei að vita hverjir séu málsaðilar þar sem mörg dæmi eru um að niðurstöður í dómsmáli ráðast af óbeit eða hatri dómara á málsaðila. Niðurstöður sem eru ætlaðar sem hefnd gagnvart málsaðila þvert á gildandi lög og án tillits til anda laganna þ.e. orðanna hljóðan á lagatexta (samskiptareglum þegnanna).

Þeir þættir sem hér er getið um eiga rætur sínar í reynslu manna af réttarkerfinu (Bresku réttarkerfi) og sýna það að þeim sem treyst er til að úrskurða í ágreiningsmálum eru breyskir, mútuþægir eða láta stjórnast af hagsmunum aðila sem geta hyglað þeim á einhvern hátt s.s. með stöðuhækkun innan kerfisins.

Vafalaust munu margir telja þetta aðeins skáldskap það sem myndefnið fjallar um. Því miður er þetta raunveruleikinn í störfum réttarkerfisins eins og skýrt hefur komið fram við greinaskrif margra aðila. Það skiptir öllu máli við rekstur máls fyrir dómi að geta keypt sér niðurstöðu í dómsmáli með fjölda lögmanna sem hafa meiri orðaforða (orðskrúð) en lögmenn andstæðinganna. Niðurstöður í dómsmáli er ekki orðanna hljóðan lagabókstafarins heldur orðskrúð og sannfæringarkraftur lögmanna sem oft er andstætt gildandi lagabókstaf. Það eru ekki lögin sem gilda ef um er að ræða málsaðilana Jón öreiga eða séra Jón.

Í dómsuppsögu eiga ekki að koma fram einkarefsingar dómara vegna hefndaraðgerða hans gagnvart málsaðila. Þar sem málsaðilar stjórna ekki hver eða hvaða dómari fær mál til úrskurðar eiga dómarar aldrei að vita hverjir eru málsaðilar ef þeim með því tækist að framfylgja ákvæðum laga um að allir þegnar ríkisins séu jafnir fyrir lögunum og einkahefnigirni þeirra (dómaranna) fá ekki útrás í störfum þeirra. Einnig gæti það komið í veg fyrir einkagreiðasemi (hjálpsemi) dómara við vini og ættingja í málarekstri þegar þeir eru vanhæfir til starfa.

Að auki ætti að skylda dómara til að gefa skriflega afdráttarlausa og tæmandi skýringar á því á hverju (orðanna hljóðan laganna, (hvernig túlka ætti lagatexta)) þeir byggi niðurstöðu sína. Með því móti væri hugsanlega hægt að koma í veg fyrir að sérhver dómari hafi sína einkaskoðun á því hvernig túlka beri orðanna hljóðan laganna þegar það þjónar hagsmunum þeirra þ.e. dómaranna.

Reykjavík 27. júlí 2016

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband