Lög og ólög.

Upp er komin sú staða í íslensku þjóðlífi að viðurkennt er að lög sem samþykkt voru af alþingismönnum (konum og körlum) eru túlkuð á allt annan veg en alþingismenn ætluðust til.

Ástæða þess er að þeir, alþingismenn, gerðu sér ekki grein fyrir hvað þeir voru að samþykkja sem samskiptareglur (lög) þegna í íslensku samfélagi.

Þessi yfirsjón er vanvirðing við þegnana, fljótfærni vegna vanþekkingar á því hvað lög eru og vísbending um vanhæfi á starfsemi sem einkennist af atkvæðaveiðum þingmanna undir sjónvarpsmyndavélum. Þetta er vegna áhuga þingmanna á að reyna að sverta (kasta skít ) hver í annan með umræðum á þingfundum um allt annað en það sem varðar lögin sjálf. Í umræðum á Alþingi, eftir að hafið var að sjónvarpa frá þingfundum, hafa fundir einkennst af því sem kallað er á íslensku skítkast. Er það að hreyta ókvæðisorðum til að lítilsvirða pólitíska andstæðinga. Er þetta einkenni á öllum þingmönnum sem hafa farið í ræðustól, þótt mismikið sé eftir þingmönnum.

Eitt af verkum Alþingismanna er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á öllum sviðum stjórnsýslu, þ.e. framkvæmdavalds og dómsvalds. Bæði þessi svið stjórnsýslunnar eru skyldug til þess að fara eftir settum lögum af Alþingi. Því miður er mikil óreiða á framkvæmd þessara stjórnsýslukerfa, framkvæmdavalds og dómsvalds. Komast starfsmenn þessara stjórnsýslu embætta upp með það að vanvirða (svívirða) sett lög í landinu og þar með grundvallarlögin (stjórnarskrána).

Svo virðist sem skipulega sé unnið að því innan þessara stjórnsýslukerfa að fara á svig við lögin (brjóta lögin) þegar það hentar og þjónar hagsmunum lögbrjóta í æðri störfum sem starfa hjá því sem kallað er ríkið (því opinbera).

Til aðstoðar stjórnvalda og dómskerfisins eru notuð embætti Ríkissaksóknara og lögreglunnar til að hylma yfir kærur um lögbrot (glæpi) sem framin eru af fólki í störfum sem kölluð eru æðri störf. Ef skoðuð eru bréf sem farið hafa á milli kærenda og embættis Ríkissaksóknara svo og lögreglu sést greinilega hverskonar skúringadeildir þarna er um að ræða. Þessi embætti lögreglan og Ríkissaksóknari hafa það að aðalstarfi að hreinsa til og hindra allar kærur sem beinast að lögbrotum þeirra sem taldir eru æðstu menn ríkisins.

Sem dæmi um GESTAPO-vinnubrögð lögreglu og Ríkissaksóknara var hunsað af stjórnendum þessara embætta að láta rannsaka kærur um þjófnað af bankareikningum þrátt fyrir að skriflega liggi fyrir í lögregluskýrslu að fyrirmæli um þessar aðgerðir (þjófnað) hafi komið frá ráðherra. Því var sleppt úr lögregluskýrslunni hvort það var ráðherra Samgöngumála eða ráðherra Fjármála sem fyrirskipaði hinn umrædda þjófnað með aðstoð bankakerfisins. Yfirhylmingalið lögreglunnar neitaði í marga mánuði að láta af hendi afrit af umræddri lögregluskýrslu vegna þess að hún var meiðandi fyrir stjórnsýsluna þar sem ráðherra fyrirskipaði þjófnað.

Sambærilegar yfirhylmingar af hálfu embætta lögreglu og Ríkissaksóknara hafa verið viðhöfð varðandi kærur á hendur dómurum sem hafa verið nafngreindir og lagðar fram skriflegar sannanir fyrir lögbrotum kærðra aðila.

Þar sem viðhaft hefur verið orðið skríll um fólk sem hefur staðið í mótmælum við stjórnun landsins er rétt að nota það orð yfir þá sem kallaðir hafa verið stjórnendur og dómarar og kærðir hafa verið.

Fréttamenn (fjölmiðlamenn (karlar og konur)) virðast þiggja mútur og/eða vera bannað að fjalla um brot í opinberu starfi því ekki hefur af þeirra hálfu fengist aðgangur að fjölmiðlum til að koma að fréttum af þeim mannréttindabrotum sem eru skipulega framkvæmd af æðstu stjórnendum framkvæmdavalds og dómsvalds.

Af hálfu opinberra aðila sem neitað hafa rannsókn málanna hefur verið bent á að hægt væri að fara í einkamál við hin ákærðu. Persóna með miðlungsgáfur sér það strax að ef slík mál eru látin í hendur lögbrjótanna til að dæma í þá yrði notuð sama lögbrotsaðferðin og viðgengst hjá úrskurðaraðilum.

Upplýsingar um lögbrot sem hér er getið um og framin af æðstu starfsmönnum ríkisins yrði slík hneisa fyrir ríkisvaldið að allt er gert til að þagga þau niður og eru að öllum líkindum mútur notaðar til þöggunar.

Það er einkenni á mannskepnunni, dýrinu sem kallað er maður, að svo lengi sem óþægindin, lögbrotin, ekki snerta hagsmuni (hugmyndafræðina, pólitík) persónunnar eða þeirra nánustu þá forðast aðilar að hafa afskipti af málinu og telja það aðeins vandamál annarra. Þetta er orsök þess að persónur sem komast í valdamikil embætti ríkisbáknsins geta án áhættu farið á snið við samskiptareglur (lögin) þar sem aðrir innan stjórnsýslunnar, sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmd laga, hafa komið auga á möguleika á eigin ávinningi með því að sniðganga lögin. Þetta er kallað hagsmunavarsla eða samtrygging hagsmunaaðila stjórnsýslunnar.

Þetta gera þeir í trausti þess að ef þeir gera ekkert gagnvart lögbrotum samstarfsmanna sinna þá verður ekkert hróflað við þeirra eigin lögbrotum. Er þetta einn liðurinn í setningu laga frá Alþingi, sem hægt er að túlka að eigin geðþótta, til þess að auðvelda það sem kallað er lögleg-lögbrot.

Hin löglegu-lögbrot og yfirhylmingarstefna, eftirlitsaðila sem eiga að hafa eftirlit með framkvæmd laga, er einn liður í þeirri eiginhagsmunapólitík sem einkennir stjórnendur landsmála á Íslandi. Þessi eiginhagsmunapólitík stjórnenda hefur í gegnum aldirnar verið orsök óeirða og uppreisna almennings gegn græðgi valdhafanna sem leitt hefur til blóðsúthellinga svo langt aftur sem sögur herma. Má þar nefna sögu Olivers Crownwells, rússnesku byltinguna 1917 og frönsku byltinguna er leiddi til afhöfðunar ráðamanna í Frakklandi auk fleiri sambærilegra atvika mannkynssögunnar.

Í fyrstu var farið friðsamlega fram á að valdhafarnir létu af kúgun þegnanna samanber Búsáhaldabyltingu Íslendinga. Ef ekki er farið eftir gildandi lögum af hálfu stjórnvalda vegna eiginhagsmuna og græðgi stjórnenda landsins leiðir það til meiri hörku til þess að knýja fram þá framkvæmd laga að allir þegnar landsins þurfi að lúta sama skilningi og sömu túlkunar á gildi laga (framkvæmdar laga). Það verði ekki liðið að stjórnendur eins og ráðherrar geti fyrirskipað þjófnað, menn í stjórnunarstöðum ríkisins (konur, karlar) geti falsað skjöl eða notað fölsuð skjöl sér til framdráttar eða þjónar réttarkerfisins (dómarar) komist upp með það að nota lögin til refsiaðgerða í einkaþágu þegar þeim mislíkar að geta ekki kúgað málsaðila (þegnana) á annan hátt. M.ö.o. að dómarar nota lögin sér til hagsbóta með utan-laga-dómum sem kalla má lögleg-lögbrot.

Væri þingmönnum Alþingis Íslendinga nær að snúa sér að því að samþykkja lög sem standast stjórnaskrá og réttarvitund þjóðarinnar en standa í stöðugu skítkasti (niðrandi umsögn um starfshætti pólitískra andstæðinga). Samþykkja lög sem hægt er að fara eftir en ekki hægt að túlka eftir eigin geðþótta og hagsmunum valdastéttarinnar og þar með stjórnenda landsins. Alþingismönnum væri nær að sína það í verki að þeir skili þeirri vinnu sem ætlast er til að þeir skili og skili þeim vinnutíma sem telst vera eðlilegur vinnutími í íslensku samfélagi.

Samkvæmt myndum sem birtar hafa verið af þingfundum Alþingis er ekki hægt að sjá að þingmenn skili eðlilegri vinnu. Stór hluti þingmanna er ekki viðstaddur þingfundi og hafa því enga eða takmarkaða vitneskju um hvað fram fer á þingfundum og samþykktir laga í samræmi við það. Af þeim myndum sem hægt er að sjá í sjónvarpi af þingfundum er ekki hægt að álíta það að þingmenn skili eðlilegri vinnu auk þess sem banna á atkvæðaveiða-sjónvarpsútsendingar frá þingfundum ef það gæti bætt samþykkt lög svo hægt væri að fara eftir þeim.

Ef eitthvað vit á að vera í þingfundum á að banna öll orðaskipti í þingsal sem ekki snúast beint um þann lagabálk sem er til umræðu hverju sinni og skylda alla þingmenn til að vera viðstadda á þingfundum. Banna á allt ósæmilegt orðaskak þingmanna er varðar orð og gjörðir pólitískra andstæðinga. Umræður á Alþingi eiga eingöngu að snúast um efni og orðalag þeirra laga sem til umræðu eru. Með því væri hugsanlegt að tilgangur lagasetningar væri betur úr garði gerður og hægt að fara eftir lögunum án atvinnubótavinnu dómara og lögmanna. Gera á þingmenn ábyrga fyrir óábyrgu orðavali í lögum sem túlka má á marga vegu.

Í von um afnám utanlagadóma og annarra lögbrota starfsmanna stjórnsýslunnar vegna hirðuleysis af hálfu hins þríhöfða valds, löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.

Valdhöfum á að vera ljóst að tími bænaskjala frá fyrri tíð konungsvaldsins er liðinn og jafnrétti þegnanna gagnvart lögum er uppistaða í nútíma samfélagi.

Reykjavík 29. ágúst 2016

Kristján S. Guðmundsson

fv. skipstjóri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband