5.9.2016 | 08:10
Opinbert rán
Eftir hrun bankakerfisins kom í ljós að af hálfu stjórnenda og starfsmanna aflagðra banka þá hafi skipulega verið unnið að ólöglegum aðgerðum til þess að ná fjármagni landsmanna til hagsbóta fyrir ráðamenn bankanna.
Við hið meinta fall bankanna var skipulega gengið í það að hirða af fólki eigur þeirra sem áttu í viðskiptum við bankana og skulduðu. Má þar nefna mörg dæmi um svívirðilega aðför að viðskiptavinum bankanna og hvarfi fjármagns í vörslu banka. Sem dæmi um þá svívirðingu sem átti sér stað var hvarf margra milljarða króna úr söfnunarsjóðum lífeyrissjóða í vörslu Landsbankans. Er þar m.a. um að ræða lán til stjórnarformanns bankans úr lífeyrissjóðum án nokkurra trygginga en síðan lýsti hann sig gjaldþrota eftir að hafa komið umræddu fjármagni í skjól þangað sem ekki er hægt að ná því af hálfu þeirra sem eiga féð.
Eftir skrípaleikinn sem leikinn hefur verið af stjórnvöldum varðandi það sem kallað hefur verið ólöglegt athæfi í aðdraganda bankahrunsins með tilheyrandi sjóðþurrð vegna innanhúss bankaráns kemur fram hið innra eðli aðila. Er hér átt við alla bankana.
Þrátt fyrir gjaldþrot bankanna, að því er logið var að íslenskum þegnum í þeim tilgangi að fá tíma til að fela fjármagnið sem tekið var óheiðarlega, hefur komið í ljós að hið svokallaða eignarhaldsfélag LBI hefur falið umtalsverða fjárhæð. Fjármagn þetta (falda fjárhæðin) sem nota á, nú átta árum eftir bankahrun, til að greiða svokallaðan kaupauka (bónus).
Á meðan eigendur þeirra lífeyrissjóða sem stjórnað var af starfsmönnum Landsbankans fá ekki greiddar bætur fyrir það fjármagn sem hvarf úr sjóðunum er um að ræða beinan þjófnað af hálfu aðila er stjórna fyrirtækinu. Fyrirtækið var rekið í gjaldþrot en hefur falið fjármagn til þess að greiða útvöldum svokallaða bónusa (kaupauka) fyrir vel unnin störf. Samkvæmt fréttum má skilja það að verðmæti (fasteignir og fyrirtæki) sem hirt var af eigendum við banka-gjaldþrot, sem verðlausar eignir, hafi síðan verið seldar með miklum hagnaði til þess að breiða yfir hið ólöglega athæfi við bankaránið.
Umrætt fjármagn sem nota á til að greiða sem bónusa er fengið með ólöglegri eignaupptöku af hálfu lánastofnunar sem sagt er að hafi orðið gjaldþrota. M.ö.o. fjármagnið sem nota á til bónusgreiðslna var tekið, ófrjálsri hendi, frá eigendum verðmætanna. Ekki hafa verið greiddar þær fjárhæðir sem töpuðust við óstjórn í rekstri bankans sbr. lífeyrissjóðina.
Ef þessar aðgerðir við greiðslu kaupauka (bónusa) til lykilstarfsmanna gjaldþrota lánastofnunar ná fram að ganga án afskipta stjórnvalda og endurgreiðslu til lífeyrissjóðanna þá eru stjórnendur landsins samsekir í bankaráninu og þar með taldir þingmenn vegna mistaka við lagasetningu.
Umrætt bónus-greiðslu-fjármagn á skilyrðislaust að ganga til lífeyrissjóðanna og annarra sem urðu fyrir skaða af hálfu hins svokallaða sjálftökuliðs bankans.
Sú svívirða sem átt hefur sér stað af hálfu þessa sjálftökuliðs bankans má nefna skerðingu á lífeyrisgreiðslu til sjóðfélaga lífeyrissjóða í vörslu bankans sem nam um 40 %.
Því má velta fyrir sér hver var tilgangur stjórnarformanns bankans við að þvinga vörslu fjármagns Lífeyrissjóðs H.F. Eimskipafélags Íslands (fyrirtækisins sem var aflagt 2006 að boði stjórnarformannsins) frá fyrri vörsluaðila til Landsbankans því hann þóttist eiga lífeyrissjóðinn sem alfarið var í eigu sjóðfélaga. Stjórnarformaðurinn átti H.F. Eimskipafélag Íslands og lagði það fyrirtæki niður. Við afskráningu fyrirtækisins sagði hann sjálfkrafa upp samkomulagi frá 1957 (við stofnun lífeyrissjóðsins) varðandi skipan á stjórn sjóðsins.
Við afskráningu fyrirtækisins 2006 féll umrætt samkomulag um stjórn sjóðsins úr gildi. Valdníðsla stjórnarformannsins við notkun þriggja af fimm stjórnenda sjóðsins er hann skipaði sjálfur til flutnings á fjármagninu, sem var í eigu lífeyrissjóðsins (greiðenda í lífeyrissjóðinn (atvinnurekendur hafa aldrei greit neitt í lífeyrissjóði)), til Landsbankans kemur fram í því að fá sjálfur lán, samkvæmt eigin skipun, frá lífeyrissjóðnum án nokkurra trygginga fyrir láninu.
Reykjavík 5. september 2016
Kristján S. Guðmundsson
fv. skipstjóri
Athugasemdir
Mér sýnist að grunnurinn að þessu öllu sé að átta sig á að peningur er aðeins bókhald.
Kreppufléttan, endurtekið
Hent upp í hillu A4 blað
Peningar, seðlar.
**
Broskallinn er slóð
http://jonasg-egi.blog.is/
Egilsstaðir, 05.09. 2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 5.9.2016 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.